Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 20198 Boðið að skoða starfsemina STYKKISH: Kanadíska fyr- irtækið Acadian Seaplants hefur boðið fulltrúum Stykk- ishólmsbæjar í heimsókn til nova Scotia til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, stefnu þess í auðlindastjórnum, rannsóknum og þróun. Bæj- arráð Stykkishólmsbæjar sam- þykkti á síðasta fundi sínum að senda oddvita flokkanna í bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra til nova Scotia. jafnframt var bæjarstjóra falið að kanna hvort Íslenska kalkþörunga- félagið hefði áhuga á að kynna starfsemi sína með sambæri- legum hætti. Þessi tvö fyrir- tæki hafa lýst yfir áhuga á að uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi, eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni. -kgk Þrír deildu stóra pottinum LANDIÐ: Þrír heppnir lottó- miðaeigendur skiptu með sér sjöfalda lottópottinum sem dreginn var út á laugardag- inn. Fær hver og einn þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna. Einn þeirra keypti miðann í Olís í norðlingaholti en hinir tveir á heimasíðu Lottó. Átta deildu bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 150 þúsund króna vinning. níu miðaeigendur voru með fjór- ar réttar tölur í jókernum. Heildarfjöldi vinningshafa að þessu sinni var 16.507. -kgk Stútur undir stýri VESTURLAND: Ökumað- ur var stöðvaður á Skagabraut á Akranesi þriðjudaginn 11. júní, grunaður um ölvun við akstur. Maðurinn var hand- tekinn og gert að gefa blóð- og þvagsýni. Málið er til rann- sóknar. Tilkynnt var um hugs- anlega ölvaðan ökumann sama dag við Hyrnuna í Borgarnesi en ökumaðurinn fannst ekki. Ökumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi við Bifröst miðvikudaginn 12. júní, grun- aður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn var handtekinn. Efni fundust við leit í bílnum og neysla hef- ur verið staðfest. -kgk Brotist inn í bíla AKRANES: Tveir grun- samlegir menn í bláum úlp- um með bláar húfur, sáust á ferð í jörundarholti á Akra- nesi miðvikudaginn 12. júní. Sást til mannanna fara inn í bíla. Lögregla kannaði málið og fann mennina í felum við tré nálægt golfvellinum. Ann- ar þeirra náðist á hlaupum og var færður í handjárn en hinn komst undan. Sá sem náð- ist neitaði sök en þegar ver- ið var að færa þann sem náð- ist í fangaklefa fannst hassmoli á honum. Maðurinn viður- kenndi að eiga efnið og verð- ur kærður fyrir vörslu og með- ferð ávana- og fíkniefna. Inn- brotin í bílana eru hins vegar enn til rannsóknar. -kgk Gúanó á götunni AKRANES: Umferðaróhapp varð á gatnamótum Akranes- vegar og Akrafjallsvegar síðasta miðvikudag. Ökumaður vöru- bifreiðar tók full snarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hleri á hlið bílsins opnaðist og átta 300 lítra fiskikör féllu út úr bílnum. Körin voru full af laxaúrgangi sem ætlaður var í bræðslu. Kallað var eftir að- stoð vinnuvéla við að hreinsa upp úrganginn. Að sögn lög- reglu var töluverð lykt á vett- vangi og ekki af betri gerðinni. Sama dag varð árekstur á Inn- nesvegi til móts við Grunda- skóla. Engin slys urðu á fólki. -kgk Kannabislykt lá í loftinu AKRANES: Tilkynnt var um kannabislykt í húsi á Akranesi í liðinni viku. Lögregla fór á stúfana, bankaði á dyrnar á viðkomandi heimili og kann- aði málið. Íbúi viðurkenndi að hafa verið að reykja kanna- bis og leyfði lögreglu að leita á heimili sínu. Ekkert efni fannst við leit lögreglu og málið telst upplýst. -kgk Dæmdur í nálgunarbann BORGARNES: Maður í Borgarnesi brást ókvæða við umkvörtunum nágranna síns um hávaða í vikunni sem leið. Sparkaði hann upp hurð ná- granna síns með hníf í hönd. nágranninn gerði lögreglu viðvart sem kom og hand- tók manninn. Maðurinn við- urkenndi brot sitt en vildi þó ekki meina að hann hafi ógnað nágranna sínum með hnífn- um. Hann var úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann gagnvart nágranna sínum. -kgk Ekið aftan á bíl BORGARFJ: Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi við Galtarholt á föstudag. Um aft- anákeyrslu var að ræða. Öku- maður fremri bílsins kvaðst hafa dregið úr ferð til að bjóða gangandi vegfaranda far þegar hinn bíllinn ók aftan á hann. Bifreiðin sem ekið var aftan á endaði utan vegar. Ökumað- ur og farþegi þeirrar bifreið- ar voru fluttir á heilsugæsluna í Borgarnesi til aðhlynningar. