Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 17 Sumarlesari vikunnar Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Theodór Smári og er 9 ára. Í hvaða skóla ertu? Grundó. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Krummi króm, mér fannst hún góð vegna þess að hún er fyndin. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Í stofunni, en ég las Heyrðu jónsi: kvíðaskrímsli uppi á Akrafjalli og Heyrðu jónsi: stjarna vikunnar í skógræktinni. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Fyndnar bækur. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? nei. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? nei ég hef tekið þátt síðan ég byrjaði í skóla. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Spila fótbolta og örugglega fara í hjólhýsi með ömmu og afa. Ef að galdrakall myndi geta gefið þér hvaða ofurmátt sem er hvað myndir þú velja? Fljúga, þá gæti ég gert hvað sem er! og að sætta mig við að þetta væri staðan sem ég væri komin í. Við tók mikill lestur, fræðsla og hæg- fara bataferli. Þrátt fyrir þetta langa ferli er ég afar þakklát Snorra Olsen ríkisskattstjóra fyrir að hafa tekið af skarið með að flytja vinnustað okk- ar í nýtt húsnæði. nú er ég loksins byrjuð að vinna að nýju,“ segir Kol- brún Sandra. Miklir hagsmunir Þær Ragnheiður og Kolbrún Sandra bæta við að í sumum tilfell- um hafi veikindi vegna húsmyglu eða raka verið skilgreint sem sjálfs- ofnæmi, vefjagigt eða jafnvel kuln- un í starfi enda skarast mörg ein- kenni þessa sjúkdóms við einkenni „húsasóttar“. Miklir hagsmunir eru í húfi þegar hús skemmast og sýkj- ast vegna rakaskemmda. Miklir fjár- munir þegar hús eru annars vegar og því hefur oft verið reynt að fara í felur með raunverulegt vandamál. Líf og heilsa fólks á þó alltaf að vera í fyrsta sæti. „Ef grunur vakn- ar um myglu eða rakaskemmdir í húsum, á að rannsaka í þaula hvort húsin séu sýkt og ef svo er þá þarf að gera á þeim úrbætur. Alltaf á að leyfa starfsfólkinu og heilsu þess að njóta vafans. Engu að síður er mikil þöggun í gangi í þjóðfélaginu, nán- ast út um allt í kerfinu. Engar tölur eru til dæmis til um hversu marg- ir hafi orðið að hætta í vinnu vegna rakaskemmdra húsa. Það má ekki gleyma því að heilsan er dýrmæt og veikindi kosta,“ segja þær stöllur. „Var orðin lélegt afrit af sjálfri mér“ „Upphaf veikinda minna varð vart strax á fyrsta degi framkvæmda á mínum vinnustað í júní-júlí 2016,“ segir Ragnheiður. „Ég missti rödd- ina um leið og ég mætti til vinnu og varð veik með þessum týpísku ein- kennum daglega í átta mánuði þar til ég fór úr húsnæðinu við Bæjar- háls. Við sem veikjumst erum al- veg gríðarlega ein á báti við slíkar aðstæður. Ég hef í þrjú ár verið að glíma við mín veikindi. Um tíma er ekki hægt að segja að ég hafi átt mér neitt líf. Ég var orðin lélegt af- rit af sjálfri mér. Gat ekki séð um heimilið og var hætt að geta sofið á nóttunni vegna kvíða. Fannst ég vera að svíkja fjölskylduna, vinnuna og sjálfa mig. Það tók mig langan tíma að viðurkenna að ég gæti ekki meir. Þurfti engu að síður að viður- kenna það fyrir sjálfri mér. Vissu- lega var þetta erfitt, enda er manni ekki tamt að gefast upp,“ segir Ragnheiður. Síðasta árið hefur ým- islegt verið reynt til að ná bata, til dæmis bótox sprautur í raddbönd, sterameðferðir auk sjúkra- og tal- þjálfunar. Þrátt fyrir langan tíma er ég bjartsýn á að ná bata og að rödd- in komi aftur,“ segir Ragnheiður. Markmiðið er að fræða og upplýsa