Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Síða 27

Skessuhorn - 09.10.2019, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 27 Vísnahorn Ekki verður nú annað sagt en haustið hafi farið vel með okkur það sem af er og vonandi verður svo áfram. Bjarni frá Gröf orti eftirfarandi hauststemningu: Finn ég hrollinn, fjarri er vor, fölvar á bollum lánna. Skurnar á pollum, skorpnar for, skrjáfar í kollum trjánna. Á sínum tíma mun Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hafa skrifað sögu Jónasar Hallgrímssonar sem ég hef reyndar ekki kom- ið í verk að lesa en varð að nokkru tilefni þessa erindis Jóns Helgasonar: Íslensku skáldin ástmey firrt angurmædd súpa á glasi, lognast svo út af lítilsvirt frá lífsins argaþrasi. Um þeirra leiði er ekkert hirt, allt er þar kafið grasi, síðast er þeirra saga birt samin af Matthíasi. Hygg að það sé óumdeilt að Jónas Hall- grímsson var skáld og það gott skáld. Svo verða eilífar vangaveltur um hvar í röð topp- skáldanna hann stendur því sem betur fer eig- um við og höfum átt marga góða í þeim flokki. Bein skáldsins eða þau bein sem allavega voru álitin hans voru á sínum tíma flutt heim til Ís- lands og jarðsett í þjóðargrafreit á Þingvöll- um. Ekki var sú ráðstöfun óumdeild frekar en margt annað og vildu margir að bein hans yrðu jarðsett á Bakka í Öxnadal. Þeirra á með- al var Sigurjón á Álafossi og gengu sögur um að hann hefði stolið beinunum og komið í vígða mold á Bakka. Ólafur Briem orti af því tilefni í framhaldi af erindi Jóns: Bjuggu menn engan bautastein bragarins æðsta þjóni hvorki bar lauf né heldur grein haugurinn arfagróni. Löngu seinna menn sóttu hans bein og sendu þau heim að Fróni standa þau nú í stofu ein stolin af Sigurjóni. Á sínum tíma var nokkuð um villifé í tálknanum sem mörgum þótti ekki gott mál. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að smala því en að lokum voru þær skepnur sem ekki náð- ust öðruvísi skotnar á færi. Einhverjar þreng- ingar munu hafa verið hjá sauðfjárbændum um þetta leyti sem oftar en ekkert veit ég um höfund þessar vísu: Að skipun stjórnvalda skutu menn niður ær og skrokkarnir ultu blóðugir niður hlíðar. Landhelgisgæslan lauk svo verkinu í gær en líkast til verða bændurnir teknir síðar. Margir kannast við þá tilhneygingu eldri manna að segja sögur. Missannar og mis- skemmtilegar og að sjálfsögðu sömu sögurnar aftur og aftur. Ekki minna en þrisvar á kvöldi sömu söguna. Það er lágmark. Jakob Ó Pét- ursson lýsti þessu svo: Alltaf fannst mér gaman að segja sjálfur frá síðan ég var ofurlítill drengur. Þótt roskinn sé nú orðinn, leitar vaninn alltaf á, og enginn kjaftur hlustar á mig lengur. Það mun hafa verið Ingvi Guðnason bróðir Rósbergs Snædal sem orti eftirfarandi vetrar- vísur: Fram í háum fjallasal flest eru stráin kalin. Streymir áin ofan dal ísi bláum falin. Víst á yndi verður bið vonarlindir frjósa. Kaldir vindar kveða við klaka strindið ljósa. Stundum er talað um fátækt á Íslandi. Stundum er líka talað um samdrátt nú eða vel- megun, uppsveiflu eða niðursveiflu. Kannske er munurinn mestur í pólitískum skoðunum þess er talar eða hvort flokkur hans er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hvað um það, Hreið- ar Karlsson orti eftirfarandi, væntanlega fyrir hrun: Það er eins og æði marga grunar, enda hægt að finna dæmi nóg. Allra stærstur vandi velmegunar verður sá að koma henni í lóg. Það er nú með þessar pólitísku skoðanir að ekki virðist alltaf fullkomið samræmi með þeirri flokksstefnu sem fólk telur sig tilheyra og svo lífsmátanum sem slíkum og viðhorfum í raun. Einhverntíma var þetta ort en ég veit ekkert um höfund: Áður frjáls var andi hans eins og fugl á kvisti en fyrir áhrif andskotans orðinn kommúnisti. Haustið finnst mörgum fegurst árstíða og sannarlega geta haustlitirnir orðið ótrúlega fagrir. Onni á Kjörseyri orti: Í hægviðri ríkir haust yfir landi með heillandi liti á grasi og runnum. Þó gráni í fjöllin fagnar vor andi fegurð þess lands sem vér unnum. Baldur Þórarinsson er maður nefndur frá Bakka í Svarfaðardal og um hann kvað Hjör- leifur Hjartarson frá tjörn: Vel hylur frakkafaldur flöskuna pakkaða. Eitthvað er Bakka-Baldur búinn að smakka’ða. Baldur Hafstað orti hinsvegar í svipuðum dúr þó tilefnið væri annað. Í verkfalli opin- berra starfsmanna höfðu áfengisverslanir