Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 10

Skessuhorn - 01.05.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201910 Aðalfundur Björgunarfélags Akra- ness var haldinn þriðjudagskvöldið 23. apríl. Góð aðsókn var á fund- inn. Tvær breytingar voru gerðar á stjórn björgunarfélagsins. Birna Björnsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá hafði Kristján Hagalín Guðjóns- son gengið úr stjórninni á miðju síðasta tímabili. Nýr formaður Björgunarfélags Akraness er Gísli Sigurjón Þráinsson. Aðrir stjórnar- menn eru; Sigurður Axel Axelsson varaformaður, Kjartan Kjartansson gjaldkeri, Sigurður Ingi Grétarsson ritari og Þórður Guðnason með- stjórnandi. Varamenn í stjórn eru Björn Guðmundsson og Ásmund- ur Jónsson. Þrír skrifuðu undir eiðstaf Björg- unarfélags Akraness á fundinum og teljast því fullgildir meðlimir félagsins. Það voru þeir Gísli Björn Rúnarsson, Stefán Ýmir Bjarnason og Tómas Alexander Árnason. kgk Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur í nýlegum úr- skurði komist að þeirri niðurstöðu að álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi ver- ið ólögmæt. Í kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eft- irlitshlutverks síns í sveitarstjórn- arlögum, ákveðið að taka til skoð- unar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Í úrskurði ráðuneytisins segir, að með hliðsjón af 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, sé með öllu óheimilt í gjaldskrá að ákveða hærra gjald en nemur meðalkostn- aði af því að veita þjónustuna. Sam- kvæmt skýru orðalagi 1. mgr. 10. gr. skuli vatnsgjaldi, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, aðeins ætlað að standa undir rekstri vatnsveitunnar. Undir það falli einnig fjármagns- kostnaður, fyrirhugaður stofn- kostnaður samkvæmt langtíma- áætlun veitunnar og kostnaður við að tryggja nægilegt vatn til slökkvi- starfs og fyrir sérstakan slökkvibún- að í samræmi við skyldur veitunnar. Í lögum eða reglugerð væri á hinn bóginn hvergi að finna ákvæði, sem heimilar að tekinn sé arður af starf- semi vatnsveitu. Í úrskurðinum kemur einnig fram, að miðað við fyrirliggjandi gögn og umsögn Orkuveitunnar, telji ráðuneytið ljóst að arðsemi fyrirtækisins umfram fjármagns- kostnað sé að lágmarki um 2%. Ákvæði gjaldskrár Orkuveitunnar vegna álagningar ársins 2016 væru að þessu leyti í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Loks gefi fyrirliggj- andi gögn til kynna að Orkuveitan hafi á undanförnum árum haft um- talsverðan arð af starfsemi sinni og muni svo verða áfram, sbr. fjárhags- áætlun fyrir árin 2017 til 2021. OR vill leiðbeiningar vegna vatnsgjalds Í kjölfar tilkynningar ráðuneytis- ins um fyrrgreindan úrskurð sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér yfir- lýsingu. Þar segir m.a. að frá 2016 hafi vatnsgjald í Reykjavík tvisv- ar sinnum verið lækkað umtals- vert; um 11,2% í byrjun árs 2017 og aftur um 10% í byrjun árs 2018. Samanlögð lækkun OR á gjaldskrá á þriggja og hálfs árs tímabili hafi því verið 13,1%. „Í framhaldi af úrskurði samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins, sem féll um miðjan síðasta mánuð, hefur Orku- veita Reykjavíkur ítrekað óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneyt- inu um hvað leggja skuli til grund- vallar við álagningu vatnsgjalds. Í lögum um vatnsveitur sveitarfé- laga er sagt að nánar skuli kveðið á um þetta atriði í reglugerð. Slík reglugerð hefur ekki verið sett og hefur OR vísað til leiðbeiningar- skyldu stjórnvalda í erindum sín- um til ráðuneytisins.