Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Side 20

Skessuhorn - 01.05.2019, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201920 Í nýlegri könnun Maskínu var af- staða almennings könnuð til starfa ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Könn- unin var gerð dagana 15.-27. mars og byggir á svörum 848 þátttakenda á öllum aldri. Fleiri Íslendingar eru ánægðir en óánægðir með frammi- stöðu fimm af ellefu ráðherrum rík- isstjórnarinnar. Þeir ráðherrar eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Flestir lýsa ánægju með frammi- stöðu Lilju Daggar Alferðsdóttur (67,6%) og fæstir eru ánægðir með frammistöðu Sigríðar Á. Andersen (13,8%), en Sigríður steig til hlið- ar stuttu áður en könnunin var lögð fyrir. Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar nú en í lok árs 2018. Meiri ánægja er með störf allra ráðherranna nú, aðutan- skilinni Sigríði Á. Andersen. Mesta aukning ánægju er með mennta- og menningarmálaráðherra þótt fólk hafi verið ánægðast með Lilju Dögg í lok árs 2018. mm Fyrir sautján árum hófst góðgerða- verkefnið Team Rynkeby þegar nokkrir starfsmenn danska safa- framleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Fengu þeir styrki til ferð- arinnar og rann ágóði af söfnun þeirra til krabbameinsdeildar barna á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Upp frá því hefur þessi 1300 kílómetra hjólreiðaferð vaxið og dafnað að umfangi og þátttökulið bæst við frá fleiri löndum. Nú eru lið frá öll- um Norðurlöndunum auk Þýska- lands sem æfa af kappi og hjóla flest frá sínum heimabæ til Parísar. Öll hjóla þau til styrktar börnum með alvarlega sjúkdóma. Íslenska liðið samanstendur af 38 hjólurum og 8 aðstoðarmönnum. Íslendingar tóku fyrst þátt árið 2017 og í ár æfa 38 liðsmenn víðs vegar af landinu af kappi fyrir þátttöku í Team Ryn- keby verkefninu, samhliða því að safna styrkjum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Auk hjólaranna eru átta manns í að- stoðarliði, sem hefur umsjón með fæði, viðgerðum, akstri á bílum og fleiru. Í liðinu í ár eru 15 Skaga- menn, þar af ellefu hjólarar (fimm brottfluttir) og fjórir í aðstoðarliði. Team Rynkeby Ísland er orðinn einn helsti styrktaraðili SKB. Árið 2017 söfnuðust rúmar 9,5 millj- ónir króna og árið 2018 um 16,6 milljónir, alls rúmlega 26 milljónir króna. Skessuhorn ræddi við Svan- borgu Þórdísi Frostadóttur sem tekur nú í fyrsta skipti þátt í undir- búningi fyrir hjólaferðina sem hefst í Kolding 29. júní í sumar og lýk- ur 6. júlí þegar 2.600 þátttakendur frá 54 liðum hittast um hádegisbil í almenningsgarðinum Prairie du Cercle Sud í París. Langt og strangt æfingaferli Til að komast í liðið þarf að senda inn formlega umsókn. Í septem- ber ár hvert er nýtt lið valið. „Ferð- in sjálf er ekki keppni, en allir liðs- menn hjóla alla vegalengdina,“ seg- ir Svanborg í samtali við Skessu- horn. Haldnar eru bæði formlegar æfingar og skylduæfingar sem hver og einn þátttakandi ábyrgist að taka þátt í. Hópurinn sem æfir fyr- ir ferðina er mjög þéttur og góður vinskapur myndast innan hans, að sögn Svanborgar. Yfir vetrarmán- uðina æfir hópurinn saman innan- dyra en fer svo að æfa úti um leið og hægt er á vormánuðum. Síðastlið- inn laugardag fór fram ein af skyldu- æfingum liðsins þar sem hjólað var frá Akranesi og inn að Fossá í Hval- firði og aftur til Akraness. „Þátttak- endur greiða allan sinn kostnað sjálfir og hjóla á eins hjólum sem eru sérframleidd fyrir Team Ryn- keby. Mælst er til þess að allir liðs- menn hafi lokið við að hjóla 2.500 km á hjólinu áður en lagt er af stað í ferðina í lok júní. Því eru sam- eiginlegar æfingar nauðsynlegar í aðdraganda sjálfrar ferðarinnar.“ Kliður líkt og í baðstof- unum forðum Svanborg segir að fyrir sig pers- ónulega hafi þátttaka í Team Ryn- keby verið stór áskorun. Ófeig- ur Gestsson, eiginmaður hennar, hafði síðustu tvö árin glímt við al- varleg hjartveikindi en hann lést 2. apríl síðastliðinn. Því var ákvörðun hjónanna um þátttöku Svanborg- ar áskorun á sínum tíma með til- liti til veikinda hans. Það hafi hins vegar verið vilji Ófeigs að eigin- konan héldi sínu striki hvernig sem færi. „Fyrst í stað stóð þetta dálít- ið í okkur á síðasta ári að ég myndi undirbúa þátttöku fyrir þessa stóru hjólaferð sem krefst mikils undir- búnings. En fljótlega sáum við að það gerði okkur báðum gott and- lega. Ég keypti mér svokallaðan hjóla-trainer sem ég hafði í fyrstu úti í bílskúr. Eftir að ég færði hann inn í stofu gátum við veitt hvoru öðru félagsskap, ég hjólaði og hann gluggaði í blöð og bækur. Ófeig- ur heitinn hafði það á orði að þetta hefði skapað notalega baðstofus- temningu. Hljóðið í æfingahjólinu hefði ekki verið ósvipað kliðnum sem heyrðist í rokkunum í baðstof- um landsmanna á árum áður. Nú eftir fráfall Ófeigs ætla ég að hjóla honum til heiðurs og er reyndar fullviss um að hann fylgir mér og vakir yfir,“ segir Svanborg. Hægt að styðja söfnunina Félagar í Team Rynkeby standa sjálfir straum af öllum kostnaði sem til fellur við æfingar, búnað, ferðalög og þátttöku í hjólaferð- inni sjálfri. „Hver einasta króna sem safnast í áheit og með styrkj- um fyrirtækja og einstaklinga renn- ur óskipt til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna á Íslandi,“ segir Svanborg og bætir við að styrktar- aðilar geti valið um fjögur styrkt- arform, allt eftir getu og fjárhag. Á síðunni www.facebook.com/ teamrynkebyisland má finna nán- ari upplýsingar um það hvern- ig má leggja söfnuninni lið. Einn- ig má þess geta að laugardaginn 4. maí nk. mun Team Rynkeby Ísland standa fyrir fjáröflunarkvöldverði á Mathúsi Garðabæjar þar sem allur ágóði rennur óskiptur til SKB. mm Niðurstaða könnunar Maskínu á trausti til ráðherra. Mest ánægja með störf Lilju Alfreðsdóttur á ráðherrastóli Í störfum sínum hefur Lilja D Alfreðsdóttir lagt mikla áherslu á verndun íslenskrar tungu. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Æfa af kappi fyrir Team Rynkeby í sumar Hópur Íslendinga í Team Rynkeby 2018. Sex hjólagarpar af Akranesi eru í hópi 38 Íslendinga sem taka þátt í ferðinni í sumar. Hér er hópurinn að leggja af stað inn að Fossá í Hvalfirði á laugardaginn. Talið frá vinstri; Svanborg, Lilja, Guðrún, Guðmundur, Dóra, og Gísli.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.