Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 13 Kl. 13:00 Guðrún Hildur Rosenkjær heldur fyrirlestur í Eldfjallasafninu. ,,Endurgerðar kvenpeysur frá 19. öld og sitthvað fleira á prjónunum“. Kl. 14:00 Gestum í þjóðbúning boðið í kaffi og pönnukökur í stofum Norska hússins. Kl. 16:00 Ylja. Tónleikar í Gömlu kirkjunni. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis. Þjóðbúningadagur Norska hússins - BSH 29. júní Skotthúfan 2019 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Hvalfjarðardagar verða haldnir há- tíðlegir um næstu helgi en hátíðin hefur undanfarin ár verið haldin í lok ágústmánaðar. „Breyttur tími hefur átt nokkurn aðdraganda. Ferðaþjónustuaðilar hér í sveit- inni hafa beðið um að hátíðin yrði höfð fyrr á sumrin, og margir íbú- ar hafa verið sama sinnis svo það var ákveðið að prófa þetta,“ segir Ása Líndal Hinriksdóttir, félags- mála- og frístundafulltrúi Hval- fjarðarsveitar, í samtali við Skessu- horn. Aðspurð segir hún dagskrá hátíðarinnar einnig hafa tekið nokkrum breytingum en að helstu viðburðir verði þó á sínum stað. „Ljósmyndasamkeppnin verður að sjálfsögðu og þema keppninnar í ár eru töfrar Álfholtsskógar. Við verðum einnig með keppni um best skreyttu heimreiðina og það verður veglegur vinningur fyrir sigurvegara. Þátttakendum þar er alltaf að fjölga, sem er skemmti- legt,“ segir Ása. Sundlaugin og Hernámssetrið á Hlöðum verða með opið alla hátíðarhelgina. „Hátíðin hefst í rauninni klukkan 18 á föstudeginum með hamingju- stund á Laxárbakka. Gestir geta þá komið og skoðað aðstöðuna þar og svo verður hægt að kaupa grill- mat og drykki á góðu verði, en það er mikilvægt að panta borð.“ Fjölbreytt dagskrá á laugardeginum Laugardagurinn verður aðaldag- ur hátíðarinnar og er þá fjölbreytt dagskrá um alla sveit. Sundlaugin að Hlöðum verður opin og verð- ur með glaðning fyrir börnin. Á Hernámssetrinu verður boðið upp á myndatökur með hermanni í fullum herklæðum og hertrukki frá árinu 1945. Ásta Marý Stefáns- dóttir sópransöngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari verða með tónleika í Hallgrímskirkju og flytja norræn ljóð úr ýmsum átt- um. „Líf í lundi“ verður í Álfholts- skógi þar sem hlaupinn verður Axl- arhringur sem er 1500 m í skóg- inum og verður einn þátttakandi dreginn úr potti og fær verðlaun. Að hlaupi loknu verður fjölskyldu- ratleikur um skóginn auk þess sem boðið verður upp á leiðsögn um skóginn og plöntugreiningu. „Við fáum víkinga í heimsókn sem setja upp búðir og bjóða gestum að prófa bogfimi, axakast og tálgun. Grillað verður teinabrauð, syk- urpúðar og búið til ketilkaffi og kakó. Þá verður sölubás og margt fleira skemmtilegt,“ segir Ása. Á Hótel Glym verður bæði boðið upp á dögurð/brunch hlaðborð að morgni laugardags og kaffihlað- borð síðdegis sama dag. Sveita- markaðurinn á Þórisstöðum verð- ur á sínum stað auk þess sem þar verða hoppukastalar fyrir börnin. Við stjórnsýsluhúsið í Melahverfi verður einnig skemmtileg dag- skrá. Þar mun Anna G Torfadótt- ir listakona frumsýna stálhænuna Belindu. „Settur verður upp hús- dýragarður í nokkra klukkutíma og sveitungarnir hafa brugðist vel við að lána dýrin sín,“ segir Ása. „Þá verður einnig traktora- og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var á föstudag ráð- in skrifstofustjóri Alþingis, að feng- inni tillögu hæfnisnefndar. Hún var valin úr hópi tólf umsækjenda og er fyrsta konan til að gegna emb- ættinu. Hún tekur við 1. september næstkomandi, þegar Helgi Bern- ódusson, núverandi skrifstofustjóri, lætur af embættinu. Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Starfs- reynsla Rögnu er fjölbreytt. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu norðurlandaráðs, í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, dóms- og kirkjumálaráðu- neyti og forsætisráðuneyti. Þá hef- ur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar emb- ætti dómsmála- og mannréttindar- áðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörf- um. kgk/ Ljósm. Landsvirkjun. Ragna Árnadóttir ráðin skrifstofustjóri Alþingis Mikil stemning fyrir Hvalfjarðardögum um næstu helgi fornbílasýning, froðurennibraut, hoppukastalar, teymt verður undir börnum og grillaðar verða pylsur í boði SS og kókómjólk í boði MS. Þetta stefnir allt í frábæra há- tíð og ég er ekki frá því að það sé komin mikil stemning hjá sveit- ungunum. Til að ná stemning- unni samt almennilega í gang ætla íbúar að efna til götugrills, bæði í Melahverfinu og í sveitinni. Það hafa nokkrir bæir boðið nærsveit- ungum sínum heim, sem er bara frábært. Eftir götugrillið verður rjóðrarsöngur í Sparirjóðri í Álf- holtsskógi þar sem við verðum með trúbador og komum öll sam- an og syngjum og höfum gaman,“ segir Ása. Á sunnudaginn verður sund- laugin að Hlöðum og Hernáms- setrið opið og þá verða einnig tónleikar í Hallgrímskirkju en þar koma fram Ragnheiður Ólafsdótt- ir, Hermann Stefánsson, gítarleik- ari og Snorri Skúlason, kontra- bassi. Leikin verða þjóðlög frá ýmsum löndum ásamt kveðskap og frumsömdu efni. arg Svipmynd frá Hvalfjarðardögum á síðasta ári. Ljósm. úr safni/ mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.