Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Side 13

Skessuhorn - 01.05.2019, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 13 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur S K E S S U H O R N 2 01 9 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2019-2020 Kennarar í Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru: Íslenska Samfélagsfræði Erlend tunugmál Val Umsjónarkennsla á yngsta stigi, meðal kennslugreina eru: Stærðfræði Íslenska Náttúrufræði Samfélagsfræði Enska Mikilvægt er að umsækjendur búi að: Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsóknarfrestur er til 1.maí 2019 Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið keli@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Þorkell aðstoðarskólastjóri í síma 4304757. Nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból Framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból eru nú í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Óskar Borgarbyggð eftir tilboðum vegna byggingaframkvæmda við Grunnskólann á Kleppjárnsreykj- um. Um er að ræða nýbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum um 540 m2 að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans og grunnskólans. Mun húsnæði leikskólans verða hluti af húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar-Kleppjárnsreykjum og gefur það möguleika á öflugu samstarfi þessara skóla sem hafa marga sameignlega fleti í starfi sínu. Sjá nánari upplýsingar á útboðsvef Ríkiskaupa ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is S K E S S U H O R N 2 01 9 Sunnudaginn 12. maí næstkom- andi verða haldnir tveir sögu- tengdir viðburðir í Dölum. Sögu- skilti verður afhjúpað við afleggjar- ann að Hjarðarholti í Laxárdal og síðan verður Sturlufélag stofnað. Fyrst verður afhjúpað söguskilti við afleggjarann að Hjarðarholti. Er það fyrsta skiltið af fjórum sögu- skiltum á Gullna söguhringnum svokallaða. Mjólkursamsalan kost- ar gerð skiltanna, sem útbúin hafa verið í samvinnu við Hvítahúsið og Sturlunefnd, en Vegagerðin annast uppsetningu þeirra. Guðrún Nor- dal, forstöðumaður Árnastofnun- ar, mun afhjúpa skiltið og njóta til þess fulltingis nemenda úr Auðar- skóla. „Á skiltinu við Hjarðarholt verður mynd af þeim fóstbræðr- um Bolla og Kjartani og af Guð- rúnu sem þeir hugsuðu svo einlægt um ungir menn og heimsóttu að Laugum í Sælingsdal,“ segir á vef Dalabyggðar. Næsta skilti verður við afleggjarann út á Fellsströnd, þar sem Auður djúpúðga verður aðalpersónan. Ingólfur Örn Björg- vinsson teiknaði aðalmyndirnar á skiltunum þar sem Guðrún Ósvíf- ursdóttir, Auður djúpúðga, Eiríkur rauði og Sturla Þórðarson eru í að- alhlutverki. Að afhjúpun lokinni verður mót- taka í Dalabúð á vegum Mjólkur- samsölunnar og Dalabyggðar. Þar munu Ari Edwald, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar og Kristján Sturlu- son sveitarstjóri bjóða gesti vel- komna og nemendur úr Auðar- skóla taka lagið. Að móttöku lokinni verður Sturlufélagið stofnað með form- legum hætti. Með stofnun þess er ætlunin að heiðra og halda á lofti minningu Sturlu Þórðarson- ar, sagnaritara, lögsögumanns og skálds sem lengi bjó á Staðarhóli í Saurbæ. Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, ræð- ir um ritstofur við þetta tilefni og Guðrún Norðdal flytur erindi um Sturlu Þórðarson. kgk Íslandsmóti unglingaliða í keilu lauk laugardaginn 27. apríl þeg- ar fjögur lið léku til úrslita. Niður- staða mótsins varð sú að ÍA-1 stóð uppi sem sigurvegari. Liðið var skipað þeim Hlyni Atlasyni, Jónasi Hreini Sigurvinssyni og Matthíasi Leó Sigurðssyni. Skagapiltar lögðu KFR-1 með tveimur vinningum gegn einum í æsispennandi viðureign í un- danúrslitum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaramma leiksins. Í úrslitaviðureigninni lögðu þeir síðan ÍR-1 með tveimur vinning- um gegn einum og fögnuðu því Ís- landsmeistaratitlinum. kgk Nýkrýndir Íslandsmeistarar unglingaliða í keilu. Ljósm. KLÍ. Skagapiltar Íslands- meistarar unglingaliða Frá Hjarðarholti í Dölum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safn. Söguviðburðir framundan í Dölum Afhjúpun söguskiltis og stofnun Sturlufélags

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.