Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201928
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Gríðarstór hópsýning myndlistar-
manna verður opnuð víðs vegar um
Snæfellsnes næstkomandi laugardag
og verður opin fram í byrjun sept-
ember. Formleg opnun sýningar-
innar verður í Breiðabliki laugardag-
inn 22. júní, miðstöð Svæðisgarðs-
ins Snæfellsness, sem formlega verð-
ur opnuð sama dag. Ber sýningin
nafnið nr. 3 Umhverfing og er með
nafngiftinni vísað til að Umhverf-
ing flakkar í kringum landið og er
afmarkaður landshluti undir hverju
sinni. Verkefnið er samstarf Aka-
demíu skynjunarinnar, undir stjórn
sýningarstjóranna Ragnhildar Stef-
ánsdóttur, Önnu Eyjólfs og Þórdís-
ar Öldu Sigurðardóttur, auk Svæð-
isgarðsins Snæfellssnes. Bók hefur
verið gefin út um verkefnið þar sem
lesa má sitthvað um sýninguna, lista-
menn og staðsetningu verkanna sem
dreift hefur verið á 15 staði á Snæ-
fellsnesi.
Fyrsta Umhverfing var á Sauðár-
króki, önnur á Austfjörðum og nú
var röðin komin að Snæfellsnesi.
„Hugmyndin er að setja upp mynd-
listarsýningar á stöðum og í húsnæði
þar sem ekki er hefð fyrir nútíma
myndlistarsýningum og þar sem oft
fyrirfinnst ekki hefðbundið sýning-
arhúsnæði fyrir myndlistarsýningar.
Markmið verkefnisins Umhverfing
er að setja upp myndlistarsýningar
á verkum myndlistarmanna í þeirra
„heimabyggð“ það er byggðarlagi
sem þeir tengjast búsetu- eða ættar-
böndum. Hugtakið Umhverfing hef-
ur marglaga merkingu; að snúast, fara
í hringi, taka breytingum, umhverf-
ast. Það vísar í umhverfið, náttúruna
og landið. Umhverfið hefur áhrif
á okkur og við höfum áhrif á um-
hverfið. Úr hvaða umhverfi komum
við, hvar liggja rætur okkar?“ Þannig
segir í kynningu á verkefninu.
Undanfarna daga hefur fimm
manna hópur unnið að uppsetningu
verka víðsvegar um Snæfellsnes auk
þess sem listamenn hafa sjálfir ver-
ið á ferðinni. Óhætt er að segja að
veðrið hafi leikið við mannskapinn.
Hugmyndin er sú að ferðafólk geti
flakkað um svæðið og kíkt á verk
ólíkra myndlistarmanna á fjölmörg-
um stöðum.
71 listamaður
Alls tekur 71 listamaður þátt í sýning-
unni og hafa þeir ólíka tengingu við
svæðið. Voru þeir valdir úr stórum
hópi umsækjenda. Listamennirnir
eru í stafrófsröð:
Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna
Eyjólfs, Anna G. Torfadóttir, Anna
Gunnlaugsdóttir, Arnaldur Máni
Finnsson, Arndís Arnardóttir, Árni
Páll jóhannsson, Áslaug Sigvalda-
dóttir, Ásta Sigurðardóttir, Bjarni
Þórarinsson, Björn Roth, Dóra
Kristín Halldórsdóttir, Dieter Roth,
Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elva
Hreiðarsdóttir, Elsa Dórothea Gísla-
dóttir, Erró, Freyja Eilíf, Guðrún
Vera Hjartardóttir, Gunnar jóns-
son, Harpa Árnadóttir, Helgi Þor-
gils Friðjónsson, Hildur Margrét-
ardóttir, Hjördís Halla Eyþórsdótt-
ir, Hulda HreinDal Sig., Inga Sigga
Ragnarsdóttir, Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir, Ísak Snorri Marvinsson, john
Zurier, jóhanna Hreinsdóttir, jón
Sigurpálsson, jóhanna Hreinsdóttir,
jón Sigurpálsson, jón Þorsteinsson,
Karna Sigurðardóttir, Katrín Agnes
Klar, Katrín Lilja Kristinsdóttir, Kes-
tutis Musteikis, Kristján Guðmunds-
son, Logi Bjarnason, Lúðvík Karls-
son – Liston, Magdalena Margrét
Kjartansdóttir, Magnús Þór jóns-
son – Megas, Magnús Sigurðarson,
Margrét Elfa Ólafsdóttir, Margrét
Blöndal, Margrét jónsdóttir, nina
Hubbs Zurier, niels Hafstein, Ósk
Vilhjálmsdóttir, Peter Lang, Ragn-
ar Kjartansson, Ragnar Kjartansson,
Ragnhildur Ágústsdóttir, Ragnhild-
ur Stefánsdóttir, Ragnhildur Lára
Weisshappel, Rakel Steinarsdóttir,
Rannveig jónsdóttir, Rósa njálsdótt-
ir, Rúrí, Sigríður Björnsdóttir, Sigur-
borg Stefánsdóttir, Sigurður Guð-
mundsson, Sjøfn Har, Sólrún Hall-
dórsdóttir, Steingerður jóhanns-
dóttir, Steingrímur Eyfjörð, Þórunn
Björnsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Þur-
íður Sigurðardóttir, Þórdís Alda Sig-
urðardóttir, Þórður Halldórsson frá
Dagverðará og Æsa Björk.