Viðmælendur Skessuhorns segja að tilgangur með því að vekja máls á veikindunum og með bréfinu til landlæknis sé ekki að ásaka neinn. „Markmiðið er að geta leitað okk- ur lækninga, náð betri heilsu og þar með lífsgæðum í samstarfi við heil- brigðisyfirvöld. Við köllum sérstak- lega eftir því að tekinn verði upp sérstakur greiningarlykill í heil- brigðiskerfinu svo unnt sé að halda utan um, greina umfang, safna og vinna upplýsingar um heilsu- far sjúklinga sem rekja má til veik- inda vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði,“ segir í bréfinu til land- læknis. Hópurinn kallar eftir auk- inni ráðgjöf og fræðslu um raka- skemmdir í húsum og myglu og hversu alvarlegar afleiðingar þær geta haft á heilsu fólks. Til þess þurfi t.d. heilbrigðisstarfsfólk að- gengilegt efni, fræðslu og mennt- un til að hjálpa sjúklingum að vinna í veikindum sínum. „Okkar reynsla er sú að meðan fákunnátta ríkir um sýkt húsnæði, þá er hvergi rætt op- inberlega um afleiðingarnar, um það sem við erum að glíma við, verandi meira og minna óvinnu- fær. Menn jafnvel gera ekkert í að lagfæra sýkt hús og sumir sjúkling- ar verða fyrir aðkasti, jafnvel sagðir aumingjar. Við verðum náttúrlega að taka því og umfram allt að láta ekki afneitun, sorg, reiði og von- leysispakkann ná yfirhöndinni. Fólk einfaldlega þorir ekki að stíga fram og viðurkenna veikindi sín. Við það bætist að stjórnendur í fyrirtækjum hafa ekki heldur kunnað að taka á þessum málum. Þannig má segja að þekkingarleysi og þöggun séu helst að tefja opna umræðu sem leitt get- ur til úrbóta.“ Að endingu segja viðmælendur Skessuhorns að það hafi hjálpað þeim mikið að koma saman sem hópur og ræða veikindin. Þann- ig geti þau miðlað af reynslu sín á milli og veitt hvert öðru stuðning. Það hjálpi mikið. Mest um vert er þó að auka umræðuna í þjóðfélag- inu um afleiðingar myglu og raka- skemmda í viðhaldslausum og göll- uðum húsum. Einnig verði að bæta eftirlit með byggingum og vanda val á byggingarefnum og frágangi. „Síðast en ekki síst þurfa heilbrigð- isyfirvöld að bæta sinn þátt til að hægt verði að bæta heilsu okkar og allra annarra sem eru að kljást við þennan slæma sjúkdóm,“ segja þær Ragnheiður og Kolbrún Sandra að endingu. Góðar greinar nokkrar gagnlegar greinar hafa verið ritaðar um myglu og afleið- ingar hennar á liðnum árum. Með- al þeirra er grein sem rituð var á vefritið Kjarnann fyrir ári og nefn- ist; „Hollráð húseigandans - Sum- arið er tíminn.“ Greinina ritar Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir fag- stjóri hjá Eflu, en hún hefur sér- hæft sig í ráðgjöf vegna afleiðinga myglu og rakaskemmda í húsum. Í þeirri grein sem vitnað er til gefur hún einnig góð ráð um viðhald og umhirðu húsa til að forðast megi rakaskemmdir og myglu þannig að húsnæði verði sem heilnæmast. Á vef Eflu má jafnframt finna vand- aða grein undir heitinu; „Raka- skemmdir og mygla“. mm SK ES SU H O R N 2 01 9 Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.. Ákveðið var að framlengja athugasemdafrest sem upphaflega átti að vera frá 11. apríl til 24. maí, til 18. júní. Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja athugasemdafrestinn enn frekar, eða fram til 2. júlí. Lýsingin liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu Skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, Búðardal eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 3. júlí 2019.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.