Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. OKtÓBER 2019 31 Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við hina bandarísku Keiru Robinson um að leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deild kvenna í vetur. Keira er 25 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar. Hún lék með Vir- ginia Commonwealth háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Á sí- num atvinnumannaferli hefur hún leikið á Spáni og í Argentínu við góðan orðstír, að því er fram kemur á Facebook-síðu Skallagríms. Keira lék sinn fyrsta leik fyrir Skallagrím síðastliðinn miðvikudag þegar liðið tapaði naumlega gegn Haukum í Borgarnesi. Í þeim leik skoraði hún 19 stig, tók sjö fráköst og gaf 7 stoðsendingar. kgk Skallagrímskonur máttu sætta sig við sex stiga tap gegn Haukum, 66-72, eftir jafnan og spennandi baráttuleik í fyrstu umferð Dom- ino‘s deildar kvenna. Leikurinn fór fram í Borgarnesi á miðvikudags- kvöld. Skallagrímskonur höfðu yfir- höndina í upphafi leiks, leiddu mest með tíu stigum í fyrsta leikhluta en höfðu fimm stiga forskot að honum loknum, 22-17. Gestirnir komust betur inn í leikinn í öðrum fjórð- ungi og leikurinn var hnífjafn síð- ustu mínútur fyrri hálfleiks. Hauk- ar leiddu með einu stigi í hléinu, 38-39. Haukakonur höfðu heldur yfir- höndina í þriðja leikhluta en Skalla- grímsliðið fylgdi þeim eins og skugginn. Skallagrímskonur náðu forystunni stutta stund um miðjan leikhlutann og svo aftur fyrir loka- fjórðunginn, 56-53. Fjórði og síð- asti leikhlutinn var jafn og spenn- andi. Skallagrímskonur voru feti framar, leiddu með tveimur stig- um kringum miðjan fjórðunginn. Þá tóku Haukakonur endasprett, náðu forystunni þegar tvær mínút- ur lifðu leiks og náðu að stela sigr- inum á lokamínútunum. Lokatölur voru 66-72, Haukum í vil. Keira Robinson var stigahæst í liði Skallagrísm með 19 stig, en hún tók sjö fráköst og gaf sjö stöðsend- ingar að auki. Emilie Hessendal var með 14 stig, 13 fráköst, sjö stoð- sendingar og fjóra stolna bolta, Maja Michalska skoraði 12 stig og Árnína Lena Rúnarsdóttir var með tíu stig og sex fráköst. Stigahæst í liði Hauka var Lovísa Björt Henningsdóttir með 18 stig. Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 16 stig og 13 fráköst, Seairra Barrett var með 16 stig og níu frá- köst, Þóra Kristín Jónsdóttir skor- aði tólf stig, gaf níu stoðsending- ar og tók sex fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sjö stig og tók sex fráköst og Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði fjögur stig. Skallagrímskonur eru eftir fyrstu umferðina í sjötta sæti deildarinn- ar án stiga. Næst leikur liðið gegn Grindavík í kvöld, miðvikudaginn 9. október. Sá leikur fer einnig fram í Borgarnesi. kgk Skagamenn mættu Reyni Sandgerði í annarri umferð 2. deildar karla í körfuknattleik síðastliðið föstu- dagskvöld. Leikið var suður með sjó. Sóknarleikurinn var í algjöru aðalhlutverki í leik ÍA og Reyn- is, en varnarleikurinn var að mestu látin liggja á milli hluta. Stigaskor- ið leiksins var með ólíkindum hátt, en honum lauk með 38 stiga sigri Reynis, 151-113. Skagamenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en í báðum þeirra skorað meira en 110 stig. Næst mætir ÍA liði Stál- úlfs föstudaginn 11. október. Sá lei- kur fer fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Snæfellingar máttu sætta sig við stórt tap gegn sterku Vestraliði, 64-114, þegar liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfu- knattleik. Leikið var í Stykkishólmi á föstudagskvöld. Gestirnir frá Ísafirði náðu und- irtökunum snemma leiks, leiddu 9-14 um miðjan fyrsta leikhluta, bættu síðan í og höfðu 13 stiga forystu að honum loknum, 31-18. Þeir settu síðan í fluggírinn í öðr- um leikhluta, juku forskotið jafnt og þétt og leiddu með 34 stigum í hléinu, 32-66. Snæfellsliðið náði sér ekki á strik eftir hléið og missti Vestra enn lengra fram úr sér í þriðja leik- hluta. Að honum loknum var stað- an 43-95 og úrslit leiksins ráðin. Snæfellingar voru þó ekki af baki dottnir og áttu sinn besta fjórðung í fjórða leikhluta, þar sem þeir skor- uðu 21 stig á móti 19 stigum gest- anna. Lokatölur urðu því 64-114 og stórt tap Snæfells staðreynd. Pavel Kraljic skoraði 13 stig fyr- ir Snæfell, Anders Gabriel Aders- teg var með