Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Háleistar og helíum Þjóðhátíðardeginum var fagnað með miklu pompi og prakt um land allt 17. júní síðastliðinn. Þetta er alltaf mikill hátíðisdagur og mér þykir alltaf vænt um 17. júní. Þá leyfa Íslendingar sér að sýna smá jákvæða þjóðerniskennd, þjappa sér aðeins saman. Það má sýna þjóðerniskennd, allt að rembingi, á 17. júní, svona eins og þegar Ísland spilar boltaleik. Víða var boðið upp á þjóðhátíðarköku, enda 75 ára afmæli lýðveldisins. Það er alltaf næs að fá köku. Ég sakna þess hins vegar að á 17. júní séu grill- aðar pylsur ofan í liðið. Að mínum dómi er fátt þjóðlegra að sumri en grill- aðar pylsur sem eru brenndar að utan en kaldar í miðjunni. Þá er hátíð í bæ og gleðilegt sumar. Einnig saknaði ég hins þjóðlega kandífloss að þessu sinni, en það er eina sælgætið sem svífur um eins og biðukolla ef vindurinn nær að grípa það. Ef það hins vegar lendir í hárinu á hrokkinhærðu barni fer gamanið að kárna. Annað fyrirbæri sem gjarnan sést svífa með himinskautum á hátíðardag- inn eru blessaðar gasblöðrurnar. Eftir að mæður og feður hafa gengið um götur með gasblöðru í andlitinu allan daginn virðist alltaf óhjákvæmilega koma að því að börnin missi takið á risastóru helíumfylltu hundablöðrun- um sínum, svo þær rísa tignarlega upp til skýjanna eins og loftbelgur Fí- leasar Foggs á leiðinni í kringum jörðina. Eitt langar mig að segja um gasblöðrur og nú ætla ég að gera það sem ég geri best; tuða. Það er viðvarandi helíumskortur í heiminum og hefur verið lengi (þess vegna eru gasblöðrurnar ógeðslega dýrar) og því galið að spreða hluta af því litla helíum sem til er á jarðkúlunni í plastbelgi, þaðan sem það lekur síðan út í andrúmsloftið eftir að hafa svifið í blöðru milli landshluta. Helíumblöðrur veita börnunum vissulega ánægju, það er allt saman gott og gilt, en getum við ekki notað eitthvað annað en helíum? Ágæti lesandi, þegar hér er komið við sögu ætla ég að leggja fram „lausn“ á blöðruvandanum. Lausn hef ég innan gæsalappa, því þetta er alls engin lausn, enda ekki til siðs að tuða yfir einhverju og leggja til lausn í sama vet- fangi. Ég legg til að hin stórskemmtilega gastegund brennisteinshexaflú- oríð verði notuð á gasblöðrur í stað helíums. Ef maður andar því að sér hljómar röddin mjög djúp, því hljóðbylgjurnar eru lengur að ferðast í gegn- um hana, öfugt við hina margfrægu helíumrödd. Ástæðan er sú að brenni- steinshexaflúoríð er umtalsvert þyngra en andrúmsloftið og miklu þyngra en helíum. Ímyndið ykkur hvað það væri fyndið að sjá blessuð börnin á 17. júní skrapa jörðina með risastórum Hvolpasveitarblöðrum. Yfir í aðra sálma. Ég hef alltaf verið mjög svag fyrir þjóðbúningi kvenna, með upphlutnum og öllum græjum. Hann er sérstaklega fallegur og sveip- ar hverja konu sem honum klæðist auknum glæsileika, hátíðleika. Og bláa fjallkonudressið, halló! Djöf... er það flott. Ég kikna í hnjánum í hvert sinn sem fjallkona verður á vegi mínum (þetta er ekki endilega grín). Fjallkon- ubúningurinn er ótrúlega glæsilegur og ég hef aldrei séð konu sem ekki tekur sig vel út í þessu dressi og það sama fullyrði ég um hinn hefðbundna þjóðbúning. Þegar kemur að þjóðbúningi karla kemur annað hljóð í strokkinn (mig). Fæst orð bera þar minnsta ábyrgð. Ég læt það hins vegar ekki stoppa mig í að lýsa því yfir að ég hef ekki smekk fyrir honum. Smalagallinn er þeim eiginleikum gæddur að geta látið hvern hávirðulegan herra líta út eins og strákpjakk. Og þessir háleistar gera bara ekki neitt fyrir neinn. Öðrum er vitaskuld frjálst að vera á öndverðum meiði með allt sem fer hér að ofan. Þetta er bara það sem mér finnst. Leiðarinn er víst skoðanadálkur. Kristján Gauti Karlsson Í gær, þriðjudag, gerðu Veitur leka- leit í lokuðu kerfi hitaveitu í Stykk- ishólmi. Leitin fór þannig fram að skaðlausu litarefni var dælt inn á kerfið og í framhaldi reynt að staðsetja leka og rangar tengingar. „Markmiðið er að auka rekstrarör- yggi kerfisins og tryggja sem besta nýtingu þess, öllum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Ástæða þess að farið var í leka- leitina er að sífellt þarf að bæta vatni inn á kerfið og hefur magn- ið aukist nokkuð undanfarna mán- uði. „Þetta skapar þrýstingslækkun í kerfinu en þegar lækkunin verður of mikil slá dælur út og ekki er hægt að afhenda heitt vatn. Hingað til hefur tekist að koma kerfinu fljótt og vel í gang aftur en sífelld áfylling fer hvorki vel með kerfið sjálft né búnað á heimilum og fyrirtækjum í bænum. Mikið magn af súrefnis- ríku vatni sem notað er til áfylling- ar kerfisins skapar hættu á tæringu sem getur valdið töluverðu tjóni.