Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201930
Fimm leikmenn sömdu við körfu-
knattleiksdeild Skallagríms í liðinni
viku og munu leika með meistara-
flokki karla í 1. deild karla næsta
vetur. Þetta eru þeir Bergþór Ægir
Ríkharðsson, Hjalti Ásberg Þor-
leifsson, Ásbjörn Baldvinsson,
Gunnar Örn Ómarsson og Marinó
Þór Pálmason.
Bergþór, Ásbjörn og Gunnar Örn
munu leika stöðu framherja með
liðinu á meðan Hjalti og Marinó
verða í hlutverki bakvarða. Allir eru
þessi drengir vel kunnugir Skalla-
grími og hafa spilað með félaginu
áður. Bergþór Ægir lék núna á síð-
ustu leiktíð með félaginu en hinir
fjórir eru allir að snúa aftur í her-
búðir Skallagrímsmanna eftir eins
árs fjarveru.
glh
Íþróttmót verða nokk-
ur á Akranesi um kom-
andi helgi. Fjölmenn-
ast verður norðuráls-
mótið í knattspyrnu,
en auk þess tvö golf-
mót á Garðavelli. Síðast
en ekki síst er Faxaflóa-
mót kjölbáta 2019 sem
stendur frá föstudegi til
sunnudags. Skúturnar
verða ræstar úr Reykja-
vík klukkan 18 en eðli
málsins samkvæmt mun
byr ráða komutíma
þeirra til Akraness. Á laugardeg-
inum verða sigldir nokkrir leggir
á Krossvíkinni og á sunnudeginum
verður ræsing klukkan 13 í síðasta
legginn til Reykjavíkur. Í fyrra voru
fyrstu bátar vel innan við klukku-
tíma á leiðinni en þá blés hressilega
úr suðri. Það kemur í ljós hvern-
ig siglingafólkinu tekst að nýta sér
byrinn.
Að sögn Guðmundar Benedikts-
sonar formanns Sigurfara verður
líflegt við höfnina um
helgina og ekki síður
eftir helgi, en þá hefst
fyrsta siglinganámskeið
Sigurfara þetta sumarið.
„Félagið er komið með
eigin siglingaþjálfara.
Hann heitir Daníel Þór
Ágústsson og er reyns-
lumikill björgunarsvei-
tamaður úr Reykjavík.
námskeiðshald er því
tryggt í sumar og næsta
sumar. Fimm komast á
hvert námskeið og skrá-
ning fer fram á facebook-síðu Si-
gurfara, í tölvupósti til gummi1-
ben@gmail.com eða hjá formanni
í síma 847-0818,“ segir Guðmun-
dur.
mm
Síðasta hópfimleikamót ársins, GK
deildarmeistaramótið, fór fram í
Garðabæ laugardaginn 8. júní síð-
astliðinn. Keppt var í 1.-5. flokki,
meistaraflokki kvenna og karla-
flokki yngri og karlaflokki eldri. Til
leiks mættu þau sex lið í hverjum
flokki sem náðu bestum árangri á
mótum tímabilsins.
Fimleikafélag Akraness sendi
þrjú lið til keppni. Meistaraflokk-
ur ÍA gerði sér lítið fyrir og sigr-
aði með 42.895 stigum. Liðið er
því Íslandsmeistari í meistaraflokki
kvenna.
Lið ÍA í 5. flokki hafnaði í fimmta
sæti með 28.245 stig og 4. flokks
liðið lenti í fjórða sæti. kgk
Þrítugasta Kvennahlaup ÍSÍ og
Sjóvár fór fram í blíðskaparveðri
um allt land síðastliðinn laugar-
dag. Þátttaka í hlaupinu var afar
góð, en að þessu sinni hlupu um
tíu þúsund konur á yfir 80 stöð-
um um land allt sem og erlend-
is. Á starfssvæði Skessuhorns var
hlaupið á níu stöðum; Akranesi,
Borgarnesi, Hvanneyri, Reyk-
holti, Grundarfirði, Ólafsvík, frá
Lýsuhóli, í Búðardal og á Reyk-
hólum. „Mikil og góð stemning
var hjá þátttakendum konum sem
körlum, ungum sem öldnum sem
fögnuðu 30 ára afmælinu með
okkur í dag. Gleði og kátína skein
úr hverju andliti þegar konur á
öllum aldri komu saman og áttu
skemmtilega stund þar sem sum-
ar hlupu en aðrar gengu,“ sagði
í tilkynningu frá ÍSÍ að hlaupi
loknu.
Markmið Kvennahlaupsins
hefur frá upphafi verið að vekja
áhuga kvenna á reglulegri hreyf-
ingu. Hver tekur þátt á sínum
forsendum og lögð er áhersla á að
allir komi í mark á sínum hraða
og með bros á vör. „Það sem er
svo skemmtilegt við Kvenna-
hlaupið er að þar koma saman
konur á öllum aldri. Mjög algengt
er að margir ættliðir fari saman í
hlaupið og geri sér jafnvel glaðan
dag saman að hlaupi loknu.“
kgk
Esjuhlaupið svokallað, Mt. Esja
Ultra, var haldið síðastliðinn laug-
ardag. Keppt var í tveimur grein-
um, annars vegar fjallamaraþoni og
hins vegar tveimur ferðum upp að
Steini.
Vestlendingurinn Sigurjón Ernir
Sturluson sigraði í tveimur ferðum
upp að Steini á tímanum 1:32.29
sek. og Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir frá Hvanneyri bar sigur úr
býtum í fjallamaraþoni kvenna.
Hún fór maraþonið á tímanum
7.13.29 sek.
jose Davia Cantos var fljótastur í
fjallamaraþoni karla á 6:28.15 sek.
og Elizabeth Halleran var fljótust
kvenna til að fara tvisvar upp að
Steini á 1:45.54 sek. kgk
Síðast var samið við Marinó Þór og Gunnar Örn, á þjóðhátíðardeginum sjálfum.
Bætist enn frekar í
leikmannahóp Skallagríms
Faxaflóamót kjölbáta
og siglinganámskeið
Meistaraflokkur ÍA með Íslandsmeistarabikarinn. Ljósm. Fimleikasamband Ís-
lands.
Hömpuðu Íslandsmeist-
aratitli í hópfimleikum
Sigruðu í Esjuhlaupinu
Hlaupið ræst af stað.
Konur hlupu saman á laugardaginn
Kvennahlaupið farið af stað á Akranesi síðastliðinn laugardag. Hitað upp fyrir hlaupið á Akranesi.
Hópurinn sem hljóp saman í blíðunni á Hvanneyri. Ljósm. Aldís Arna Tryggvadóttir.
Mæðinni kastað eftir Kvennahlaupið í Grundarfirði. Ljósm. sk.
Upphitun í fullum gangi fyrir Kvennahlaupið í Búðardal.
Ljósm. Ingibjörg Anna Björnsdóttir.