Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 6

Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 20196 Óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Árekstur varð við Brúartorg í Borgar- nesi síðastliðinn laugardag. Reyndist hann vera minnihátt- ar, eitthvað tjón á bifreiðunum en enginn meiddur. Ökumað- ur missti stjórn á bifreið sinni við Höfðasel á Akrafjallsvegi á mánudag, 29. apríl. Bíllinn fór út af veginum og hafnaði ofan í skurði. Engin slys urðu á fólki. Ferðamenn á leið um Borgar- fjörð á sunnudag misstu bif- reiðina út af Hálsasveitarvegi við Hraunfossa og höfnuðu á tré. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Þá festu erlendir ferðamenn bíl sinn í snjó á Haukadalsskarði í Dölum í vikunni. Ekkert am- aði að fólkinu, bíllinn var los- aður og ferðamönnunum fylgt aftur niður á þjóðveginn. -kgk Fákar á ferð VESTURLAND: Þrjú mál komu upp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í vik- unni sem tengjast lausagöngu hrossa. Tilkynnt var um hrossastóð á Snæfellsnesvegi við Stóra-Hraun, en þar voru á bilinu 15-20 hestar laus- ir. Maður var ræstur út til að koma þeim í girðingu. Lög- reglu var tilkynnt um stak- an hest á ferð á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Fundið var út úr því hvaðan hesturinn kom og málið leyst. Að lokum var til- kynnt um hest á ferð við Geld- ingaá í Hvalfirði á mánudags- morgun. -kgk Ekið geyst um göturnar VESTURLAND: Mjög mörg umferðarlagabrot komu inn á borð Lögreglunnar á Vestur- landi í vikunni sem leið. Hrað- akstursbrot voru þar sérstak- lega áberandi og voru óvenju mörg að sögn aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Langflest brotin eru á Vesturlandsvegi og mjög algengt að ökumenn hafi ver- ið mældir á milli 115 og 120 km/klst., þar sem hámarks- hraði er 90 km/klst. Lögregla minnir á að viðurlög við brot- um á því hraðabili er 50 þús. króna sekt. Umferðareftir- lit er nokkuð stíft í umdæm- inu, að sögn lögreglu. Notað- ar eru fastar hraðamyndavél- ar, auk þess sem lögregla not- ar ómerktan myndavélabíl og merkta lögreglubíla við um- ferðareftirlit. -kgk Bitin af hundi AKRANES: Maður og stúlka voru bitin af hundi á Akra- nesi í vikunni sem leið. Stúlka var á ferð um bæinn með tvo hunda þegar stærri hundurinn skyndilega réðist á þann minni og hélt honum í kjaftinum. Stúlkan kallaði eftir hjálp og maður sem var nálægur kom henni til aðstoðar. Þá vildi ekki betur en svo að hundur- inn beit hann í fingurna og stúlkuna líka. Dýraeftirlits- manninum á Akranesi var gert viðvart og sáttir náðust. -kgk Grunsamlegar mannaferðir VESTURLAND Um sjö- leytið að morgni sumardags- ins fyrsta var lögreglu tilkynnt um grunsamlegar mannaferð- ir við Miðbæ í Borgarfirði. Þrír menn sáust sparka í hurð, tveir dökkklæddir og einn í ljósri peysu. Mennirnir fundust ekki við eftirgrennslan lögreglu. Þá var sagt frá grunsamlegum mannaferðum á Akrafjallsvegi við Herdísarholt og Ós en þær reyndust eiga sér eðlilegar skýr- ingar. Reyndust þar vera krakk- ar á veginum sem voru að taka upp myndband fyrir sirkus, að sögn lögreglu. -kgk Umsóknir um þátttöku í Plan-B BORGARNES: „Það er sönn ánægja að tilkynna að opið er fyrir umsóknir um þátttöku listamanna á Plan-B Art Festi- val 2019 sem fer fram í fjórða sinn dagana 9. - 11. ágúst í Borgarnesi. Kallað er eftir öll- um gerðum samtímalistar, frá gjörningum til videoverka og öllu þar á milli. Listafólk sem valið er til þátttöku fær greidda þóknun fyrir framlag sitt,“ segir í tilkynningu. „Við óskum eftir að umsækjendur sendi tillögur og ferilskrár á netfangið plan- bartfestival@gmail.com fyr- ir miðnætti 26. maí næstkom- andi. Öllum umsóknum verður svarað. Ef einhverjar spurning- ar kunna að vakna er velkomið að senda okkur póst á planbart- festival@gmail.com“. -mm Verslun Hagkaupa í Borgarnesi hefur nú verið lokað eftir tólf ára rekstur, en búið var að kynna fyr- irhugaða lokun verslunarinnar með dágóðum fyrirvara. Verslunarrýmið er 770 fermetrar og í eigu fasteigna- félagsins Reita sem býður rýmið til leigu. Í sama húsi er rekið Geira- bakarí og Bónusverslun. mm/ Ljósm. þg. Verslunarhús Reita í Borgarnesi til leigu Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands hefur hrint af stað söfnunarátaki þar sem leitað er eftir stuðningi til kaupa á 29 nýj- um sjúkrarúmum sem nauðsynlegt er að endurnýja í HVE. „Við förum þá leið að við munum merkja rúm- in fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum sem styðja við söfn- unina. Fyrir páska póstlögðum við 903 bréf til fyrirtækja og félagasam- taka á Vesturlandi þar sem við leit- um stuðnings við verkefnið,“ seg- ir Sævar Freyr Þráinsson stjórnar- maður í hollvinasamtökunum. Hollvinasamtök Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands voru stofn- uð 25. janúar 2014. Nú eru tæplega 300 félagar í samtökunum. „Við stofnun samtakanna kom vel í ljós að íbúar á Vesturlandi hafa sterk- ar skoðanir á mikilvægi heilbrigð- isþjónustunnar og að hún skipti meginmáli sem hornsteinn góðra búsetuskilyrða. Hlutverk Hollvina- samtakanna er að fylgja eftir þess- ari skoðun og fá til liðs við félagið sem flesta íbúa og fyrirtæki á Vest- urlandi,“ segir í bréfi vegna átaksins um sjúkrarúmakaupin. Stjórn Hollvinsamtaka HVE hef- ur á þessum fimm árum frá stofnun félagsins safnað fyrir ýmsum tækja- búnaði sem gagnast öllum sem nýta sér heilbrigðisþjónustu á Vestur- landi og hefur félagið frá stofnun þess afhent HVE gjafir að andvirði ríflega 65 milljónir króna. Meðal þess búnaðar er sneiðmyndatæki, blóðþrýstingsmælar, gæslutæki, blöðruómskoðunartæki, skurðstof- ustæða og öndunarvél. Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verður haldinn laugardaginn 4. maí næstkomandi klukkan 11 í fundar- sal HVE á Akranesi. Þangað eru nýir félagar velkomnir. Við það tækifæri verða fimm fyrstu sjúkra- rúmin afhent. mm Hollvinasamtökin hefja söfnun fyrir sjúkrarúmum á HVE Sævar Freyr Þráinsson stjórnarmaður í Hollvinasamtökum HVE póstlagði fyrir páska 903 bréf til fyrirtækja og félagasamtaka. Þar er leitað stuðnings við fjár- mögnun 29 nýrra sjúkrarúma.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.