Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 29
Akranes –
miðvikudagur 19. júní
ÍA mætir Haukum í fyrstu deild
kvenna í knattspyrnu. Leikurinn
fer fram á Akranesvelli og hefst
kl. 19:15.
Stykkishólmur –
miðvikudagur 19. júní
Kvartettinn Dea Sonans í sam-
starfi við Tónaland og Listvina-
félag Stykkishólmskirkju held-
ur tónleika í Stykkishólmskirkju
á kvennréttindadaginn kl. 20:00.
Kvartettinn spilar aðallega tónlist
eftir meðlimi hans. Tónlistin er
af fjölbreyttum toga, allt frá lat-
intónlist til rólegs kammerdjass.
Hún er í senn lýrísk og aðgengi-
leg og bæði sungin og instru-
mental. Miðaverð 2000 kr. Enginn
posi á staðnum.
Akranes – fimmtudagur 20.
júní
Kári mætir KFG í annarri deild
karla í knattspyrnu. Leikurinn fer
fram í Akraneshöllinni og hefst kl.
19:15.
Akranes – föstudagur 21. júní
Norðurálsmótið á Akranesi 21. –
23. júní. Mótið er knattspyrnumót
fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki,
sem koma til að skemmta sér í
leik og keppni. Sjá nánar frétt hér
í blaðinu.
Hvalfjarðarsveit –
föstudagur 21. júní
Hvalfjarðardagar verða haldn-
ir hátíðlega dagana 21. – 23. júní.
Fjölbreytt dagskrá verður víða
um Hvalfjarðarsveit en hægt er
að sjá nánari dagskrá í auglýs-
ingu og frétt hér í blaðinu.
Hellissandur –
föstudagur 21. júní
Götulistahátíð á Hellissandi dag-
ana 21. -23. júní. Alþjóðlegir lista-
menn úr margvíslegum grein-
um götulista koma til landsins
og skemmta heimamönnum og
gestum. Danssýningar, tónlist,
andlitsmálarar, hoppukastali, Sirk-
us Íslands, Kareoke Party, nám-
skeið, lifandi tónlist, leiksýning-
ar og margt fleira. „Tökum hönd-
um saman og gerum okkur glaða
daga,“ segir í tilkynningu.
Stykkishólmur –
föstudagur 21. júní
Björn Thoroddsen, einn ástsæl-
asti gítarleikari þjóðarinnar, kem-
ur í heimsókn á Hótel Egilsen kl.
20:00. Á viðburðinn kostar 1500
kr og er borgað við inngang.
Rif – föstudagur 21. júní
Búkalú í Frystiklefanum kl. 23:00.
Margrét Erla Maack býður uppá-
halds skemmtikröftum sínum
í þeysireið um Ísland. Sýningin
blandar saman burlesque, sirk-
us, gríni og almennu rugli. Miða-
verð er aðeins 2900 í forsölu, en
3900 við hurð. Miðasalan er hafin
á www.bukalu.net.
Akranes – föstudagur 21. júní
Stuðboltinn Pálmi Gunnlaugur
verður a Svarta Pétri. Efumst ekki
um að hann fari á kostum enda
hress og kátur Reykvíkingur sem
spilar allt - frá Britney Spears og
upp úr.
Búðardalur –
laugardagur 22. júní
Hestaþing Glaðs verður haldið á
reiðvellinum í Búðardal og hefst kl.
10:00. Dalakot verður með pizza-
hlaðborð í hádegishléi. Skráning-
argjald er kr. 1.500 í barnaflokk
og unglingaflokk, kr. 2.500 í ung-
mennaflokk, B-flokk, A-flokk og
tölt. Fyrir frekari upplýsingar er
hægt að hafa samband við Svölu í
síma: 861-4466 eða með netfangi
budardalur@simnet.is, eða Þórð í
síma: 893-1125 eða með netfangi
thoing@centrum.is.
Bifröst – laugardagur 22. júní
Brautskráning frá Háskólanum á
Bifröst kl. 13:00. Um 80 nemendur
útskrifast úr grunn- og meistara-
námi sem og Háskólagátt.
Reykholt – laugardagur 22.
júní
Skógardagur í Reykholti. Dagur-
inn hefst í Eggertsflöt kl. 13:00
og stendur til kl. 16:00. Ýmislegt
verður á boðstólum fyrir unga
sem aldna; skógarganga, happ-
drætti, tónlist, hlaup, brauð á teini
bakað og gestum kennd réttu
handtökin við tálgun.
Borgarbyggð –
laugardagur 22. júní
Allir í golf í Borgarbyggð frá kl.