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og þurfti að fjar- lægja þær með kranabíl. -kgk Kveiktu varðeld SKORRADALUR: Lög- reglu og viðbragðsaðilum var tilkynnt um lausan eld við Skorradalsvatn á sunnudags- kvöld. Kom í ljós að krakkar á tjaldsvæði höfðu kveikt varð- eld. Aðrir gestir á tjaldsvæð- inu slökktu eldinn. Krakkarnir sögðust einfaldlega ekki hafa áttað sig á hættunni, en mikið hefur verið rætt um hættuna af gróðureldum í Skorradal und- anfarna viku vegna viðvarandi þurrka. Aftur var tilkynnt um eld í dalnum þegar fólk sagð- ist hafa séð reyk, en reykur- inn reyndist vera gufa úr lekri heitavatnslögn. -kgk Um klukkan hálf eitt í gær voru björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út þegar fjöl- veiðiskipið Blíða SH steytti á skeri hálfa aðra sjómílu frá Stykkishólmi, skammt frá Hvítbjarnarey. Björg- unarbátur frá Stykkishólmi var kominn á vettvang skömmu síðar og þá kom björgunarskipið Björg frá Rifi einnig á vettvang, sem og eftirlits- og sjómælingaskipið Bald- ur. Aðgerðum á strandstað var stýrt um borð í Baldri. Fjórir voru um borð í Blíðu þeg- ar báturinn strandaði. Staðan um borð var góð, enginn slasaðist og gott veður var á strandstað. Afráð- ið var að bíða þess að flæddi undir bátinn. Það gerðist nálægt klukkan 16:00 síðdegis í gær og var Blíðu siglt áleiðis til hafnar í Stykkis- hólmi á eigin vélarafli eftir að hún var komin á flot. kgk Búið er að opna formlega dósam- óttöku Fjöliðjunnar í Akurshúsinu við Smiðjuvelli 9 á Akranesi. Að sögn Ástu Pálu Harðardóttur, yfir- þroskaþjálfa hjá Fjöliðjunni, verður starfsemi Fjöliðjunnar komin á fullt á morgun, fimmtudag. „Þá opnum við fyrir hæfingarhlutann og mat- inn. Dósamóttökuna höfum við ekki auglýst sérstaklega en strax frá fyrsta degi hefur verið alveg brjálað að gera,“ segir hún kát. Hún seg- ir að enn eigi eftir að klára að setja upp merkingar svo fólk viti hvert skuli fara með dósirnar en þær merkingar eru væntanlegar. „Þegar komið er að húsinu sér fólk timbur- girðingu sem skilur að útisvæðið en móttakan er þar fyrir aftan. Þetta verður vonandi merkt von bráðar,“ segir hún. arg Lögreglan á Vesturlandi var við hraðaeftirlit með myndavéla- bíl embættisins í vikunni sem leið. Fimmtudagin 13. júní milli kl. 14:00 og 15:00 var fylgst með há- markshraða á Ketilsflöt á Akranesi, til móts við leikskólann Akrasel, þar sem hámarkshráði er 30 km/klst. Alls var hraði 105 bíla mældur. Af þeim voru 60 bílar yfir leyfilegum hámarkshraða og 28 ökumenn voru kærðir. Meðalhraði kærðra var 42,7 km/klst. Lögregla fór á sama stað með myndavélabílinn morguninn eftir kl. 9:00. Þá var hraði 74 mæld- ur og 15 kærðir fyrir of hraðan akstur. Meðalhraði kærðra var 40 km/klst. og sá sem hraðast ók var á 47 km/klst. Sama dag, 14. júní, fór lögregla með myndavélabílinn að Þjóðbraut á Akranesi, en þar er leyfilegur hámarkshraði 50 km/ klst. Hraðamældir voru 238 bílar. Af þeim óku 76 yfir leyfilegum há- markshraða og 14 voru kærðir. Á laugardag var lögregla við hraðaeft- irlit með myndavélabílnum á Vest- urlandsvegi við Galtalæk milli kl. 13:30 og 15:00. Á þessum 90 mín- útum voru 557 bílar hraðamældir. Meðalhraði allra bíla var 84 km/ klst en 14% voru yfir leyfilegum hámarkshraða. Meðalhraði þeirra sem ók of hratt var 106 km/klst. og sá sem hraðast ók var mældur á 129 km/klst. kgk Blíða strand. Meðfylgjandi mynd var ekki tekin í gær, heldur í október 2015 þegar sami bátur strandaði skammt frá Kiðey. Ljósm. úr safni/ sá. Blíða steytti á skeri Markvisst hraðaeftirlit lögreglu Myndavélabúnaður lögreglu. Ljósm. úr safni/ arg. Hér má sjá aðkomuna að dósamóttökunni en farið er fyrir aftan skjólvegginn sem sjá má til vinstri á myndinni. Ljósm. mm. Dósamóttakan formlega opnuð á Akranesi Nóg hefur verið að gera í dósamóttökunni frá opnun. Hér eru systkinin Addi og Emma að telja drykkjarvöruumbúðir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.