Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 19
Endurnýjanleg orka í sjálfbærum heimi Meðvitund um mikilvægi loftslags-, umhverfis- og samfélagsmála eykst ár frá ári og kröfur til fyrirtækja aukast sömuleiðis. Hvernig náum við jafnvægi milli hagsmuna loftslags, umhverfis, samfélags og fjárhagslegra þátta? Hvert er mikilvægi endurnýjanlegrar orku á tímum loftslagsbreytinga? Hverjar eru áskoranirnar í viðskiptaumhverfinu? Hver er ábyrgð Landsvirkjunar? Bein útsending verður frá fundinum á YouTube rás Landsvirkjunar. ÁRSFUNDUR 2020 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp fjármálaráðherra Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp stjórnarformanns Hörður Arnarson forstjóri Hlutverk okkar á tímum loftslagsbreytinga Jóna Bjarnadóttir forstöðumaður umhverfis og auðlinda Kolefnishlutleysi 2025 Stefanía Guðrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Áskoranir í viðskiptaumhverfinu Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Afkoma Landsvirkjunar 2019 Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Jafnréttið er að hraða þróun vinnustaðarins Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Leiðin framundan Fundarstjóri Jóhanna Harpa Árnadóttir Hilton Nordica 5. mars nk. kl. 10.00 Verið öll velkomin Skráning á landsvirkjun.is KÖRFUBOLTI „Það var mikill hugur í fólki,“ sagði Birgir Kaldal Krist- mannsson, formaður meistara- flokksráðs kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Félagið boðaði til fundar í vikunni þar sem ákveðið var að kvennaliðið myndi skrá sig í 1. deild í haust á nýjan leik, eftir að ákveðið var á síðasta ári að draga liðið úr keppni, hálfu ári eftir að Stjarnan lék til úrslita í bikarnum. „Þegar Margrét Sturlaugsdóttir tók við liðinu síðasta haust, var markmiðið að verða samkeppnis- hæf á ný innan 2-3 ára og byggt væri á okkar eigin stelpum. Það yrði síðan undir þeim komið að ákveða hvenær leikmannahópurinn væri tilbúinn.“ Stjarnan er ekki fyrsta félagið sem tekur ákvörðun um að draga kvennalið sitt úr keppni. Ákvörð- unin fékk sinn skerf af gagnrýni og sagðist Birgir skilja það. „Þetta var erfitt skref, við fengum nóg af gagnrýni en við vorum með áætlun og héldum okkur við hana. Markmiðið var að taka eitt skref til baka í von um að taka tvö skref áfram og það tókst vonandi,“ sagði Birgir og hélt áfram: „Við vorum með gott lið en það vantaði heimakonur í liðið. Fyrir vikið átti fólk oft erfitt með að tengja við liðið og það kom niður á mæting- unni á leiki liðsins.“ Birgir segir markmiðið að vera með samkeppnishæft lið. „Stefnan er að vera með sam- keppnishæft lið. Það þarf aðeins að bæta við leikmannahópinn en ekki erlendum leikmönnum. Þetta verður byggt á unglingastarfinu.“ – kpt Tókum eitt skref til baka í von um að geta tekið tvö skref áfram Stjörnukonur verjast gegn Val í bikarúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR FÓTBOLTI Pep Guardiola getur unnið sinn þriðja deildarbikar- titil um helgina, þegar lærisveinar hans í Manchester City mæta Aston Villa á Wembley. Þá getur City náð að saxa á forskot Liverpool (8) sem sigursælasta liðið í sögu keppn- innar, takist City að vinna titilinn í sjöunda sinn og fimmta sinn á síðustu sjö árum. Velgengni Manchester City í enska deildarbikarnum undir stjórn Guardiola hefur verið hreint út sagt mögnuð. Á fyrsta ári Spán- verjans með liðið voru það erki- fjendurnir í Manchester United sem slógu City úr leik í sextán liða úrslitum, en síðan þá hefur Guardi- ola ekki litið um öxl. Í síðustu sautján leikjum í enska deildarbikarnum hefur City aðeins tapað einum, gegn Man. United í undanúrslitunum á dögunum, en það kom ekki að sök eftir stórsigur City í fyrri leik liðanna. Aðeins þrír knattspyrnustjórar hafa unnið titilinn oftar en þrisvar í sextíu ára sögu keppninnar. Sir Alex Ferguson, Brian Clough og Jose Mourinho hafa allir unnið deildar- bikarinn fjórum sinnum en Bob Paisley og George Graham koma næstir með þrjá titla hvor. Aston Villa er þriðja sigursælasta félagið í sögu keppninnar með fimm titla. Alls eru 24 ár liðin síðan Villa vann deildarbikarmeistaratitilinn síðast sem er síðasti titillinn sem félagið vann árið 1996. – kpt Pep getur jafnað Paisley Guardiola getur bætt í titlasafnið um helgina. MYND/GETTY SKÍÐI Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings, varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Ljóst var að Hilmar væri meistari eftir að hafa borið sigur úr býtum í svigkeppninni á Evrópumótaröðinni og hlotið silfrið í stórsvigi á mótaröðinni. Hilmar átti næstbesta tímann í fyrri ferðinni þegar hann kom í mark á 47,30, tæpri sekúndu á eftir Thomasi Grochar frá Austurríki. Hilmar átti besta tíma dagsins í seinni ferðinni á sama tíma og Tho- masi mistókst að klára seinni ferð- ina sem innsiglaði sigur Hilmars í Zagreb, Króatíu. Hreint út sagt magnaður árangur hjá Hilmari sem hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpa greinum og er nú á meðal allra fremstu fatlaðra alpa greinamanna í heiminum um þessar mundir. –kpt Hilmar Snær er Evrópumeistari S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.