Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 20196 Fleiri vilja í HÍ LANDIÐ: Háskóla Íslands bárust nærri 5.600 umsókn- ir um grunnám fyrir skólaár- ið 2019-2020, sem er tæplega 13% fleiri umsóknir en í fyrra. Umsóknarfjöldinn er umtals- vert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Heildarfjöldi umsókna í grunn- og framhaldsnám er tæplega níu þúsund, þar af eru um 1.200 umsóknir frá er- lendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára, eins og áður hefur verið greint frá. Sömu sögu er að segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, til- teknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. -kgk Byggingavörur seljast vel LANDIÐ: Velta bygginga- vöruverslana var 13,7% meiri í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Þá var hún 29.9% hærri í maí en í apríl. Er aukin sala á bygginga- vörum rakin til góðrar tíð- ar. „Veðrið lék við bróðurpart landsmanna í maí og virðast margir hafa tekið forskot á sæluna í útiverkunum,“ seg- ir í tilkynningu frá Rannsókn- arsetri verslunarinnar. Sumar- ið er jafnan veltuhæsta árstíðin í byggingavöruverslunu, bæði vegna háanna í ýmsum fram- kvæmdum en einnig vegna árstíðarvara, svo sem garðá- halda og grillvara. „Til þess að útskýra frekar veltuaukn- inguna í maí var haft samband við kaupmenn í bygginga- vöruverslunum. Tóku við- mælendur undir þá skýringu að veðrinu væri um að þakka. Lítill munur væri á markaðs- setningu borið saman við síð- asta ár, ásamt því að ekki væri um að ræða fleiri afsláttardaga en venjulega. Ljóst væri á söl- unni að margir hefðu uppfært sláttuvélar og grill, ásamt því að sinna viðhaldi utanhúss.“ -kgk Geta keypt tölv- ur við útskrift HVALFJSV. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum breytt verklag um notkun spjald- tölva í Heiðarskóla, sem snýr að endurnýjun tækjanna. jafn- framt var samþykkt að veita skólastjóra heimild til að selja útskriftarnemum fjögurra ára gömul tæki fyrir lágmarks- gjald. Greiðslan verður inn- heimt af skrifstofu sveitar- félagsins og færist sem tekjur á Heiðarskóla. Þær tekjur verði nýttar til kaupa á aukabúnaði sem tengist notkun tækjanna. -kgk Hjálmlaus á bifhjóli AKRANES: Ungur vegfar- andi var stöðvaður hjálmlaus á léttu bifhjóli á Kirkjubraut á Akranesi þriðjudaginn 11. júní. Hann var sendur heim með hjólið, auk þess sem for- eldrum hans var gert viðvart og sent bréf með leiðbeining- um um notkun léttra bifhjóla. Lögregla minnir á að skylda er að vera með hjálm þegar létt- um bifhjólum er ekið. -kgk Datt af mótor- krosshjóli AKRANES: Mótorkrossslys varð á æfingasvæði Vélhjóla- félags Akraness við Akra- fjall síðdegis á sunnudaginn. Ökumaður eins hjólsins féll fram fyrir sig og fékk hjól- ið ofan á sig. Hann kenndi sér eymsla í handlegg og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi til að- hlynningar. -kgk Laust barn í bíl BORGARNES: Lögreglu var tilkynnt um laust ung- barn í bíl sem ekið var á Snæ- fellsnesvegi í gegnum Borg- arnes að morgni síðasta mið- vikudags. Viðkomandi öku- maður fannst ekki en lög- regla lítur slíkt athæfi mjög alvarlegum augum. -kgk Tilraun til innbrots AKRANES: Maður kom á lögreglustöðina á Akranesi á miðvikudaginn í síðustu viku og tilkynnti að hugsanlega hefði verið reynt að brjótast inn á heimili hans á Garða- braut. Skófar var á hurðinni að íbúð hans þar sem reynt hafði verið að sparka henni upp. Maðurinn kvaðst ekki vita hver hefði hugsanlega verið þar að verki. -kgk Myndlistarmaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson, eða Baski eins og hann er jafnan kallaður, er bæjarlista- maður Akraness 2019. Tilkynnt var um valið á hátíðardagskrá á Akra- torgi á þjóðhátíðardaginn, venju samkvæmt. Baski er fæddur á Akranesi 5. september 1966. Hann tók snemma upp pensilinn og var farinn að tjá sig með myndlist strax á barna- skólaárum sínum. Sem unglingur sótti hann námskeið hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts og lærði módel- teikningu í Myndlista- og handíða- skólanum. Árið 1987 hélt Baski til noregs og nam leikmyndahönnun. næstu árin sótti hann ýmis nám- skeið þangað til hann hóf nám í myndlistarakademíu AKI Aca- demie voor beldende kunst í Ensc- hede í Hollandi árið 1994. Þaðan útskrifaðist hann með BA gráðu fjórum árum síðar. „Frá þeim tíma hefur Baski verið búsettur í Hol- landi ásamt hollenskri eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. Síðar náði Baski sér í réttindi til kennslu í myndlist í Zwolle í Hol- landi og hefur jafnframt lokið námi í viðgerðum og hreinsun eldri mál- verka,“ sagði Valgarður Lyngdal jónsson, forseti bæjarstjórnar Akra- ness, á athöfninni. Baski hefur haldið margar sýn- ingar víða um Evrópu, hannað leik- myndir, unnið að forvörslu og hald- ið námskeið. „Þrátt fyrir að vera búsettur erlendis hefur Baski hald- ið tryggð við heimahagana og verið ötull við að rifja upp gamlar minn- ingar frá heimabænum Akranesi í gegnum verk sín. Hann málar mik- ið af eldri húsum, götum og íbúum Akraness og heldur minningum um mannlífið sem áður var á lífi. Þær myndir hafa bæði varðveislu gildi og vekja oftar en ekki upp bros og hlýjar minningar samferðarmanna sinna. Hann heimsækir Akranes á hverju ári og heldur árlega mynd- listanámskeið og sýningar,“ sagði Valgarður. kgk Söluskálinn Ó.K. í Ólafsvík hefur verið settur á sölu en um er að ræða skyndibitastað sem hefur starfað undir merkjum Orkunnar og sem söluaðili fyrir Skeljung. Hjónin Þórður Stefánsson og Ólína Krist- jánsdóttir hafa átt og rekið skálann frá upphafi. „Þetta eru komin upp undir 25 ár í þessu,“ segir Þórður þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið. Aðspurður segir hann ekki standa til að loka skálanum ef hann selst ekki innan ákveðins tíma. „Það er engin ástæða til þess. Veltan er góð og þessi skáli verður áfram op- inn. Það er alltaf opið hér, fyrir utan tvo daga á ár, jóladag og nýársdag,“ segir Þórður. Spurður hvers vegna þau hafi sett skálann á sölu seg- ir hann enga sérstaka ástæðu liggja þar að baki. „Við höfum verið lengi að, lengur en flestir aðrir held ég, og okkur finnst þetta bara fínn tími. Ég er samt viss um að það séu bjart- ir tímar framundan í öllu sem varð- ar ferðaþjónustu,“ segir Þórður. arg Bjarni Skúli Ketilsson, eða Baski eins og hann er jafnan kallaður, með blómvönd- inn og viðurkenningarskjalið. Baski er bæjarlistamaður Akraness Söluskálinn Ó.K. settur á sölu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.