mm
Fátt er það sem valdið hefur jafn
mikilli byltingu í landbúnaði hér-
lendis, eins og þegar dráttarvélar
komu til landsins á viðráðanlegu
verði. Hver og einn bóndi gat þá
keypt vél sem hægt var að nýta til
sem flestra verka á búinu, hvort sem
það var heyskapur eða jarðrækt. Til
að byrja með voru þetta einfald-
ar vélar sem nýttust ef til vill ekki
sem skyldi vegna þeirrar tækni sem
þær voru búnar. Það var því mikil
bylting þegar í maímánuði 1949 var
haldin kynning á nýjum dráttarvél-
um sem verið var að flytja til lands-
ins. Þar var um að ræða Fergu-
son, með allri þeirri tækni sem þær
dráttarvélar bjuggu yfir. Einkum
má nefna þrítengisbeislið sem olli
byltingu í möguleikum á að nýta
dráttarvélarnar til jarðvinnslu. Í
hugum margra er Ferguson „Trak-
torinn!“ og lýsir það þeim sess sem
hann hafði og hefur enn hjá mörg-
um sem unnu á honum eða nutu
góðs af verkum hans.
Á Hvanneyrarhátíð, sem haldin
verður laugardaginn 6. júlí næst-
komandi, verður þess minnst að
70 ár eru síðan fyrstu Ferguson
dráttarvélarnar komu til landsins.
Fergusonfélagið mun standa fyrir
sýningu þar sem leitast verður við
að sýna sem flestar gerðir af Fergu-
son og Massey Ferguson dráttar-
vélum, sem komið hafa til landsins,
auk ýmissa véla sem tengdar voru
við þær.
Fergusonfélagið, í samstarfi við
Landbúnaðarsafn Íslands, leitar
til íbúa í Borgarfirði og nágrenni
hvort ekki séu til Fergusonvélar á
svæðinu sem eigendur vildu sýna á
þessum degi. Sérstaklega skemmti-
legt væri að fá sem flestar Fergu-
sonvélar sem komu hingað 1949.
Það væri vel þegið ef Borgfirðingar
vildu taka þátt í að gera þennan dag
sem veglegastan og sýna dýrgripi
sína sem annars eru geymdir inni
í vélageymslum. Eins væri gaman
að sjá á Hvanneyrarhlaðinu vélar af
öðrum gerðum, einkum þeim sem
eru fágætar.
Þeir sem væru til í að taka þátt
eru beðnir um að hafa samband við
Ragnar jónasson, síðustjóra Fergu-
sonfélagsins með netfangið fergu-
sonfelag@gmail.com eða jóhannes
Ellertsson í Borgarnesi með net-
fangið joi@lbhi.is.
Vonandi sjáum við sem allra
flesta úr héraði á Hvanneyrarhátíð-
inni, hvort sem er með sínar vélar
eða til að njóta alls þess sem í boði
verður á hátíðinni.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir
Höf. er safnstjóri Landbúnaðar-
safns Íslands.
Meðal sýnenda á Nr. 3 Umhverfingu er Sólrún Halldórsdóttir sem sett hefur upp
verk sitt „Stóri sunnan“ í heimabæ sínum Grundarfirði. Eins og heimamenn
þekkja er Stóri sunnan geysilegt stórviðri þegar sunnanáttin steypist niður fjöllin.
Stóri sunnan er þannig grundfirsk lýsing á veðri og ekki notuð annarsstaðar.
Fjölmörg veðurheiti eru til og sjást í verkinu, allt frá Blankalogni til Gjörninga-
veðurs. Ljósm. gkh.
Listsýningin Umhverfing 3
verður opnuð á Snæfellsnesi Ferguson á
Íslandi í 70 ár
Þessa mynd tók Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri, sennilega á árunum
1955-1958 og þá hugsanlega í Borgarfirði. Myndin er úr fórum Landbúnaðar-
safnsins og er ein fjölmargra sem birtust í bók um sextugan Ferguson, fyrir tíu
árum.