Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 27 Á laugardaginn, 22. júní næstkom- andi, verður brautskráning frá Há- skólanum á Bifröst. Þá munu alls 80 nemendur útskrifast úr grunn- námi og meistaranámi við skól- ann ásamt nemendum Háskóla- gáttar og símenntunar. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bif- röst, mun útskrifa nemendur ásamt sviðstjórum. Tónlistaratriði verða í höndum Karlakórsins Söngbræðra ásamt undirleikurum. Útskriftarathöfnin hefst kl. 13:00 og boðið verður upp á móttöku að athöfn lokinni. kgk Gamall draumur bræðranna Haf- þórs og Sævars Benediktssona hjá BB og sonum í Stykkishólmi varð loksins að veruleika á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá hófst jarðvinna við lóð grunnskólans og Amtsbóka- safnsins. „Okkur bræður hafði allt- af dreymt um að fá að fara á belta- vél í skólann,“ segir Hafþór í sam- tali við Skesshorn en bætir því við að á sínum tíma hafi þeir farið til og frá skóla á ýmsum farartækjum. „Við tókum skellinöðruprófið 15 ára gamlir og fórum á skellinöðr- unum í skólann. Þá fylgdu skelli- nöðruprófinu réttindi til að aka snjósleða þannig að þegar var snjór þá fórum við á sleðum. En við feng- um aldrei að fara í skólann á gröfu,“ segir hann léttur í bragði. Aðspurður segir Hafþór að end- urgerð lóðarinnar fari vel af stað. „Búið er að fjarlægja allt yfirborð- sefni og verið að gera klárt fyrir stoðveggina sem á að steypa. Þá verður efni keyrt inn í lóðina og hún hækkuð svolítið,“ segir Haf- þór. Verkinu verður lokið áður en kennsla hefst að nýju í ágústmán- uði. kgk Staðan í laxveiðinni þessa dagana á Vesturlandi er hreint ekki góð. Ekki hefur komið deigur dropi úr lofti í meira en fimm vikur og lítil rign- ing sjáanleg í kortunum. norðurá og Þverá eru t.d. orðnar vatnslitlar og erfitt að fá fiskinn sem þó er kominn á svæðið til að taka. Úr báðum þess- um ám eru komnir innan við tíu laxa á land. Brennan hefur verið að gefa fisk en þar er eins og kunnugir þekkja nóg vatn, líkt og í Straumunum. „Við vorum að opna Laxá í Leirársveit og það er kominn einn lax á land. Það er eitth- vað af laxi genginn í ána,“ sagði Haukur Geir Garðarsson í gær- morgun. „Þetta er mjög erfitt, en laxinn veiddist í neðsta hyl- num í ánni og þar slapp af annar. Það sáust einnig laxar í Laxfossi- num,“ sagði Haukur Geir. Þegar rennt var framhjá Laxá í gær voru veiðimenn að kasta flugunni í næsta veiðistaðnum við þann sem gaf fyrsta laxinn. Laxá er engu að síður að verða vatnslítil eins og aðrar ár um vestan- og suðvestan- vert landið. Leirá er til dæmis að komast að þolmörkum. Það sama á við um Gufá í Borgarhreppi sem þornar upp á efri hlutanum þegar svona viðrar. Eina hreyfingin við Gufuá var Stelkur sem varla blot- naði í fætur í polli úti í miðri á. gb Ólafsvíkurvaka verður haldin fyrstu helgina í júlí og er undirbúning- ur í fullum gangi. Að þessu sinni eru það appelsínugula og græna hverfið sem standa að hátíðinni. Að sögn þeirra Ara Bjarnasonar úr appelsínugula hverfinu og Ríkarðs Kristjánssonar úr því græna geng- ur undirbúningur vel og hafa all- ir í hverfunum verið áhugasam- ir og margir komið að undirbún- ingnum. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og verður hún blanda af viðburð- um sem hafa verið margar undan- farnar Ólafsvíkurvökur og nýjum og spennandi viðburðum. Má þar nefna skákkennslu og skákmót, ratleikinn „Ólafsvíkurdrauminn“ og gardenpartý í Sjómannagarð- inum þar sem þau Trausti og Lena sjá um fjörið, Herra Hnetusmjör mun verða á Þorgrímspalli á laug- ardeginum ásamt fleiri skemmtiat- riðum, BMX-Bros munu mæta á svæðið og sýna listir sínar og átt- hagagangan „engu logið“ ásamt byssusýningu. Einnig er stefnt að því að setja upp húsdýragarð um helgina svo eitthvað sé nefnt. Hestamannafélagið verður á sín- um stað eins og áður sem og dorg- veiðin og hoppukastalarnir. Mark- aðurinn verður einnig á sínum stað og enn hægt að fá pláss með því að hafa samband við Laufeyju Krist- mundsdóttur í síma 899-6904. jón Sigurðsson Idol stjarna stjórnar brekkusöng í Sjómannagarðin- um á laugardagskvöldinu og held- ur uppi stuðinu. Þar verða einnig flutt skemmtiatriði frá hverfunum. Vill undirbúningsnefndin hvetja hverfin til að fara að byrja að æfa og undirbúa svo allt verði nú til- búið. Hljómsveitin Stjórnin mun svo halda uppi stuðinu í Klifi á laugardagskvöldið og fram á nótt. Af allri þessari upptalningu má sjá að það stefnir í góða Ólafsvíkur- vöku. þa Vera Líndal Guðnadóttir opnaði myndlistarsýningu sem hún nefnir Óþekkt landslag, að Stillholti 16-18 á Akranesi síðastliðinn laugardag. Í dag og fram á föstudag verður sýn- ingin opin frá klukkan 17 til 19, en um helgina frá kl. 14-17. mm/ Ljósm. gh Hraðhleðslustöðvum við þjóðveg- inn verður fjölgað verulega og blás- ið verður til átaks með ferðaþjón- ustunni til að stuðla að orkuskipt- um hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota lands- manna. Þetta kom fram á blaða- mannafundi þriggja ráðherra ríkis- stjórnarinnar sem nýverið kynntu næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi. Tilkynnt var á fundi ráðherranna um ráð- stöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármála- áætlun er áætlað að verja 1,5 millj- arði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili. „Þriðjungur þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda kemur frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka aðgerðin sem mögulegt er að ráðast í til að mæta skuldbind- ingum Íslands er því að draga úr þessari losun – með breyttum fer- ðavenjum og orkuskiptum í veg- asamgöngum. Rafvæðing fólksbíla- flotans mun skila mestu í orkuskip- tunum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna ár- legum samdrætti í losun,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytunum sem hlut eiga í máli. mm Ólafsvíkurvaka verður fyrstu helgina í júlí Brautskráð frá Bifröst á laugardaginn Vera opnaði myndlistarsýningu Vilja hraða orkuskiptum Þrír ráðherrar kynntu nýverið áform um uppbyggingu innviða vegna orkuskipta á blaðamannafundi. F.v. Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún og Guð- mundur Ingi. Lítil veiðivon í enn vatnsminni ám Jarðvinna hófst við lóð Grunnskólans í Stykkishólmi og Amtsbókasafnsins á þriðjudaginn í síðustu viku. Ljósm. Hafþór Benediktsson. Fengu loksins að fara á gröfunni í skólann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.