Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 21 Langt á þriðja tug slökkviliðsmanna úr Slökkviliði Borg- arbyggðar æfðu viðbrögð við hugsanlegum gróðureldum í Skorradal á föstudagskvöld. Slökkviliðsmenn af starfsstöðvum slökkviliðsins í Borgarnesi, Hvanneyri, Reykholti og Bifröst tóku þátt í æfingunni. Æfingin var sett upp eins og leiðin inn í Skorradal hefði lokast við Stálpastaði. Slökkviliðsmenn ein- beittu sér að því að slökkva þar, en síðan var tekist á við önn- ur verkefni, eins og ímyndaðan húsbruna og björgun úr hús- inu. Slökkviliðsmenn æfðu meðal annars hvernig þeir komast að vatni í dalnum, en slíkt er ekki alls staðar hægur leikur, þó af vatninu sjálfu sé nóg. Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri stjórnaði æfing- unni. Hann var hæstánægður með hvernig til tókst. „Æfing- in gekk alveg ljómandi vel og vonum framar. Öll verkefnin sem við vorum búnir að setja upp tókst að leysa,“ segir hann. „Mér reiknast til að við höfum dælt um hundrað þúsund lítr- um af vatni þar sem leiðin hafði lokast við Stálpastaði. En síðan reyndi á stað þar sem ekki var hægt að leggja niður að Skorradalsvatni og við þurftum að nota tankbílinn okkar. Það gekk upp líka. Í Fitjahlíð glímdum við svo við ímyndaðan eld í ruslagámi og gróðri. Þar tæmdum við tvo bíla og leystum verkefnið,“ bætir hann við. „Á leiðinni til baka, eftir að hefð- bundnum æfingaverkefnum lauk, þá reyndi síðan á samskipti við neyðarlínuna. Við sendum bæði stóra bíla og smáa niður í sumarhúsahverfin, létum neyðarlínuna opna fyrir okkur ör- yggishliðin. Mikið hefur verið talað um að aðgengi að sum- arbústöðunum sjálfum sé ekki nógu gott og má víða til sanns vegar færa. En við rúntuðum þarna um hverfin niðri við vatn- ið á stærstu bílunum og komumst að nánast alls staðar, bæði í Dagverðarneshverfinu og í landi Hvamms. Í leiðinni könn- uðum við hvernig væri með vatnsöflun í þessum hverfum og það lítur bara nokkuð vel út,“ segir Þórður. „Æfingin var því í alla staði hin jákvæðasta, við í slökkviliðinu erum allir mjög glaðir með hvernig til tókst og höfum ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð við æfingunni,“ segir Þórður Sigurðsson að endingu. Þeir sumarhúsaeigendur sem Skessuhorn ræddi við á vett- vangi æfingarinnar lýstu jafnframt ánægju sinni með æf- inguna. Sögðu þeir gott að vita til þess að slökkviliðsmenn væru á tánum gagnvart hugsanlegum gróðureldum í dalnum, í ljósi langvarandi þurrka. kgk Slökkviliðið æfði í Skorradal: „Mjög glaðir með hvernig til tókst“ Vatni úðað á trén við eyðibýlið á Stálpastöðum. Elfar Már Ólafsson og Arnar Víðir Jónsson úða á trén þar sem vegurinn átti að hafa lokast. Dælubíllinn kominn niður að Skorradalsvatni og verið að tengja slöngurnar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar, stjórnaði æfingunni. Gunnar Viðar Gunnarsson slökkviliðs- maður. Tankbíll og slökkviliðsbíll á veginum. Gróðurinn í Skorradal er víða mjög þéttur og getur verið erfitt að komast í gegnum hann. Halldór Sigurðsson á Þorvaldsstöðum við slökkviliðsbílinn. Þorsteinn Eyþórsson á tankbílnum. Slökkviliðsmenn kasta mæðinni. Brunað inn dalinn. Æft við Stálpastaðabæinn gamla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.