Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 20192 Mjög margt er um að vera í lands- hlutanum um næstu helgi og Vestlendingar ættu ekki að þurfa að sitja auðum höndum frekar en þeir vilja. Nánar um það í Skessu- horni vikunnar. Hægviðri er í kortunum fram yfir helgi. Dálítil væta fyrir norðan og austan á morgun og föstudag en víða skýjað annars staðar og skúr- ir fyrir suðaustan. Stöku síðdegis- skúrir á föstudag. Hiti á bilinu 5 til 15 stig en hlýnar á laugardag. Þá verður skýjað með köflum en spáir bjartara veðri á sunnudag og mánudag og 10 til 18 stiga hita um land allt. „Hversu sterka sólarvörn notar þú?“ var spurningin sem borin var upp á vef Skessuhorns í síðs- ustu viku. Flestir, eða 36%, segjast einfaldlega ekki nota sólarvörn. Næstflestir, 28%, nota sólarvörn með styrkleika á bilinu 21-30. 12% sögðu „11-21“, 7% „31-40“, 4% „2-10“ og 3% „sterkari en 50“. Í næstu viku er spurt: Hvaða matur er bestur á grillið? Ábúendur á Snorrastöðum í Kol- beinsstaðahreppi hafa í vetur unnið hörðum höndum að bygg- ingu glæsilegs nýs fjóss sem mun gerbylta allri aðstöðu á bænum, bæði fyrir menn og dýr. Þeir eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Miklar annir í sjúkraflutningum VESTURLAND: Talsverð- ar annir voru í sjúkraflutning- um hjá Heilbrigðisstofnun- un Vesturlands um liðna helgi. Að sögn Gísla Björnssonar yfir- manns sjúkraflutninga hjá HVE átti það við allar starfsstöðvar, en alls voru útköllin 50 talsins. Flest þeirra voru þau 20 á Akranesi en 19 í Borgarnesi. „Útköllin voru fjölbreytt; umferðarslys, vélhjóla- slys, fólk að slasa sig í fjallgöng- um og veikindi. Þegar álagið var mest þurftu sjúkraflutningamenn að koma frá nærliggjandi starfs- stöðvum sjúkraflutninga til að- stoðar,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. -mm Hafnaði lögbanns- kröfu SVFK REYKH.D: Sýslumaðurinn á Vesturlandi hafnaði síðastliðinn miðvikudag lögbannskröfu sem Stangveiðifélag Keflavíkur vildi að gerð yrði á sölu veiðileyfa í Reykjadalsá í Borgarfirði. Það er Veiðifélag Reykjadalsár sem hyggst sjálft selja veiðileyfi í ána í sumar. Skessuhorn fjallaði ítar- lega um málið í frétt blaðsins í síðustu viku. Veiðiréttareigend- ur við Reykjadalsá hyggjast sjálf- ir selja veiðileyfi í ána í sumar á þeirri forsendu að ekki er gild- ur samningur við Stangveiði- félag Keflavíkur um ána. Sýslu- maður staðfesti réttmæti þess og vísar í lögvarinn rétt veiðirétt- areigenda til að gæta hagsmuna sinna. Samkvæmt upplýsingum frá Herði Guðmundssyni geng- ur sala bænda á veiðileyfum í ána prýðilega. nánari upplýsingar á netfanginu: reykjadalsa@hotma- il.com -mm Tveir vilja stýra LMÍ AKRANES: Settur forstjóri Landmælinga Íslands, Eydís Lín- dal Finnbogadóttir og Reynir jónsson, cand.oecon í viðskipta- fræði, sóttu um stöðu embætt- is forstjóra Landmælinga sem auglýst var í vor. Magnús Guð- mundsson gegndi embætti for- stjóra stofnunarinnar frá árinu 1999 til 11. júní í ár, þegar hann tók við embætti framkvæmda- stjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. ruv. is greindi frá í gær. -mm Allir í golf á Hamri BORGARnES: Laugardag- inn 22. júní kl. 10.00-12.00 mun Golfklúbbur Borgarness verða með dagskrá á Hamarsvelli. Þá verða kennarar og aðstoðarfólk á staðnum og leiðbeina í slag- hamri, á æfingasvæði og setja upp æfingar. Gullhamar, 8 holu stutt- ur völlur verður leikinn en dag- skránni lýkur svo með pylsup- artýi klukkan 12. -fréttatilk. Slökkvilið Borgarbyggðar var kall- að út rétt fyrir kl. 15:00 á föstudag vegna elds á svínabúinu að Hýru- mel í Hálsasveit í Borgarfirði. Upp kom eldur í inntaksmannvirki bús- ins, gámi þar sem rafmagn og vara- aflsstöð er staðsett. Gámurinn stendur við enda eins hússins en er ekki sambyggður því. Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn. Mjög greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og slökkvi- starfi lauk um það bil 40 mínútum eftir að útkallið barst. Engan sak- aði, hvorki menn né skepnur. Slá þurfti út öllu rafmagni af búinu og síðan voru allar dyr opn- aðar upp á gátt til að svínin fengju nægt súrefni. Kom sér vel að stíf norðan átt var á staðnum og hægt að láta vindinn blása í gegnum hús- in þegar loftræsingu sló út. Tölu- vert tjón var vegna rafmagnstöfl- unnar sem er ónýt eftir brunann. kgk/ Ljósm. mm. Gestastofa Snæfellsness á Breiða- bliki verður opnuð formlega laug- ardaginn 22. júní næstkomandi. Á sama tíma verður opnuð listsýning- in Umhverfing 3 í félagsheimilinu Breiðabliki. Opnunarhátíðin hefst kl. 12:00 og stendur til 14:00. Boð- Umhverfisstofnun telur líklegt að emdurheimt árfarvegar Hítarár eftir berghlaupið í júlí á síðasta ári muni hafa umtalsverð umhverfisá- hrif. Langan tíma muni taka fyrir lífríki árinnar og árbakka að byggj- ast upp að nýju. RÚV greindi fyrst frá. Eins og greint var frá í Skessu- horni í janúar óskaði Veiðifélag Hít- arár eftir því að fá að grafa í gegn- um skriðuna til að endurheimta uppeldissvæði árinnar sem næst fyrri farvegi hennar. Berghlaupið úr Fagarskógarfjalli, sem var eitt stærsta skriðuhlaup frá landnámi, breytti vatnafari Hítarár töluvert og hrygningarsvæði laxa glataðist. Veiðifélagið vill að mótaður verði nýr farvegur í gegnum skriðuna til að emdurheimta hrygningar- og veiðisvæði í ánni. Uppgreftrinum yrði komið fyrir í bökkum og möl lögð á botninn. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist í haust og gert ráð fyrir að verkið muni taka þrjá til fjóra mánuði. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir að veiðifélagið hafi lagt til tvo valkosti. Í fyrsta lagi að laga nýjan farveg árinnar í Tálma, grafa skurð meðfram skriðunni, leggja nýjan vegslóða meðfram Hítarlóni og Tálma og koma fyrir laxastigum. Hins vegar að opna farveg árinnar með því að grafa gegnum skriðuna og leggja vegslóða meðfram skurð- inum. Veiðifélagið telur að seinni valkosturinn komi til með að valda minna raski á umhverfinu. Töluvert inngrip að mati UST Umhvefisstofnun telur hins veg- ar að síðari valkosturinn sé töluvert stór framkvæmd og muni hafa um- talsverð umhverfisáhrif. Hún kalli á talsvert efnisnám og efnisvinnu við mótun árfarvegarins með tilheyr- andi aðkomu stórra vinnuvéla. Þá telur stofnunin ekki líklegt að end- urgerður árfarvegur myndi líkjast hinum náttúrulega nema að tak- mörkuðu leyti. „Líklegt er að það taki langan tíma fyrir lífríki árinnar og árbakka að byggjast upp á nýju framkvæmdasvæði,“ segir í umsögn UST. Einnig telur stofnunin mik- ilvægt að þriðji valkosturinn verði kannaður, sem felst í því að gera ekki neitt. Umhvefisstofnun vísar einnig til þess að náttúrufræðistofnun Ís- lands hafi metið skriðuna með merk- ari jarðminjum landsins og hún hafi verndar- og fræðslugildi sem slík. Framkvæmdin sé töluvert inngrip í þá náttúrulegu framvindu sem verði eftir berghlaup sem þetta og komi auk þess til með að hafa töluverð neikvæð áhrif á skriðuna. Stofnunin telur enn fremur að markmiðið með framkvæmdinni sé fyrst og fremst að endurheimta tiltekin hlunnindi bújarða við Hítará en ekki almenna gengd laxfiska við Hítarvatn. kgk Vill endurheimt Hítarár í umhverfismat Þessi mynd af skriðunni var tekin í fyrrasumar. Ljósm. sá. Opnunarhátíð Gestastofu Snæfellsness á laugardag ið verður upp á hressingu, mynd- list, tónlist og kynningar. Að opnunarhátíð lokinni býður Svæðisgarðurinn Snæfellsnes gest- um í leiðsögn um nesið þar sem skoðaðir verða snæfellskir áfanga- staðir, nokkurs konar brot af því besta með áherslu á þjónustu, nátt- úru, sögur og myndlist. Athugið að þeir sem vilja vera með í rútu eru beðnir um að hafa samband við Ragnhildi Sigurðardóttur, fram- kvæmdastjóra Svæðisgarðsins, á ragnhildur@snaefellsnes.is fyrir 20. júní. Einnig verður hægt að fylgja hópnum á einkabílum í skoðunar- ferðinni um nesið. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. Horft inn um dyrnar sem næstar voru rafmagnsinntakinu. Opnað var upp á gátt til að grísirnir fengju nægt súrefni. Eldur í rafmagni á svínabúinu Hýrumel Slökkviliðsmenn að störfum á Hýrumel á föstudag. Verið að slökkva í gámnum sem eldurinn kom upp í.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.