Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201910 Brynhildur Óla Elínardóttir hef- ur verið ráðin sóknarprestur Staf- holtsprestakalls og tók hún við embætti til eins árs 1. júní síðast- liðinn. Brynhildur var áður sókn- arprestur í Skeggjastaðaprestakalli austur á Bakkafirði sem svo varð Langanesprestakall, auk þess sem hún gegndi þjónustu á Vopnafirði í tvö ár. „Ég flutti að Skeggjastöð- um 1995, vígðist til Skeggjastaða- prestakalls í febrúar 1996 og hef kunnað vel við mig á norðaustur- horni landsins, enda alin upp í ein- angrun á jökuldal,“ segir Brynhild- ur í samtali við Skessuhorn. En hvernig kom það til að hún færði sig í Borgarfjörðinn? „Það voru gerðar kerfisbreytingar á skipan þar eystra og ég ákvað bara að slá til og skipta um starfsvettvang eft- ir tæpan aldarfjórðung fyrir austan. Það er sannarlega eftirsjá að flytja frá Bakkafirði en norðausturhornið er mér ákaflega kært. Það er óhætt að segja að hjarta bóndans slái hratt þegar þarf að bregða búi en Borg- arfjörðurinn hefur tekið vel á móti mér,“ segir Brynhildur. Mikil áhugakona um sauðfé „Hér hef ég kynnst prýðis mann- eskjum, svo sem eins og safnaðar- nefndafólki hér í kallinu og sé strax að Borgarfjörðurinn er búsældarleg sveit,“ segir Brynhildur og heldur áfram: „Þá kemur mér í huga vísa sem landsþekktur sæmdarmaður orti þegar við hittumst á sauðburð- arvaktinni hér í sveit skammt frá, en Helgi Björnsson heitir maður- inn. Svo hljóðar vísan: „Brynhildur kann búfé að að hlú, menn búast ekki við að neinu halli með að dável muni sinna sú sauðunum í Stafholtsprestakalli.“ Mér þótti þessi vísa bæði góð og mjög viðeigandi, en ég hef ákaflega mikinn áhuga á íslensku sauðkind- inni og sauðfjárrækt. Auk þess sem að sjálfsögðu uni ég mér einstaklega vel í starfi sem prestur,“ segir Bryn- hildur. Aðspurð segist hún reka sauðfjárbú austur á Skeggjastöð- um. „Vinkonu minni lánaði ég búið þegar ég fór í frí og námsleyfi sem ég var að koma úr núna. Ég mun trúlega bregða búi eystra en segi nú eins og séra Elínborg Sturludóttir sem hér þjónaði; „á þeim heilaga stað sem Stafholt er,“ hyggst ég með haustinu taka fé á hús, en fal- ast eftir hreinmórauðum, vel gerð- ur gimbrum í haust, sem og fallega mómögóttum ef þær finnast. Það tók mig heil átta ár þar eystra að rækta vel byggt litfrítt mómögótt,“ segir Brynhildur. Góðar móttökur Fyrsta guðsþjónusta Brynhildar í Stafholtskirkju var 9. júní síðast- liðinn. „Eftir athöfn var kaffi og hitti ég þar sveitunga mína sem var sérlega ánægjulegt. Þá var einnig messa í Hvammskirkju 16. júní og kirkjukaffi eftir athöfn. Þar hitti ég norðdælinga hverjir voru gestrisnir heim að sækja. Meðal annarra hitti ég markavörðinn Þóri Finnsson og hef ég mælt mér mót við hann að finna mér þægilegt eyrnamark hið fyrsta,“ segir Brynhildur kát. „Starfið leggst allt vel í mig. Söfn- uðirnir hafa tekið vel á móti mér og nú þegar hafa nokkrir látið mig vita af mislitu fé hér í sveit. Fyrir ligg- ur að komast að því hvort hægt sé að sækja námskeið hér í Borgarfirði og að ég geti þjálfað Border Col- lie hvolpinn minn hann Dreka og verð þá vel sett,“ segir Brynhildur að endingu. arg Gamli leikfimisalurinn við Grunn- skóla Borgarness hefur nú verið rifinn. Ráðist var í niðurrif á þeim hluta skólans á þriðjudaginn í lið- inni viku. nokkrir Borgnesingar fylgdust með niðurrifinu og bærð- ust blendnar tilfinningar í hugum sumra að sjá gamla leikfimisalinn hverfa