10:00-12:00. Gullhamrar, átta
holu stutt-völlur leikinn. Slag-
hamar, æfingasvæði, leiðbeining-
ar og æfingar. Kennarar og að-
stoðarfólk á staðnum og pylsup-
artý kl. 12:00.
Ólafsvík – laugardagur 22. júní
Víkingur Ó fær Fram í heimsókn
í 8. umferð í fyrstu deild karla í
knattspyrnu. Leikurinn hefst kl.
14:00 og fer fram á Ólafsvíkur-
velli.
Akranes – laugardagur 22. júní
ÍA tekur á móti HK í 10. umferð
í Pepsi Max deild karla í knatt-
spyrnu. Leikurinn hefst kl. 17:00 á
Akranesvelli.
Á döfinni
Getir þú barn þá
birtist það hér,
þ.e.a.s. barnið!
www.skessuhorn.is
Leikskólakennarar í Mosfellsbæ
Við leitum að öflugum leikskóla-
kennurum til starfa í Helgafells-
skóla í Mosfellsbæ. Um er að ræða
fullt framtíðarstarf frá og með 1.
ágúst 2019, eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 9.
júlí. Nánari upplýsingar um starfið
veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastóri
í síma 547-0600.
Íbúð óskast til leigu
frá 1.-15. júlí
Mig vantar litla tveggja herbergja
íbúð til leigu frá 1. – 15. júlí. Hún
má vera staðsett miðsvæðis í Borg-
arnesi eða á Akranesi. Ég er kenn-
ari og á sjálf íbúð annars staðar á
landinu sem ég mun leigja út. Upp-
lýsingar í síma 694-9398.
Íbúð í Borgarnesi
Til leigu eða sölu íbúð við Hrafna-
klett í Borgarnesi. Ný máluð. Eitt
stórt herbergi, stofa, snyrting og
suður svalir. Íbúðin er á þriðju
hæð. Laus strax. Upplýsingar í síma
864-5542.
Íbúð óskast í Borgarnesi
Lítil íbúð óskast í Borgarnesi, helst
til kaups en ella til leigu. Leitað er
að sjarmerandi en fremur viðhalds-
litlu húsnæði á rólegum, lygn-
um stað í fallegu umhverfi. Kaup-
andi hyggst flytja búferlum í sum-
ar. Upplýsingar á netfanginu s.as-
mundsdottir@gmail.com.
Fellihýsi til sölu eða leigu
Til sölu fellihýsi Palomino i golt árg.
2008. Fortjald, heitt og kalt vatn,
sólarsella, klósett og galv. grind.
Verð: 500 þús. Uppl í s. 866-2151.
Stólar til sölu
Til sölu 30 stykki vandaðir stólar úr
ljósri eik, þeir eru hentugir í kirkju
og samkomuhús, sem aukasæti
þegar margir mæta. Andvirðið á að
leggjast inn á reikning Atla Snorra-
sonar afastráks sem glímir við
ólæknandi krabbamein. Árið 2000
kostuðu þeir 1.500 krónur í Rúm-
fatalagernum. Tilboð berist til Krist-
ins frá Gufudal í síma 434-7879.
Markaðstorg Vesturlands
ATVINNA Í BOÐI
LEIGUMARKAÐUR
Nýfæddir Vestlendingar
TIL SÖLU
29. maí. Stúlka. Þyngd: 3.102 gr.
Lengd: 49 cm. Foreldrar: Panida
Srama og Kjartan Dagsson, Sand-
gerði. Ljósmóðir: Hrafnhildur
Ólafsdóttir.
29. maí. Stúlka. Þyngd: 4.056 gr.
Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hrefna
Jónsdóttir og Bergþór Olivert
Thorstensen, Reykhólahreppi.
Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir.
4. júní. Drengur. Þyngd: 4.000
gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Ag-
nieszka Ilona Slomska og Sebasti-
an Slomski, Tálknafirði. Ljósmóðir:
Elísabet Harles.
5. júní. Drengur. Þyngd: 4.040 gr.
Lengd: 54 cm. Foreldrar: Védís
Hrönn Gunnlaugsdóttir og Brynj-
ar Ölversson, Egilsstöðum. Ljós-
móðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
12. júní. Stúlka. Þyngd: 3.414 gr.
Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sigur-
björg Gyða Guðmundsdóttir og
Ómar Örn Helgason, Akranesi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
13. júní. Drengur. Þyngd 4.134 gr.
Lengd: 55 cm. Foreldrar: Laufey
Árnadóttir og Þorsteinn Daði Jör-
undsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir:
Elín Arna Gunnarsdóttir.