“ Efnið skaðlaust Lekar í kerfum sem þessum eru yfirleitt af tvennum toga, að því er fram kemur í tilkynningu Veitna. Annars vegar rangar tengingar á heimilum/fyrirtækjum og hins veg- ar lekar úr lögnum. „Lekar úr lögn- um eru nokkuð stöðugir og ef um stærri leka er að ræða finnast þeir oft fljótt. Lekarnir sem við höfum átt við undanfarið hafa hins veg- ar verið þess eðlis að mikið magn lekur út úr kerfinu á stuttum tíma. Það bendir til þess að um rangar tengingar inn á kerfið sé að ræða og munum við einbeita okkur að því að finna þær,“ sagði í tilkynn- ingunni. „Lekaleitin fer þannig fram að gult ferilefni (natríum flúoriscein) er sett í vatnið í lokaða hringrás- arkerfinu. Það er skaðlaust og oft notað í grunnvatnsrannsóknum og ýmsum straumfræðirannsókn- um. Samskonar lekaleit var gerð í Hveragerði fyrir skömmu og fund- ust þá bæði lekar úr lögnum sem og rangar tengingar hjá viðskiptavin- um, oft í tengslum við heita potta eða snjóbræðslukerfi. Ferilefnið natríum fluorescein er skaðlaust efni og er eitt algengasta ferilefn- ið sem er notað í grunnvatnsrann- sóknum og ýmsum straumfræði- rannsóknum. Efnið brotnar hratt niður í sólarljósi og þegar sýrustig er um og undir pH 5.5 en slíkar aðstæður eru algengar í jarðvegi á svæðinu. Efnið er hvorki eitrað né sérlega virkt í vatnslausn og hefur því ekki skaðleg heilsu- eða um- hverfisáhrif.“ niðurstöður lekaleitarinnar lágu ekki fyrir þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk nýr Herjólfur var afhentur við há- tíðlega athöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 15. júní síðastliðinn. Katrín jakobsdóttir forsætisráð- herra braut kampavínsflösku á hlið skipsins og gaf því formlega nafn sitt, eins og hefð er fyrir. Það var síðan Sigurður Ingi jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, sem afhenti skipið formlega. Sigurður Ingi sagði í ræðu sinni að vonir stæðu til að samgöngur til Eyja bötnuðu með tilkomu nýs Herjólfs. Afhending skipsins markar einn- ig þáttaskil í orkuskiptum íslenska flotans, því báturinn er rafknúinn. Að athöfn lokinni var Eyjamönn- um og öðrum gestum boðið að þiggja veitingar og skoða nýja bát- inn. kgk Alþingi samþykkti í síðustu viku frum- varp Sigríðar Á. Andersen alþingis- manns og fv. dóms- málaráðherra um breytingar á lögum um helgidagafrið. Var það samþykkt með 44 atkvæð- um en níu þing- menn Miðflokks- ins greiddu atkvæði gegn frumvarpnu. Það kveður á um að felld verði niður ákvæði í lögum um helgidagafrið sem banna til- tekna þjónustu, skemmtanir og af- þreyingu á tilgreindum helgidög- um þjóðkirkjunnar, en áfram verð- ur óheimilt að trufla guðsþjón- ustu, krikjulegar athafnir eða ann- að helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar. Samkvæmt 1. grein frumvarpsins eru skilgreindir frí- dagar nú: Sunnu- dagar, nýársdagur, skírdagur, föstudag- urinn langi, páska- dagur, annar dag- ur páska, uppstign- ingardagur, hvíta- sunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá kl. 13, jóla- dagur, annar dagur jóla, gamlárs- dagur frá kl. 13, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní. mm Nýr Herjólfur afhentur í Eyjum Herjólfur skömmu áður en heimsigl- ingin hófst frá Póllandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Íris Róberts- dóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Eyjum á laugardag. Ljósm. Stjórnarráðið. Lekaleit framkvæmd í Stykkishólmi Samþykktu breytingu á lögum um helgidagafrið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.