Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201920 „Aukavakt hefur verið mönnuð á bakvakt um helgina. Það eru all- ir á tánum,“ segir Þórður Sigurðs- son, varaslökkviliðsstjóri slökkvi- liðs Borgarbyggðar, í samtali við Skessuhorn á miðvikudag. Hann er einn þeirra sem hefur undan- farna viku fylgst náið með stöðu mála eftir að óvissustigi vegna hættu á gróðureldum var lýst yfir á þriðjudag og viðbragðsáætlun virkjuð fyrir Skorradal. „Slökkvi- liðsmenn hafa verið að ræða á milli sín um ástandið. Menn eru í við- bragðsstöðu og meðvitaðir um að eitthvað gæti gerst. Slökkviliðsæf- ing sem átti að halda á Hvanneyri á föstudaginn hefur verið færð upp í Skorradal. Þar munum við æfa hvernig við komum okkur að vatni og öflum þess ef eldur kemur upp í dalnum,“ segir hann. „Það er mik- ilvægt að æfa það sérstaklega, þar sem aðgengi að Skorradalsvatni fyrir slökkvilið er ekki nógu gott. Hægt er að fara niður að vatninu á nokkrum stöðum. En ef upp kem- ur sú staða að berjast þurfi við eld á ákveðnum stöðum í dalnum kallar það á miklar dælingar,“ bætir hann við. Þarf ekki mikið til „Í Skorradal eru um 650 sumarbú- staðir. Byggðin er frekar þétt og í þéttum gróðri sem er orðinn mjög þurr. Vegurinn um dalinn er þröng- ur og ekki hægt að keyra hringinn fyrir ofan vatnið. Það geta alveg skapast aðstæður þar sem slökkvi- lið kemst ekki inn á svæðið. Menn eru eðlilega farnir að hafa áhyggj- ur.“ Það er búið að vera mjög þurrt en þurrkarnir ógna auðvitað ekki bara Skorradal, þó ástandið þar sé talið viðkvæmast,“ segir hann. „Þess vegna viljum við brýna fyr- ir öllum sem eru í sumarbústöðum að taka engar áhættur með eld og helst ekki kveikja neinn eld,“ seg- ir Þórður. „Það þarf ekki mikið til þegar gróður er orðinn svona þurr. Ein sígaretta var orsökin að Mýra- eldunum 2006. Ef kviknar í uppi í Skorradal eða í öðrum sumarhúsa- byggðum getur skapast mjög alvar- legt ástand sem óvíst er hvort hægt verður að ráða við,“ segir hann. Erfitt að berjast við gróðurelda Þórður bætir því við að slökkvilið á landinu séu ekki mjög burðug til að berjast við mikla gróður- eða skóg- arelda. „Slökkviliðsmenn á Íslandi eru fyrst og fremst þjálfaðir til að berjast við eld í lokuðum rýmum. Ef kviknar í á opnu svæði þá mun- um við nota það sem við höfum, vatn, klöppur og fleira slíkt. Satt best að segja er þyrlupoki Land- helgisgæslunnar eina björgin okkar til að berjast við skógarelda,“ seg- ir hann. „Það þarf að vekja athygli á þessum málum og núna viljum við höfða til ábyrgðartilfinningar þeirra sem eru á þessum svæðum að fara varlega með eld. Gáleysi með eld í þurru sumarhúsalandi gæti skapað bráða hættu,“ segir Þórður Sigurðsson að endingu. kgk Eins og áður hefur verið greint frá lýsti ríkislögreglustjóri á þriðju- dag í liðinni viku, í samráði við lög- reglustjórann á Vesturlandi, yfir óvissustigi almannavarna á Vest- urlandi vegna hættu á gróðureld- um. Þá var sömuleiðis virkjuð við- bragðsáætlun vegna hættu á gróð- ureldum í Skorradal. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og ör- yggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. „Að lýsa yfir óvissuástandi þýðir í rauninni að allir viðbragðsaðilar eru búnir að setja sig í stellingar,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögre- glustjóri á Vesturlandi, í samtali við Skessuhorn. Hann er jafnframt formaður almannavarnanefndar landshlutans. „Óvissustig vísar til þess að menn vita ekki hvað gerist næst, en aðstæður gefa vísbendin- gar um að eitthvað gæti hugsanle- ga gerst sem ógnar heilsu og öryggi fólks, umhverfi og byggðum,“ segir hann. Flóttaleiðum ábótavant „Óvissustigið nær til alls landshlut- ans. Hér á Vesturlandi hefur verið mjög þurrt undanfarnar vikur og ástæða til að menn séu á tánum,“ bætir hann við. „Sérstök áhersla er lögð á Skorradal vegna legu