ver- ið lokaðar um hríð og sótti þorsti á menn til óþæginda. Andagift manna var einnig af skornum skammti og margt fleira til angurs þegar Baldri áskotnaðist flaska af Ballantines whisky en sú glervara er köntuð eins og al- þjóð veit: Loks birtist vísnavaldur. -Whiskíið kantaða. Reiðinnar býsn er Baldur búinn að vanta’ða. Góðar skamma- og níðvísur haf gjarn- an glatt landann fram yfir annað en allavega minnist ég þess ekki að hafa heyrt minnst á að atómljóð hafi náð flugi á þann hátt. Kristján Helgason orti um mann: Kauði er á svipinn súr, svo að veldur kvölum. Ljótur er hann liður úr landsins ættartölum. Þorsteinn heitinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum kvað líka um einhvern tiltekinn mann sem ég veit reyndar ekkert hver var og ef út í það er farið veit ég raunar ekki heldur hvort þessar vísur eru samstæðar en allavega gætu þær verið það: Héðan í frá ég ekki efa eftir nokkra kynningu að þér er sælla að þiggja en gefa. Það ég geymi í minningu. Margan durginn leiðan leit ég lífs um göngustig en jafnt í allra ógúnst leit ég engan nema þig. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Reiðinnar býsn er Baldur - búinn að vanta’ða Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998 um þjóðlend- ur verði lagt fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Helstu breyt- ingar sem lagðar eru til í frum- varpinu lúta að því að leyfi fyr- ir nýtingu náma og annarra jarð- efna verði felld undir leyfisveiting- arhlutverk sveitarfélaga en þurfi staðfestingu forsætisráðuneytis- ins. Einnig er í frumvarpnu lagt til að lögfest verði ákvæði sem auki möguleika á að fá úrlausn óbyggða- nefndar um eignarréttarlega stöðu svæða sem enn kann að leika vafi á um hvort eru háð beinum eignar- rétti en hafa þó ekki áður sætt kröf- um af hálfu ríkisins um þjóðlendur. Loks er lagt til að óbyggðanefnd verði heimilað að bæta viðbótar- þrepi við málsmeðferð í tengslum við landsvæði utan strandlengju meginlandsins og almennings stöðuvatna, þannig að þeim sem telja sig eiga eignarréttindi verði í fyrstu gefið færi á að lýsa réttind- um sínum við upphaf málsmeð- ferðar. „Verkefni óbyggðanefndar er langt komið og hefur nefndin lokið umfjöllun um rúmlega 88% af flatarmáli landsins. Áætlað er að nefndin ljúki störfum 2024. Í ljósi þeirrar reynslu sem fyrir liggur og fyrirsjáanlegra úrlausnarefna við verklok nefndarinnar er talið rétt að breyta málsmeðferðarreglum þjóðlendulaganna sem nefndin starfar eftir,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. mm/ Ljósm. iav.is Vilhjálmur Bjarnason færði á dög- unum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gjafa- bréf útgáfuréttar að sex binda út- gáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú út- gáfa þeirra nú komin í þjóðareign. „Þess gjöf afkomendanna er kær- komin og mikilsvirt. Þjóðsögur Jóns Árnasonar lifa með okkur og eru endalaus uppspretta fróðleiks og ánægju,“ sagði Lilja Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmálaráð- herra. Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar og ákváðu af- komendur þeirra Árna og Bjarna af því tilefni að færa íslensku þjóðinni höfunda- og útgáfuréttinn að gjöf. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti sjálfu gjafabréfinu viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar en mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú tekið við því til varðveislu í ráðu- neytinu. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson eiga eftir sem áður sæmdarrétt að útgáfu sinni. Ævi og starfi Jóns Árnasonar hafa verið gerð góð skil á þessu af- mælisári en síðar í mánuðinum efn- ir Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum til alþjóðlegrar ráðstefnu um þjóðsögur af því til- efni. -fréttatilkynning Nýting námuréttinda verður færð á hendur sveitarfélaga Vilhjálmur Bjarnason og Lilja D Alfreðsdóttir. Þjóðararfur í þjóðareign Næpur, eða hvítrófur, eru rótar- grænmeti sem safna forða í efra hlut rótar og neðra hlut stönguls og kallast því rótargrænmeti. Um aldir hefur þessi jurt verið ræktuð til átu á Norðurlöndunum. Þessi myndarlega næpa er úr garði Val- gerðar Vestmann Viggósdóttur á Bekanstöðum í Hvalfjarðarsveit. Vóg hún hvorki meira ná minna en 1.113 grömm. ki Næpa af stærri gerðinni

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.