Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 15 ESJU BRAU T VIN N U SVÆ ÐI HJÁLEIÐIR UM KALMANSVELLI VEGNA FRAMKVÆMDA VIÐ ESJUBRAUT KALMANSBRAUT KALMANSVELLIR SMIÐJUSVELLIRDALBRAUT BJ ÖR GUNARFÉLAG AKRANESS HJÁLEIÐ HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð HJ ÁL EI Ð SJA M M I S. MATTHÍASSON Framkvæmdir hófust nýlega við Esjubraut og eru áætluð verklok 1. áfanga í lok september 2019. Verktaki á svæðinu er Þróttur ehf., og eru það Akraneskaupstaður og Veitur standa fyrir framkvæmdunum. Vinnusvæði Hjáleiðir Lýsuhólslaug var opnuð síðastlið- inn fimmtudag eftir endurbygg- ingu. Frágangi er nú að mestu lokið en eftir er m.a. að ganga frá girðingunni og lóð. nýja laugin er steypt ásamt heitum pottum og fljótlega verður settur upp kaldur pott- ur. Laugargest- ir hafa eftir opn- un verið ánægðir með vel heppn- aðar breyting- ar og ekki hefur veðrið skemmt upplifun þeirra. Laugin er opin alla daga í sumar frá klukkan 11:00 til 20:30. þa „Langar þig að sjá söguna þín lifna við á leiksviði?“ Þessi spurning var send út til nemenda í 1.-6. bekk grunnskólanna í vetur en þar var á ferðinni keppni á vegum RÚV í samvinnu við Borgarleikshúsið og Leikfélag Akureyrar en leikhúsin munu setja upp verk vinningshafa á næsta leikári. Þessi möguleiki heill- aði Dalastúlkurnar Elnu Rut Har- aldsdóttur og Gróu Margréti Við- arsdóttur sem sendu sameiginlega leikhandrit inn í keppnina og kom- ust þær í sjö manna úrslit. Þótt þær hafi ekki náð vinningssæti þá var það mikil upplifun að komast í úr- slit og fá boð á verðlaunahátíðina sem sýnd var í beinni útsendingu í RUV 2. júní síðastliðinn. Frétta- ritari Skessuhorns hitti stelpurnar og ræddi um verkefnið og hvern- ig það hafi verið að taka þátt í því. Vinkonurnar Gróa og Elna voru að ljúka 5. og 6. bekk í Auðarskóla en það var íslenskukennarinn þeirra sem hvatti þær og nemendahópinn á miðstigi til að taka þátt í sögu- keppninni á RÚV. „Við tvær skrifuðum handrit sem heitir Hellirinn. Sagan fjallar um krakka sem fara í helli en langafi teggja stelpna dó í hellinum. Þeim hafði verið bannað að fara upp í hel- linn en stelpurnar laumuðust þan- gað með vinum sínum. Þar hittu þær draug sem var langafinn. Fyrst voru krakkarnir hræddir en drau- gurinn vildi bara spjalla við krakka- na og var alveg meinlaus. Þetta er saga sem endar vel,” segja vinkonur- nar Gróa og Elna. Sagan er skáld- skapur sem byggir ekki á reynslu stúlknanna heldur segjast þær búa yfir miklu hugmyndaflugi og vildu skálda. En hvernig ætli það sé að taka þátt í svona verkefni? „Kref- jandi,“ svarar Gróa fljót í bragði og Elna bætir við að það hafi líka ver- ið mjög gaman. „Við hvetjum aðra krakka til að taka þátt í svona kep- pni en það tekur samt alveg á,“ se- gir Gróa. „Maður er lengi að þessu og það þarf að klára fyrir skilafrest. Það þurfti að gera 15 blaðsíður en við gerðum 18 síður. Við þurftum að koma með eitthvað nýtt og vera skapandi. Ég myndi ekki mæla með því að krakkar með lítið ímyndu- narafl séu að þessu, það hlýtur að vera erfitt,“ segir Gróa. Gróa og Elna segjast eiga það sameiginlegt að vera með mikið ímyndunarafl og finnst gaman að leika sér með það. „Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum leikrit. Við skrifum ekki oft sögur, bara þegar maður þarf að gera það,“ segir Elna. Það var mikill sigur að vera meðal þeirra sjö atriða sem voru tilnefnd á verðlaunahátíð barna en fjögur atriði komust áfram og verða sýnd á sviði leikhúsanna. „Það var gaman að komast í tilnefningu en það hefði verið skemmtilegra að komast enn lengra. En við komumst langt og það kom okkur mjög á óvart,“ segja stelpurnar ánægðar með sinn áran- gur. Þeim þótti mjög áhugavert að mæta í RÚV og upplifa verðlau- naafhendingu og spennuna þegar úrslitin voru kynnt. „Þetta var góð tilfining,“ segir Elna og Gróa bætir við að þetta hafi verið mikil gleði og stress í bland. En stelpurnar eru sammála um að möguleiga verði þessi árangar til þess að þær fari að skrifa meira og hver veit nema gott sumarfrí gefi þeim margar góðar hugmyndir til að vinna úr þegar sest verður aftur á skólabekk á nýju skólaári í ágúst. sm Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Magnús Guðmunds- son í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús er skipaður frá 11. júní síðastliðinum, en hann hefur verið settur fram- kvæmdastjóri undanfarið ár. Magnús var áður forstjóri Land- mælinga Íslands á Akranesi, frá 1. janúar 1999 og þar til hann tók við núverandi embætti. Hann hfeur ver- ið virkur í alþjóðlegu samstarfi sem forstjóri LMÍ og var m.a. forseti Eurogeographics, samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu, frá 2007 til 2009. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í norrænu samstarfi kortastofnana og samstarfi tengdu norðurskautsráðinu. Meðfram störfum sínum hefur Magnús ver- ið virkur í félagsmálum og var m.a. formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana frá 2009 til 2014 og í stjórn þess félags frá 2017 til 2019. Auk þess er hann formaður Knatt- spyrnufélags ÍA. kgk/ Ljósm. úr safni. Magnús skipaður framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs Gestir ánægðir með nýja Lýsuhólslaug Komust í úrslit í handritakeppni leikhúsa Dalastúlkurnar Elna Rut og Gróa Margrét.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.