Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 01.05.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201914 Síðastliðinn miðvikudag var Gesta- stofa fyrir friðland fugla í Anda- kíl opnuð í gömlu fjóshlöðunni við Landbúnaðarsafn Íslands á Hvann- eyri. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofunnar, en drög að næstu áföngum verkefnisins voru lögð með ráðningu Brynju Davíðs- dóttur sem sinna mun ráðgjöf við næstu skref við uppbyggingu gesta- stofunnar. Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra opn- aði sýninguna formlega og stað- festi um leið með undirskrift sinni verndaráætlun fyrir Ramsarsvæðið Andakíl. Gestum var boðið að vera viðstaddir viðburðinn og þekktust margir það boð. Að endingu var gestum boðið í kaffi og meðlæti í Skemmunni á Hvanneyri. Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands sagði í ávarpi sínu við þetta tilefni að langþráðum áfanga væri náð með þessum fyrsta áfanga gestastofunn- ar. „En þetta er kannski ekki hefð- bundið húsnæði fyrir gestastofu,“ sagði hún og rifjaði upp að það hafi verið hugmynd Ragnars Franks Kristjánssonar að finna starfsemi gestastofu stað í hlöðunni. „Flest- ir hafa þá ímynd að gestastofur séu bjartar og hlýjar,“ sagði hún. „En fyrir mig er þetta ákveðinn sjarmi að hafa gestastofuna í þessu rými sem á einmitt þessa sögulegu teng- ingu við nýtingu landsins í kring. Hér var vetrarforðinn af þessum miklu engjum hér fyrir neðan og síðar túnunum úti á mýrunum til suðausturs varðveittur, þannig að kýr skólans gætu lifað veturinn af. Og það er líka góð tenging að í ár eru 130 ár frá því að búnaðar- fræðsla hófst hér á Hvanneyri og því er ágætt að geta komið formi utan um næsta þrep í fræðslustarf- semi hér á stað.“ Samnýting verð- ur með móttöku Landbúnaðarsafns og nýju gestastofunni, Ullarselið er með sína flottu vöru í mjaltabásn- um, auk þess sem samnýttar verða snyrtingar, bílastæði og annað sem fylgir starfsemi sem þessari. Ragnhildur Helga sagði það hafa verið mikinn happafeng fyrir svæð- ið að bresku fuglafræðingarnir Rac- hel Stroud og Niall Tierney stund- uðu árið 2017 ítarlegar rannsóknir á fuglalífinu í Andakíl. Dvöldu þau í níu mánuði á svæðinu, töldu fugla og greindu svæðið með tilliti til bú- skapar fugla og ekki síst viðkomu blesgæsarinnar. Þau hafa unnið sem fuglafræðingar í heimalöndum sínum Bretlandi og Írlandi og hafa lagt undirbúningi gestastofu frið- landsins í Andakíl mikið lið. Sömdu þau m.a. efni sem nú þegar er að- gengilegt á veggspjöldum í hlöð- unni. Hönnun veggspjaldanna var í höndum Rósu Bjarkar Jónsdóttur en fuglamyndir hafa tekið heima- maðurinn Sigurjón Einarsson og Alex Máni frá Stokkseyri. Rósa Björk hefur einnig hannað og gert myndir af fuglum á flugi. Þau verk eru skorin út í krossvið og verða látin hanga úr lofti hlöðunnar. Fram kom í máli Ragnhildar að Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur styrkt stofnun gestastofunnar auk Borgarbyggðar og Skorradals- hrepps og umhverfis- og auðlindar- áðuneytisins. mm Fuglafræðingarnir Niall Tierny og Rachel Stroud eiga drjúgan þátt í því efni sem nú þegar er til og varpað er upp á spjöld í nýju gestastofunni. Ljósm. úr safni/ kgk. Gestastofa fyrir friðland fugla opnuð á Hvanneyri Fuglafræðingur að störfum. Þessari mynd smellti Rachel Stroud af Niall Tierney við vettvangsrannsóknir á háflóði í minni Borgarfjarðar haustið 2017 þegar þau voru í Andakíl við rannsóknir og skráningu fugla. Ragnhildur Helga ávarpar hér gesti við opnun Gestastofunnar. Umhverfisráðherra og fulltrúar Umhverfisstofnunar undirrituðu verndaráætlun fyrir Ramsarsvæðið Andakíl. F.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi og Sigrún Ágústsdóttir. Veggspjöld sem Rósa Björk hannaði, en efni á þeim sömdu fuglafræðingarnir Ra- chel Stroud og Niall Tierney, myndskreytt með ljósmyndum Sigurjóns Einarssonar og Alex Mána. Ragnhildur Helga afhenti Rósu Björk blómvönd fyrir hennar þátt í verkefninu. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður byggðarráðs Borgarbyggðar ávarpaði ges- ti og færði Ragnhildi Helgu blóm sem þakklætisvott fyrir hennar frumkvöðlastarf við undirbúning að opnun gestastofunnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.