Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 11 Gróðrarstöðin Grenigerði við Borgarnes Við eigum mikið af fallegu birki í limgerði og einnig stök tré. Ríta og Páll 437-1664 849-4836 Norðurál leitar að rafvirkjum Norðurál leitar að metnaðarfullum rafvirkjum. Verkefnin eru fjölbreytt og felast einkum í viðhaldi, endurnýjun og endurbótum á tæknibúnaði Norðuráls. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Elínu Rós Sveinsdóttur, deildarstjóra starfsmannaþjónustu, í síma 430 1068. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2019. Íslenskt ál um allan heim | nordural.is Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvirkjun • Sterk öryggisvitund • Góð þekking á viðgerðum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð almenn tölvukunnátta • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Reynsla af vinnu við háspennubúnað er kostur Um Hvítasunnuhelgina messaði séra Geir Waage í Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu. Viðstaddir í messu voru tveir ungir menn úr sveitinni, þeir Torfi Guðlaugsson í Hvammi og jakob Guðmundsson frá Kolsstöð- um. Rétt 40 ár og vika var þá frá því séra Geir fermdi piltana í kirkj- unni, en þeir voru í fyrsta ferming- arárgangi hans. „Sjálfur kom ég í Reykholt í nóvember 1978, hélt fyrstu messuna mína á afmælisdag- inn minn 10. desember, var kos- inn um vorið 1979 og skipaður í embætti af Steingrími Hermanns- syni þáverandi dómsmálaráðherra þá um sumarið. Árgangur 1965 var því sá fyrsti sem ég fermdi og þess- ir gæðadrengir úr Síðunni voru í þeim hópi,“ segir séra Geir sem á meðfylgjandi myndum er með þeim Torfa og jakobi á kirkjutröpp- unum. mm Horft heim að Gilsbakka frá útsýnispallinum við Hraunfossa. Fyrstu fermingarbörn séra Geirs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.