“ mm Vinna við uppsteypu tíu hæða íbúðablokkar á Stillholti 21 á Akra- nesi gengur vel. Það er Skagatorg ehf. sem byggir á lóðinni 37 íbúða blokk, sambærilega þeirri sem fyr- irtækið byggði einnig á næstu lóð við hliðina, Stillholti 19, fyrir um þrettán árum síðan. Jarðvegsfram- kvæmdir hófust í september 2017 en í apríl á síðasta ári voru reknir niður 115 staurar niður á klöpp til að tryggja undirstöður fyrir bygg- inguna. mm Fyrsti þáttur Skagahraðlestarinn- ar var gerður aðgengilegur síðast- liðinn föstudag, daginn fyrir fyrsta heimaleik ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Skagahraðlest- in er hlaðvarpsþáttur, en að honum standa félagarnir Björn Þór Björns- son og Snorri Kristleifsson. Björn gegnir hlutverki umsjónarmanns en öll tæknimál eru í höndum Snorra. Stefna þeir að því að taka upp þátt fyrir hvern einasta heimaleik kar- laliðs ÍA í sumar þar sem þeir fá til sín góða gesti. Fyrsti þáttur bar yfirskriftina Kynslóðalið og gestir hans voru þau Benedikt Valtýsson, Daníel Þór Heimisson og Margrét Ákadóttir. Þar var farið stuttlega yfir komandi sumar áður en gestirnir völdu lið sinnar kynslóðar, draumalið leik- manna sem þeir hafa séð spila í gulu treyjunni. Næsta þætti Skaga- hraðlestarinnar verður hlaðið upp laugardaginn 15. maí, sama dag og ÍA tekur á móti FH á Akranesvelli. Hlusta má á þættina á Spotify. kgk Snæfellsjökull hefur rýrnað mik- ið síðustu áratugi vegna hlýnandi loftslags og talið er að hann verði að mestu horfinn um árið 2050, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Flatarmál hans er nú inn- an við 10 ferkílómetrar, en var um það bil 22 ferkílómetrar árið 1910. „Jökullinn er að jafnaði aðeins um 30 metra þykkur og er talið líklegt að hann verði að mestu horfinn um miðja þessa öld,“ segir á vef Veður- stofunnar. Vetrarafkoma jökulsins var mæld í fyrsta sinn á annan dag páska, 22. apríl síðastliðinn. Þá fóru sjö manns á jökulinn á vegum Veður- stofunnar, Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls og ferðaþjónustufyrirtæk- isins Summit Guides. Snjókjarni var boraður í um 1350 metra hæð, sunnan við Miðþúfu. Kjarninn var vigtaður, eðlisþyngd hans ákvörðuð og lagskipting skráð. Hiti snævar- ans var einnig mældur og reyndist vera innan við tveggja stiga frost í öllu vetrarlagi jökulsins. Önnur hola var boruð í um þúsund metra hæð í norðurhlíðum jökulsins. Þar reyndist vetrarlagið vera rúmlega fjögurra metra þykkt og vatnsgild- ið 2250 mm. Þar liggja oft skafl- ar sumarlangt og borað var í eldra hjarn niður á sjö metra dýpi. Þorsteinn Þorsteinsson, sér- fræðingur í jöklarannsóknum hjá Veðurstofunni, hefur mælt afkomu fjölda jökla og var einn leiðang- ursmanna á Snæfellsjökli. Hann segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Niðurstöður þessara mæl- inga koma okkur svo sem ekkert á óvart, en vissulega höfum við ekki samanburð úr öðrum mælingum á jöklinum þar sem þetta er sú fyrsta. Það væri hins vegar full ástæða til að reyna að fjármagna reglulegar afkomumælingar á Snæfellsjökli, til að auka enn þekkingu okkar á viðbrögðum íslensku jöklanna við loftslagsbreytingum og ekki síður vegna þess að jökullinn hefur öðl- ast frægð í máli og myndum,“ segir Þorsteinn. kgk/ Ljósm. úr safni. Gjaldskrár vatnsveitna teknar til skoðunar Snæfellsjökull líklega horfinn um miðja öldina Önnur Stillholtsblokkin er óðum að rísa Viðmælendur fyrsta þáttar Skagahraðlestarinnar voru f.v. Daníel Þór Heimisson, Benedikt Valtýsson og Margrét Ákadóttir. Ljósm. Skagahraðlestin. Skagahraðlestin í loftið Gísli Sigurjón Þráinsson er nýr for- maður Björgunarfélags Akraness. Ljósm. úr safni/ eo. Formannsskipti hjá Björgunarfélagi Akraness

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.