Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 23
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
S: 570-9000 – www.frumherji.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Sumaropnun Frumherja
í Borgarnesi
24 - Júní
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
25 - Júní
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
26 - Júní
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
27 - Júní
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
28 - Júní
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
1 - Júlí
Opið
2 - Júlí
Opið
3 - Júlí
Opið
4 - Júlí
Opið
5 - Júlí
Opið
8 - Júlí
Opið
9 - Júlí
Opið
10 - Júlí
Opið
11 - Júlí
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
12 - Júlí
Afgreiðsla opin
til kl 12
Lokað fyrir
Skoðanir
15 - Júlí
Opið
16 - Júlí
Opið
17 - Júlí
Opið
18 - Júlí
Lokað
19 - Júlí
Lokað
22 - Júlí
Opið
23 - Júlí
Opið
24 - Júlí
Opið
25 - Júlí
Lokað
26 - Júlí
Lokað
29 - Júlí
Lokað
30 - Júlí
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
31 - Júlí
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
1 - Ágúst
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
2 - Ágúst
Afgreiðsla opin
Lokað fyrir
Skoðanir
Allir í golf í Borgarbyggð
Laugardaginn 22. júní kl. 10.00-12.00
Pylsupartý verður kl. 12.00
Gullhamar, 8 holu stutt völlur leikinn.
Slaghamar, æfingasvæði,
leiðbeiningar og æfingar.
Kennarar og
aðstoðarfólk
verða á
staðnum
Golfklúbbur Borgarness – Hamri
að opna og loka öllum gluggum
þannig að eina hljóðið hérna inni
verður frá kúnum. Þeir segja, sem
hafa byggt svona hús, að skepnurn-
ar verði mun rólegri.“
Allar kýrnar
tölvuvæddar
Eins og fyrr segir þá munu kýrnar
á Snorrastöðum fá töluverða upp-
færslu á sínu daglega umhverfi. Þær
fá stærri bása til legu og meira að
segja fá þær dýnu undir gúmmí-
mottuna sem þær koma til með að
liggja á, ásamt því að hafa kodda til
að hvíla hausinn á. „Ég hugsaði um
að skipta út hjónarúminu fyrir það
sem kýrnar eru að fá,“ segir bónd-
inn í gríni. „Hérna verða þær alveg
frjálsar. Þær rúlla svo réttsælis um
fjósið, geta fengið sér vatn, stopp-
að við í klórvélinni eða fengið sér
fóðurbæti á leiðinni að róbotan-
um. Þær verða svo allar með tölvu-
kubb um hálsinn svo að róbótinn
geti séð hvort þær séu með mjólk-
urheimild eða ekki hverju sinni. Ef
það er heimild, þá fara þær í röð-
ina til að láta mjólka sig. Ef heimild
fæst ekki, þá hleypur róbótinn þeim
beint í gegn en hver og ein kýr á
það til að fara um 30 rúnta á dag í
svona fjósum,“ segir Kristján.
Feitasta og þyngsta
mjaltakonan til þessa
Róbótinn sem verður settur upp
í nýja fjósinu á Snorrastöðum er
sá allra nýjasti af gerðinni DeLa-
val. Hann kostaði um 19 milljón-
ir króna og vegur um 1.400 kíló.
„Þessi róbóti kom á markaðinn
seint á síðasta ári, er allra nýjasta
græjan þarna úti og kemur til með
að vinna allan sólarhringinn, 365
daga á ári,“ segir Kristján, spennt-
ur að sjá róbótann komast í gagn-
ið. „Róbótinn fylgist með öllu fyr-
ir okkur. Þegar stækkunin er svona
mikil þá er nauðsynlegt að hafa
meiri yfirsýn og fá þetta upplýs-
ingaflæði til að geta fylgst vel með.
Allar þessar upplýsingar get ég svo
nálgast í gegnum sérstakt app í sím-
anum.“
Kristján segir hins vegar að hann
hafi ekki alltaf verið á róbótavagn-
inum. „Hefði ég verið spurður fyrir
sex árum síðan þá hefði ég ekki far-
ið þessa leið við stækkun fjóss. nú
er hins vegar komin meiri reynsla
á róbótana, fínn árangur náðst með
þeim og menn hafa sannað það að
það er vel hægt gera þetta. Aftur á
móti þarf maður að taka aðeins til
í kollinum á sér og læra ákveðna
hluti upp á nýtt. Við þurfum að
fara að einblína á önnur atriði en
þau sem við erum vön. nú er meira
eftirlit og við þurfum að vera dug-
leg að fylgjast með en á móti kemur
verður vinnuhlutinn og störf ábú-
enda mun léttari.“
Fjölga kúnum sjálf
Gamla fjósið á Snorrastöðum var
komið á undanþágu og höfðu ábú-
endur ekki um annað að velja en að
annað hvort byggja nýtt og stærra
fjós eða hætta alfarið með kýr. „Við
þurftum að fara í breytingar. jörðin
ber tvær fjölskyldur og þetta er liður
í að halda því áfram,“ segir Kristján
en eins og fyrr segir mun elsti sonur
þeirra hjóna, Magnús Kristjánsson,
koma inn í búskapinn. „Það er gott
að fá fleiri hendur inn í bústörfin.
Það verður ekkert slor að taka við
þessu en ég verð alveg óþolandi
fram á dauðadag, hann verður bara
að þola það,“ segir Kristján, faðir
Magnúsar, og hlær.
Í dag eru 27 mjólkandi kýr á bæn-
um, þar af eru tvær í geldstöðu sem
bera seinna í sumar. Að auki eru 23
kvígur sem eiga að bera á næstu sjö
mánuðum. Það verður því fjölgun
um allavega helming áður en árið
verður liðið. „Við erum að fram-
leiða um 180.000 lítra af mjólk í
dag. Takmarkið hjá okkur er að bæta
við 250.000 lítra kvóta en nýja fjósið
ætti að ráði vel við um 500.000 lítra
framleiðslu,“ segir Kristján.
Telur að kýrnar verði
sneggri að aðlagast
nú er allt kapp lagt á að klára að
mála inni í húsinu og ljúka öðr-
um frágangi. „Við sjáum um allt
svoleiðis og setjum innréttingarn-
ar upp,“ segir Kristján. Aðspurður
hvað hann hlakkar mest til þá segist
hann spenntastur að sjá viðbrögð-
in hjá kúnum þegar þeim „verð-
ur boðið í bæinn.“ „Þú getur rétt
ímyndað þér viðbrigðin. Við erum
að tala um að allar kýrnar í gamla
fjósinu komast í eitt hornið í nýja
fjósinu. Sumum á bænum kvíðir
fyrir að kenna kúnum á nýja rútínu,
hún verður allt öðruvísi en það sem
þær eru vanar. Hér verða þær frjáls-
ar og láta mjólka sig þegar þær vilja.
Það verður mun erfiðara, held ég,
að venja mannskapinn. Það verð-
ur eitthvað stórkostlegt og fyndið,“
segir bóndinn á Snorrastöðum að
endingu.
glh
Hundurinn Kátur plataði blaðamann í leik og fékk hann til að kasta spýtu.
Mjólkurbíllinn sótti mjólkina á Snorrastöðum í gamla fjósið á meðan heimsókn
stóð yfir.