Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Page 20

Skessuhorn - 06.02.2019, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201920 Hefðbundið skólastarf í Grunda- skóla á Akranesi var brotið upp í síðustu viku. Áttu bæði nemendur og starfsfólk skólans samstarf þvert á skólastig og hefðbundnar bekkj- ardeildir urðu hluti af sögusviði Disney ævintýrsins um Fríðu og Dýrið, þar sem allir eru jafnir. Æv- intýrið samdi upphaflega franski átjándu aldar rithöfundurinn Jean Marie Le Prins de Beau Mont en Disney fyrirækið tók söguna og bjó úr hið þekkta ævintýri sem margir þekkja. Þannig var t.d. ein álma skólans þar sem íbúð Fríðu var og innaf henni var hesthúsið. Í annarri álmu var skógur og hall- argarður og í þeirri þriðju krá og speglabúð ásamt bakaríi. Skólinn allur var þannig sannkallaður æv- intýraheimur og gaman að flakka um bygginguna þar sem líf og fjör var í hverju horni. Markmið þess- ara daga var að blanda saman öll- um árgöngum í vinnuhópa þannig að í hverjum hópi yrðu nemendur úr öllum árgöngum skólans. Fjöl- breytt vinna átti sér stað þar sem unnið var út frá boðskap sem sag- an segir. Boðskapurinn er meðal annars sá að fjölskyldan skipti öllu máli, en ekki útlit eða aðrir veiga- minni þættir. Þegar upp er stað- ið var árangur verkefnisins að efla félagsandann og auka samkennd. Eitt af því sem allir nemendur tóku þátt í var dansnám en þema- vikunni lauk með stórri hátíð á fimmtudeginum þar sem meðal annars var stiginn dans og hægt var að flakka á milli ævintýra- heima. Gunnhildur Björnsdóttir kennari sagði í samtali við Skessu- horn að þema þetta hefði ver- ið í undirbúningi frá áramótum. Deildir skólans hefðu byrjað á því að kynna sér söguna um Fríðu og Dýrið og hefði engir af 650 nem- endum skólans né starfsfólks verið þar undanskildir. Verkefnum var dreift á milli deilda og milli starfs- manna um allan skólann. Eldri og yngri deildir voru duglegar að vinna saman og allir voru jákvæðir. Ein nefnd fór t.d. fyrir verkefninu sem skipulagði svo skemmtunina sjálfa sem var ball og brúðkaup. Æfa þurfti dansspor fyrir skemmt- unina og mátti sjá að sú kennsla hafði tekist vel. Svo sá einn hóp- ur um matreiðslu og bakaði kökur fyrir alla og svo framvegis. Gunn- hildur sagði að gleði, jákvæðni og samvinna hafi verið einstök við verkefnið sem endurspeglaðist í að ánægjan skein úr augum allra við að sjá afraksturinn á fimmtudag- inn. Í hádeginu sama dag var foreldr- um barna boðið að koma að sjá af- raksturinn og ganga á milli deilda. Á föstudag var loks öllum elstu deildum á leikskólum á Akranesi boðið í heimsókn. ivb Efla samkennd og auka samvinnu Boðskapurinn um Fríðu og Dýrið var sögusvið í Grundaskóla í liðinni viku Borðstofan í höllinni var sannarlega glæsileg.Dansað saman í stóra salnum. Dansað saman. Skógurinn. Afrakstur danskennslunnar í salnum. Inni í íbúðinni hennar Fríðu. Hér er Fríða gulklædd ásamt húsgögnum í kastalanum sem lifna við í ævintýrinu. Þessi voru að koma vatninu fyrir í brunninum. Fríða ásamt Loga. Bakaríið í bænum. Hér er Dýrið ásamt Fríðu ungri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.