endanlega. Með niðurrifinu opnast skólalóðin betur og verður til pláss fyrir nýja starfsemi. Yngri kynslóðin af þeim nemendum sem hafa gengið í grunnskólann kannast betur við þennan hluta sem smíða- stofuna en nú verða allar list- og verkgreinar á sama stað í vestur- enda hússins þegar framkvæmdum þar verður lokið síðar á árinu. glh Undanfarin þrjú sumur hafa ljós- myndasýningar verið á Stálpastöð- um í Skorradal. Staðurinn er sér- stakur og sýningarsvæðið óvenju- legt þar sem sýnt er undir berum himni, í skjóli hárra trjáa, í og við gömlu hlöðuna sem fyrir hálfri öld þjónaði sem gististaður ungmenna sem unnu við plöntun barrtrjáa á svæðinu. Í ár verður fjórða ljósmyndasýn- ingin á Stálpastöðum. nú er það Guðlaugur Óskarsson fv. skóla- stjóri sem sýnir og er þema sýning- arinnar hestar, menn og náttúran. Guðlaugur mun opna sýninguna kl. 15:00 laugardaginn 22. júní og verður hún opin allan sólarhringinn til 29. september. Það er Uppbygg- ingarsjóður Vesturlands sem styður framtakið. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna og allir velkomnir. -fréttatilkynning Hið árlega norðurálsmót í knatt- spyrnu fer fram á Akranesi um helgina, dagana 21.-23. júní. Mótið er eitt stærsta íþróttamót landsins, ætlað drengjum í 7. flokki, á aldr- inum sex til átta ára. „Það stefnir í metþátttöku í ár,“ segir Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA, í sam- tali við Skessuhorn. „Búast má við því að mikill fjöldi fólks sæki Akra- nes heim á meðan mótinu stend- ur. Ég hvet alla bæjarbúa til að taka höndum saman og gera þetta að frábærri helgi, því norðurálsmótið er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélag- ið,“ segir Sigurður. Dagskrá mótsins er með hefð- bundnu sniði. Keppendur ganga í skrúðgöngu frá bæjarskrifstofun- um kl. 10:45 á föstudaginn. Leið- in liggur í Akraneshöllina þar sem mótið verður sett. Að lokinni setn- ingu mótsins hefst síðan keppni fyrsta mótsdags og stendur þar til mótinu lýkur kl. 13:00 á sunnudag. Að sögn Tjörva Guðjónssonar, verkefnastjóra hjá KFÍA, hafa 1.450 keppendur frá 36 aðildarfélög- um boðað komu sína á mótið þeg- ar þessi orð eru rituð á mánudegi. Áætlað er að keppendum fylgi sam- tals um 4.500 manns. Heildarfjöldi gesta sem sækir Akranes heim á meðan mótinu stendur er því farinn að nálgast 6.000. Enn fremur kveðst hann eiga von á því að fleiri dvelji á Akranesi alla mótsdagana en áður. „Skráning á tjaldsvæðið er meiri en verið hefur. Það virðist vera að færast í aukana að fólk úr Reykja- vík verji allri helginni á Akranesi, í stað þess að keyra á milli kvölds og morgna. Það stefnir allt í blússandi flott mót,“ segir Tjörvi að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Stefnir í metþátttöku í Norðurálsmótinu Ekkert gefið eftir í viðureign Fram og KR á síðasta móti. Ungur Skagapiltur fagnar eftir að hafa komið boltanum í netið á Norðurálsmótinu í fyrra. Ein mynda Guðlaugs á sýningunni er af Ingimar Sveinssyni á reið skammt frá Hvanneyri. Guðlaugur sýnir ljós- myndir á Stálpastöðum Niðurrif hófst á þriðjudaginn í liðinni viku og lauk síðar í vikunni. Ljósm. Sólrún Lind Egilsdóttir. Gamli leikfimisalurinn horfinn af sjónarsviðinu Brynhildur Óla er nýr sóknarprestur í Stafholtsprestakalli Brynhildur Óla Elínardóttir í fyrstu guðsþjónustu sinni við Stafholtskirkju Hvítasunnudag 9. júní síðastliðinn. Ljósm. Kristján Friðriksson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.