tólf stig og sex fráköst, Brandon Cataldo ellefu stig og átta fráköst og Guðni Sumarliðason ellefu stig. Aron Ingi Hinriksson og Dawid Einar Karlsson skoruðu fimm stig og þeir Kristófer Kort Kristjánsson, Viktor Brimnir Ás- mundarson og Eiríkur Már Sæv- arsson skoruðu tvö stig hver. Reynsluboltinn Nebosja Kneze- vic dró vagninn í liði Vestra með 25 stig, fimm stoðsendingar og fimm stolna bolta. Nemanja Knezevic var með 16 stig og átta fráköst og Ingi- mar Aron Baldursson skoraði 16 stig einnig. Matec Macek var með 13 stig og átta fráköst, Hugi Hall- grímsson 13 stig og fimm stolna bolta, Hilmir Hallgrímsson ellefu stig og Marko Dmitrovic skoraði tíu stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Snæfellingar verma botnsætið að loknum fyrsta leik mótsins án stiga. Næst leika Hólmarar gegn Selfyss- ingum, föstudaginn 11. október næstkomandi. Sá leikur fer fram á Selfossi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Meistaraflokkur kvenna í blaki tók á móti liði Vestra frá Ísafirði á laugardaginn í íþróttahúsi Grund- arfjarðar. Einhver skrekkur virðist vera í liði Grundarfjarðar í byrj- un móts en gestirnir frá Ísafirði unnu fyrstu hrinuna mjög sannfær- andi 25-12. Önnur hrina var í járn- um allan tímann en fór svo á end- anum svo að gestirnir unnu hana líka 27-25 og því komnar í 2-0 í leiknum. Þriðja hrinan var svo líka jöfn en því miður fyrir heima- menn náðu gestirnir að sigra hana líka 25-19 og því leikinn 3-0. Nú er liðið búið að tapa fyrstu tveim- ur leikjum sínum á heimavelli 3-0 gegn Aftureldingu B og Vestra. Næsti leikur liðsins er á morgun, fimmtudaginn 10. október, gegn Ými á útivelli en leikurinn verður í Fagralundi klukkan 18:30. tfk Skallagrímur mátti játa sig sigraðan gegn sterku liði Álftaness, 90-65, í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var á Álfta- nesi á föstudagskvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Heimamenn leiddu snemma í fyrsta leikhluta, en Skallagrímsmenn komust yfir stutta stund áður en Álftnesingar tóku forystuna að nýju seint í leik- hlutanum. Leiddu þeir með þrem- ur stigum að upphafsfjórðungnum loknum, 24-21. Álftnesingar kom- ust níu stigum yfir snemma í öðrum leikhluta áður en Skallagrímsmenn minnkuðu muninn í tvö stig í stöð- unni 30-28. Þá tóku heimamenn heldur betur rispu og skoruðu 21 stig gegn aðeins þremur stigum Skallagríms það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Staðan í hléinu var því 51-31 og heimamenn með unninn leik í höndunum. Skallagrímsmenn minnkuðu muninn lítið eitt í fjórða leikhluta og munaði 17 stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 67-50. Fram- an af fjórða leikhluta voru Skalla- grímsmenn öflugri. Þeir náðu hægt en örugglega að kroppa stig af for- skoti heimamanna. Þegar leikhlut- inn var hálfnaður var forskot Álft- nesinga komið niður í tólf stig. Þá tóku heimamenn við sér að nýju og gerðu út um leikinn með miklum endaspretti. Loktaölur urðu 90-65, Álftnesingum í vil. Arnar Smári Bjarnason var stiga- hæstur leikmanna Skallagríms með 15 stig en Kristján Orri Ómarsson kom honum næstur með 13 stig og sjö fráköst. Kristófer Gíslason skor- aði níu stig, Hjalti Ásberg Þorleifs- son var með sex stig og sjö fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson sex stig og sex fráköst, Isaiah Coddon skoraði sex stig og Davíð Guðmundsson og Ásbjörn Baldvinsson skoruðu fimm stig hvor. Samuel Prescott Jr. átti stórleik í liði heimamanna, skoraði 37 stig og tók níu fráköst. Birgir Björn Pétursson var með 15 stig og fimm fráköst, Vilhjálm- ur Kári Jensson skoraði tíu og tók tíu fráköst og Þorgeir Kristinn Blöndal skoraði tíu stig og tók sex fráköst. Skallagrímur situr í sjöunda sæti deildarinnar án stiga eftir fyrstu um- ferðina. Næst leika Borgnesingar gegn Breiðabliki á morgun, fimmtudaginn 10. október. Sá leikur fer fram í Borg- arnesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Keira Robinson í búningi Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur. Keira Robinson í Skallagrím Naumt tap í fyrsta leik Gunnhildur Lind Hansdóttir sækir að körfunni í leiknum gegn Haukum. Ljósm. Skallagrímur. Sóknin í aðalhlutverki Stórt tap á heimavelli Tap gegn Vestra á heimavelli Tap í fyrsta leik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.