Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201914 Bílvelta á Snæ- fellsnesi EYJA- OG MIKL: Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi á laugardag- inn skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi. Öku- maður var í æfingarakstri ásamt móður sinni og þremur öðrum farþegum, sem allir eru börn. Ökumaðurinn missti bílinn út í hægri kant vegarins, tók í stýr- ið með þeim afleiðingum að bíll- inn valt nokkrar veltur og end- aði utan vegar. Allir voru með ör- yggisbeltin spennt þegar óhapp- ið varð en loftpúðarnir sprungu ekki. Þegar lögregla kom á stað- inn voru allir komnir út úr bíln- um og afturkölluð aðstoð tækja- bifreiðar slökkviliðs. Svo heppi- lega vildi til að læknir og hjúkr- unarfræðingur áttu leið hjá slys- stað og gátu komið fólkinu til aðstoðar á meðan beðið var eft- ir sjúkrabílum sem sendir voru frá Stykkishólmi og Borgarnesi. Fólkið kenndi sér eymsla en eng- inn virðist hafa slasast alvarlega. -kgk Of ungur til að aka BORGARFJ: Lögregla stöðvaði ökumann við almennt umferðar- eftirlit í Borgarfirði aðfararnótt laugardags. Kom þá á daginn að ökumaðurinn hafði ekki náð 17 ára aldri og reyndist ekki hafa fengið ökuréttindi. Haft var sam- band við foreldra viðkomandi og Barnavernd Borgarbyggðar til- kynnt um málið, eins og lögreglu ber skylda til að gera. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 8.-14. júní Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes: 20 bátar. Heildarlöndun: 29.095 Mestur afli: Ísak AK: 3.675 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 24 bátar. Heildarlöndun: 45.136 kg. Mestur afli: Bárður SH: 5.704 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 406.401 kg. Mestur afli: Bylgja VE: 140.225 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 34 bátar. Heildarlöndun: 125.760 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 33.373 kg í þremur róðrum. Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 93.864 kg. Mestur afli: Særif SH: 34.066 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 25 bátar. Heildarlöndun: 102.144 kg. Mestur afli: Blíða SH: 8.204 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Bylgja VE - GRU: 79.253 kg. 10. júní. 2. Breki VE - GRU: 68.095 kg. 10. júní. 3. Hringur SH - GRU: 66.703 kg. 12. júní. 4. Sigurborg SH - GRU: 64.799 kg. 10. júní. 5. Bylgja VE - GRU: 60.972 kg. 13. júní. -kgk Spánýtt listaverk prýðir nú gafl íþróttahússins á Hellissandi og gríp- ur auga bæði íbúa og gesta bæjar- ins. Frystiklefinn í Rifi stóð fyrir al- þjóðlegri hugmyndasamkeppni um vegginn og á endanum var myndin af hrútnum sem nú prýðir vegginn valin. Höfundar þess eru þær Lacey jane og Layla Folkmann, en þær koma frá Kanada. „Eins og sjá má heppnaðist verkið mjög vel og við erum stolt af því að hafa hrundið þessu í framkvæmd. Til gamans má geta að við töldum 200 ferðamenn stoppa við til þess að taka mynd af verkinu í gær,“ segir á Facebook- síðu Frystiklefans á þjóðhátíðar- daginn. kgk/ Ljósm. Snæfellsbær. Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Skógræktin á Vesturlandi og Fé- lag skógarbænda á Vesturlandi efna í sameiningu til skógardags í Reyk- holti í Borgarfirði fyrir alla fjöl- skylduna, laugardaginn 22. júní nk. Ætlunin er að hafa samkomustað í Eggertslundi, en þar verða leik- ir, plöntuhappdrætti, leiðbeining- ar í tálgun og söngur. Farið verð- ur í skógargöngu og boðið uppá veitingar. Samkoman stendur frá klukkan 13.00 til 16.00. Í fyrra var slíkur dagur haldinn um allt land, hér í héraðinu í Selskógi í Skorra- dal. „Hugmynd er að félagsmenn í FsV hittist og borði sameiginlega að lokinni samkomu annað hvort í Hótel Reykholti eða í veitinga- húsinu Kraumu við Deildartungu- hver. Áhugasamir hafi samband við Bergþóru formann FsV á netfang- ið hrútsstaðir@simnet.is eða í síma 866-4175. Heimsókn til skógar- bænda á Oddsstöðum Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað 23. júní 1997. Hefð er að félagsmenn hittist þennan dag hjá einhverjum skógarbónda innan félagsins og skoði skógræktina hjá honum. nú í ár bjóða skógarbændur á Oddsstöðum II í Lundarreykjadal, þau Sigrún Kristjánsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson, til heimsóknar í skógræktina á Oddsstöðum sunnu- daginn 23. júní n.k. Oddsstaðir 1 og II eru með sameiginlegan skógrækt- arsamning frá árinu 2000. Skógar- bændur á Oddsstöðum I eru Sigurð- ur Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir. Mæting á Oddsstöðum er klukkan 14.00 og er þá boðið upp á ketilkaffi að sið skógarbænda. Síð- an verður skógarganga og að henni lokinni verður boðið uppá veitingar. „Æskilegt er að gestir tilkynni þátt- töku á netfangið furutun@simnet. is eða í síma 862-6361,“ segir í til- kynningu. mm Umfangsmestu sinueldar í sögunni urðu á Mýrum í lok mars og byrjun apríl 2006 þegar um 70 hekt- arar lands brunnu. Í ljósi þess að nú er búið að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna þurrka á öllu Vestur- landi, er rétt að rifja það upp að Mýraeldarnir urðu vegna þess að sígarettu var kastað út um glugga á bíl sem ekið var um Snæfellsnesveg í Hraunhreppi á Mýrum. Kveikti stubbur þessi eld í sinu og lauk ekki slökkvistarfi fyrr en þremur sólarhringum síð- ar. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim stað sem eldarnir hófust vorið 2006, rauði hringurinn mark- ar svæðið þar sem glóðin kveikti þennan mikla eld. Förum varlega! mm Yfirlitsmynd af Reykholti tekin sumarið 2016. Ljósm. gó. Líf í lundi í Reykholtsskógi á laugardaginn Hrútur á Hellissandi Listaverkið af Hrútnum á gafli íþróttahússins á Hellissandi. Það eru listakonurnar Lacey Jane og Layla Folkmann sem eru höfundar verksins, en þær eru teymi frá Kanada. Varúð í ljósi sögunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.