Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201924 Fjölbreytt dagskrá var víðsvegar um Vesturland á þjóðhátíðardegi Íslendinga síðastliðinn mánudag. Lýðveldið Ísland er nú 75 ára. Sveitarfélög og fleiri skipulögðu dagskrá víðsvegar um landshlutann. Meðfylgjandi myndir voru teknar á mánudaginn, en hvarvetna lék veðrið við hátíðargesti eins og sjá má. Þjóðhátíðardagurinn á Vesturlandi Þjóðhátíðardeginum 17. júní og 75 ára afmæli lýðveldisins var fagnað um land allt. Ljósm. kgk. Prúðbúnar konur í Grundarfirði á þjóðhátíðardaginn. Mæðgurnar Erna Njálsdóttir til vinstri og Helga Pétursdóttir með fjall- konuna Ríkeyju Konráðsdóttur á milli sín. Ljósm. Grundarfjarðarbær. Ína Rúna Þorleifsdóttir var fjallkona á hátíðarhöldunum í Búðardal. Hér er hún ásamt Vilhjálmi Þór Vilhjálmssyni frá Skátafélaginu Stíganda. Ljósm. sm. Skrúðganga var farin frá Tónlistarskólanum í Stykkishólmi að Hólmgarði með Lúðrasveit Stykkishólms í broddi fylkingar. Ljósm. þe. Hlýtt á hátíðarræðu Ingibjargar Pálmadóttur í blíðskaparveðri á Akranesi. Ljósm. kgk. Leikir í boði Skátafélagsins Stíganda í Búðardal. Hér er blautur svampur á flugi og ljóst að þetta kast mun hitta í mark. Ljósm. sm. Aldís Ylfa Heimisdóttir var fjallkona á Akranesi. Hún flutti ættjarðar- ljóðið Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum. Ljósm. kgk. Gestir gæða sér á þjóðhátíðarkökunni í Grundarfirði. Ljósm. Grundarfjarðarbær. Sá góði siður hefur tíðkast að riðið er til messu í Reykholtskirkju að morgni þjóðhátíðardags. Á því var engin undantekning en hér sést Þóra Árnadóttir fánaberi í broddi fylkingar ríða til messu. Ljósm. gaj. Kátir froðupiltar í Snæfellsbæ. Þeir létu kuldann ekki á sig fá og skoluðu af sér í læknum. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.