Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Side 16

Skessuhorn - 01.05.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201916 Í veðurblíðunni á sumardaginn fyrsta renndi blaðamaður í hlað á Geitfjársetrinu á Háafelli í Hvítár- síðu. Töluvert rennerí var af gest- um og framan við gömlu útihúsin spókuðu geitur sig með nokkurra daga kiðlinga. Þrátt fyrir að enn væri vika eftir af aprílmánuði var græna grasið sprottið til gagns og nutu geiturnar þess að kroppa það. Fáar ef nokkrar skepnur eru jafn heillandi og kiðlingar sem ásamt spökum mæðrum sínum þiggja með þökkum klapp frá gestum. Háafells- geitur eru sumar hverjar svo mann- elskar að þær ætla bókstaflega inn í linsuna þegar þær eru myndaðar. Hafa ekkert á móti óskertri athygl- inni og frekar að þær sýni takta ef þær fá enga athygli. Jóhanna Berg- mann Þorvaldsdóttir geitabóndi og fjölskylda hennar hefur með mikilli þrautseigju átt sinn þátt í að geita- stofninum hér á landi var bjarg- að frá bráðri útrýmingarhættu. Nú hefur heldur fjölgað í stofni ís- lensku geitanna þó ennþá sé langt í land með að það markmið náist að koma honum af válista yfir skepn- ur í útrýmingarhættu. Í viðtalinu er rætt vítt og breitt um búskapinn. Einhverju sinni var sagt; „basl er búskapur,“ og má mögulega heim- færa það á hugsjónastarf Jóhönnu. En nú er bjartari tíð framundan. Næsta kynslóð að koma inn í búskapinn Tímamót hafa orðið í rekstri geit- fjársetursins á Háafelli. Dóttir og tengdasonur Jóhönnu og Þorbjarn- ar Oddssonar bónda hafa flutt heim og taka nú virkan þátt í búrekstr- inum, þau Elsa Þorbjarnardóttir og Guðmundur Freyr Kristbergsson, sem búa í litlu húsi úti í garði ásamt þremur barna sinna. Ekki veitir af fleiri höndum til að létta undir í búskapnum og vaxandi ferðaþjón- ustu. Jóhanna upplýsir blaðamann að 205 fullorðnar geitur séu nú á búinu og er von á um 200 kiðling- um í vor. Það er því í mörg horn að líta því auk almennrar umhirðu við geiturnar taka þau á móti þús- undum ferðamanna á hverju ári. Á síðasta ári skráðu sig 7128 gestir í gestabókina en árið áður voru þeir 5980. Von er á að áfram muni þeim fjölga enda er sífellt að spyrjast út sú upplifun sem heimsókn á geit- fjársetrið er. Þannig hefur búið ver- ið að fá afar jákvæða dóma í ferða- tímaritum að undanförnu og er í hópi þeirra íslensku ferðaþjónustu fyrirtækja sem flokkast undir „must see“ staði. Meðal annars þriðji eft- irsóknarverðasti staðurinn á Vestur- landi á eftir Snæfellsjökli og Djúpa- lónssandi hjá tímariti sem nýverið kom út. Stóð tæpt Geitastofninn í landinu þarf að ná 5000 kvendýrum til að komast af hinum alræmda válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Árið 1962 stóð tæpt með stofninn. Þá voru innan við 100 geitur eftir af þessum stofni sem hér hefur lifað allt frá landnámi og þar af einungis ein kollótt huðna. Stofninn var og er hugsanlega enn einn minnsti einangraði geitastofn í heimi. Nú er eigendum íslenskra geita blessunarlega aftur tekið að fjölga, eru um hundrað. Fjöldi vetr- arfóðraðra geita í fyrra var kominn í 1300. Jóhanna eignaðist fyrst geit- ur árið 1989 en þá voru 300 geitur í landinu hjá 40 bændum. Þess má geta að kollóttar og hyrndar geit- ur verður að rækta saman þar sem kollóttir hafrar eru nær alltaf ófrjó- ir en séu þeir hnýflóttir gefa þeir kollótt afkvæmi. Sá stofn sem rækt- aður var út frá þessari einu kollóttu geit 1963 var nefndur Þerneyjar- stofn og voru þau dýr gefin í Hús- dýragarð Reykjavíkur þegar hann var opnaður. 