hans, fjölda bústaða og einnig hvar þeir eru staðsettir. Þar er orðið mjög þurrt og hefur ekki rignt að mér skilst síðan 10. maí. Þess vegna hefur verið virkjuð viðbragðsáætl- un sem nær til þess svæðis. Þá fara viðbragðsaðilar að undirbúa hvað skuli gera ef eldur kemur upp,“ seg- ir lögreglustjórinn. „Flóttaleiðum í Skorradal er mjög ábótavant, það verður bara að segjast. Ef upp kem- ur eldur norðan vatnsins til dæm- is eru ekki nema tvær flóttaleið- ir út úr dalnum. Auk þess er ekki hringtenging vegar austan við vatn- ið, sem væri æskilegt. Vegarslóði er frá Fitjum að Uxahryggjavegi, en hann er ekki fær á sumrin nema á jeppum. Vegirnir í dalnum sjálfum þyrftu síðan að vera betri. Ef upp kemur hættuástand vega gróður- elda snýst allt um að bjarga, koma því greiðlega og örugglega út af svæðinu,“ segir Úlfar og bætir því við að aðgengi að Skorradalsvatni til slökkvistarfs í dalnum sé ábóta- vant. „Það er nóg af vatni í Skorra- dal, það vantar ekki. En það er ekki mjög víða hægt að komast greið- lega að því. Slökkvilið á erfitt með að athafna sig,“ segir hann. Mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar Gróður í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi öllu er víða orðinn mjög þurr og óvissuástandið nær til landshlutans í heild. „Í sumar- húsabyggðum er gróður almennt mjög þéttur og vegir víðast hvar mjög þröngir. Um allt Vesturland eru viðbragðsaðilar því í viðbragðs- stöðu. Engu að síður er ástand- ið talið sérstaklega víðsjárvert í Skorradal,“ segir Úlfar. En hvað er hægt að gera til að bregðast við þessu? „Að beiðni slökkviliðsstjóra hafa verið send smáskilaboð með varnaðarorðum á alla farsíma sem staðsettir eru í Skorradal. Slík skila- boð hafa verið send daglega undan- farna daga. Þar er verið að brýna fyrir fólki að gæta ýtrustu varúðar við meðferð elds. Þetta er ekki full- komin aðferð en hefur engu að síð- ur gefist vel, er svona nútíma útgáfa þess að senda dreifimiða í hús,“ seg- ir hann. „Í kjölfar þess að óvissu- ástandi var lýst yfir og viðbragð- sáætlun virkjuð fyrir Skorradal er einnig fjallað um málið í fjölmiðl- um. Það vekur fólk til umhugsunar um ástandið og er mjög mikilvægt,“ bætir hann við. Brýn þörf á úrbótum „Sem lögreglustjóri og formað- ur almannavarnanefndar tel ég til skyldu minnar að vekja athygli á aðstæðum og því sem laga þarf í þágu öryggis þeirra sem í daln- um dvelja hverju sinni. Benda á með skýrum hætti að bæta þurfi aðgengi slökkviliðs að vatni, lag- færa þurfi vegi í kringum vatn- ið fyrir slökkvilið og aðrar bjargir og tryggja flóttaleiðir,“ segir Úlf- ar. „Þessi mál hafa verið rædd í al- mannavarnanefnd þar sem ég gegni formennsku. En til lengri tíma lit- ið er lítið gagn í að ræða hlutina án þess að ábyrgðaraðilar taki á verk- efnum og leysi með ábyrgum hætti. Skipulagsvaldið er hjá Skorradals- hreppi en sveitarfélagið er fámennt og ekki burðugt fjárhagslega. Skóg- rækt ríkisins þarf að gera grein fyr- ir sínum áætlunum og aðgerðum til að draga úr kjarr- og skógareldum í Skorradal. Á það er minnst í við- bragðsáætluninni fyrir Skorradal en þjóðskógar eru þrír í dalnum, þ.e. Selskógur, Stálpastaðaskógur og Vatnshornaskógur. Vegagerðin þarf að gera Skorradalsveg akfær- an stærri bílum þannig að flótta- leið verði m.a. fær frá Fitjum að Uxahryggjavegi við Þverfell. Afla þarf fjárveitinga til endurbyggingu vega í Skorradal og ekki síst koma upp akfærum vegi í kringum vatn- ið. nú er lag að gera umbætur og lagfæringar. Þörfin er brýn. Hætt- um hefur verið lýst. Það er síðan fyrir Alþingi að skilgreina gróður- og skógarelda sem náttúruvá,“ segir lögreglustjórinn að endingu. kgk Slökkviliðsmenn fylgjast náið með stöðunni Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Viðbragðsaðilar setja sig í stellingar“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.