1996 var skipt um stofn þar og þessar geitur gefnar að Sólheimum í Grímsnesi þar sem þær voru til 1999 en þá var búið að panta slátrun fyrir öll dýrin. „Fyrir tilstilli Sigurðar Sigurðarsonar yf- irdýralæknis smitsjúkdóma fengust fjögur yngstu dýrin flutt hingað að Háafelli; þrjár huðnur og einn haf- ur. Einungis tvö þeirra báru brúna litinn. Þessu fylgdi sú kvöð að við máttum ekki selja lífdýr frá búinu næstu tíu árin. Um sama leiti hætt- um við með kýrnar hér á Háafelli og smám saman tók geitfjárræktin yfir hér á bæ,“ segir Jóhanna. Stóð tæpt Reksturinn hefur verið strembinn en þau ánægjulegu umskipti urðu í fyrra að hann náði jafnvægi. Jó- hanna dregur engan dul á að þetta hafi verið brekka allt frá upphafi, en á þessu ári eru 30 ár síðan fyrsta geitin kom á bæinn. „Það hefur vissulega gengið á ýmsu í þessum búskap og stundum verið hálfgert rugl,“ viðurkennir hún. „Árið 2009 þegar einangrun á geitunum okkar tók enda tók síst betra við. Þá hækkuðu lán í bank- anum eins og hjá flestum Íslend- ingum sem skulduðu. Lítil innkoma hafði verið árin á undan, almennur búskapur á undanhaldi og bóndinn komin í byggingavinnu. Frúin seldi auk þess snyrtivörur á heimakynn- ingum á kvöldin og börnin orð- in sex. Þá reyndist erfitt að standa við kröfur Arion banka og svo fór að 2014 átti að taka jörðina upp í skuld frekar en að lengja í lánum,“ segir Jóhanna. En hjálp barst úr óvæntri átt: „Þá tók góð vinkona frá Bandaríkjunum, Jody Edie, sig til og hratt af stað heimssöfnun á net- inu í gegnum Indiegogo og gekk sú söfnun það vel að við gátum endur- samið við bankann og haldið áfram hugsjón húsfreyjunnar við að koma á fót geitabúskap. Í ár eru því þrír áratugir frá því að fyrstu þrjár geit- urnar komu hingað frá Rauðkolls- stöðum í Eyjahreppi.“ Jóhanna segir að svona hugsjóna- starf sé sjaldnast byggt á skynsemi eða fyrirhyggju. „En núna þeg- ar loks er að komast á fjárhagslegt jafnvægi þá er ég ákaflega þakk- lát fyrir að vel fór og er auk þess bjartsýn á framhaldið. En án þol- inmæði bónda míns og barna hefði þetta aldrei verið möguleiki. Þó svo að flestir ráðherrar landbúnaðar á þessum árum hafi verið heimsótt- ir til að tala fyrir málefnum geit- anna, var misjafnlega mikill árang- ur af þeim ferðum. Ég fékk allt frá klappi á bakið og til smá styrkja í eitt og eitt skipti. Jón Bjarnason var eini ráðherrann sem taldi ástæðu til að koma og sjá hvað við værum að gera og hann vildi gera samning til þriggja ára. En þar sem sá samn- ingur hafði ekki verið undirritaður þegar hann lét af enbætti þá varð ekki úr því nema til eins árs.“ Persónuleg þjónusta Jóhanna segir að eftir hrun hafi far- ið að aukast að fólk kæmi í hlaðið til að fá að skoða geiturnar. „Þetta var orðið svo algengt að við sáum að annaðhvort yrði að setja hengilás á hliðið eða gera þetta að atvinnu. Síðustu átta árin hefur ferðaþjón- ustan ár frá ári orðið sífellt stærri hluti af okkar atvinnu. Enn eru ís- lenskar fjölskyldur í meirihluta en erlendum gestum fjölgar ár frá ári. Við sækjumst ekki eftir stórum hópum en erum í góðu samstarfi við minni ferðaskrifstofur. Við selj- um afurðir staðarins hér í lítilli verslun á staðnum og einnig í gegn- um REKO sölukerfi sem er ný leið smáframleiðenda til að selja afurðir milliliðalaust til neytenda.“ Bjartari tímar framundan í geitfjárrækt á Íslandi: Fleiri gestir og fjölbreyttari geitaafurðir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, með sprækan kiðling. Við afgreiðslu í versluninni á Háafelli. Kollótti hluti landnámsgeitarinnar var í bráðri útrýmingarhættu þegar Jóhanna fékk huðnur af þeim stofni á bú sitt árið 1999. Nú er fjöldi afkomenda þeirra til og meðal annars hún Frökk sem hér gætir kiðlingsins síns. Þessi kiðlingur slakaði á og kúrði á bakinu á móður sinni Gjósku.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.