Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Aug 2019, Page 11

Læknablaðið - Aug 2019, Page 11
LÆKNAblaðið 2019/105 319 R A N N S Ó K N Inngangur Einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóms er offita en hún er vax- andi vandamál víðast hvar í heiminum.1-3 Offita er oftast metin með líkamsþyngdarstuðli (LÞS) sem reiknaður er út frá þyngd og hæð samkvæmt formúlunni kg/m2. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skiptir LÞS í nokkra flokka og er talað um ofþyngd þegar LÞS er á bilinu 25-29,9 kg/m2 og offitu þegar LÞS ≥ 30 kg/m2, en síð- arnefnda flokknum er síðan skipt upp í þrennt; Flokk I: LÞS 30-34,9 kg/m2, flokk II: 35-39,9 kg/m2 og flokk III: ≥40 kg/m2.4 Samkvæmt þessari flokkun þjást 23% fullorðinna Íslendinga af offitu og er hlutfallið það hæsta á Norðurlöndum.5 Einnig er áhyggju- efni hérlendis hversu mikið offita hefur aukist meðal barna og unglinga6 því henni fylgja oft sjúkdómar síðar á ævinni eins og hækkaður blóðþrýstingur, blóðfituröskun og sykursýki sem allt eru sjálfstæðir áhættuþættir kransæðasjúkdóms, líkt og offita.7-9 Sjúklingar sem þjást af offitu þróa oftar og fyrr á ævinni með sér alvarlegan kransæðasjúkdóm10-12 sem oft einkennist af marktæk- um þrengingum í öllum helstu kransæðum (einnig kallað þriggja æða sjúkdómur) eða í vinstri höfuðstofni. Er þá yfirleitt mælt með kransæðahjáveituaðgerð, óháð líkamsþyngd sjúklings.13,14 Engin marktæk tengsl offitu og lifunar eftir kransæðahjáveituaðgerð Á G R I P Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1698 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Sjúklingunum var skipt upp í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS); i) kjörþyngd=18,5-24,9 kg/m2 (n=393), ii) ofþyngd=25-29,9 kg/ m2 (n=811), iii) offita=30-34,9 kg/m2(n=388) og iv) mikil offita ≥35 kg/m2 (n=113). Sjö sjúklingar með LÞS <18,5 kg/m2 voru útilokaðir úr rannsókninni. Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánar- tíðni voru skráð auk eftirfarandi langvinnra fylgikvilla: hjartaáfalls, heilablóðfalls, þarfar á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkunar með eða án kransæðastoðnets og dauða (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE). Hóparnir voru bornir saman með áherslu á langtímalifun og MACCE-fría lifun (Kaplan-Meier) og forspár- þættir lifunar fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðaltal eftirfylgdar var 5,6 ár. Niðurstöður: Sjúklingar með mikla offitu reyndust vera að meðaltali 6,0 árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, hlutfall karla var hærra og þeir höfðu oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, auk þess sem EuroSCORE II þeirra var lægra (1,6 sbr. 2,7, p=0,002). Tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni (2%) var sambæri- leg milli hópa, líkt og langtímalifun (í kringum 90% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,088) og lifun án MACCE (í kringum 80% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,7). Í aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar (HH: 0,98 95% ÖB: 0,95–1,01) né MACCE-frírrar lifunar (HH: 1,0 ÖB: 0,98-1,02). Ályktun: Sjúklingar með offitu sem gangast undir kransæðahjáveitu á Landspítalanum eru yngri en með fleiri áhættuþætti kransæðasjúk- dóms en samanburðarhópur. Líkamsþyngdarstuðull spáir þó hvorki fyrir um langtímalifun né tíðni fylgikvilla. Árangur kransæðahjáveituað- gerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu er góður hér á landi. Þórdís Þorkelsdóttir1 Hera Jóhannesdóttir2 Linda Ósk Árnadóttir2 Jónas Aðalsteinsson6 Helga Rún Garðarsdóttir3 Daði Helgason3 Tómas Andri Axelsson2 Sólveig Helgadóttir5 Alexandra Aldís Heimisdóttir1 Martin Ingi Sigurðsson1,4 Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild, 3Lyflækningasvið og 4Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 5Svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska hjáskólasjúkrahússins í Uppsölum, 6Lyf- og húðlækningasvið háskólasjúkrahúss Connecticut Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson tomasgudbjartsson@hotmail.com https://doi.org/10.17992/lbl.2019.0708.240 Offita hefur löngum verið tengd lakari árangri skurðaðgerða og hærri tíðni fylgikvilla, sér í lagi skurðsýkinga.15,16 Auk þess eru aðgerðir á offeitum oft tæknilega erfiðari en á grönnum einstak- lingum og aðgerðartími þeirra því lengri.17-19 Engu að síður hefur fjöldi erlendra rannsókna sýnt að árangur ýmissa skurðaðgerða hjá sjúklingum með offitu er oft sambærilegur og hjá sjúkling- um í kjörþyngd, þar með talin skammtímalifun.20 Þetta kallast offituþversögn (obesity paradox) og hefur verið lýst eftir kransæða- hjáveituaðgerðir hjá sjúklingum sem þjást af offitu20,21 en ekki fyr- ir sjúklinga með mjög háan eða mjög lágan LÞS.22,23 Flestar rann- sóknirnar, þar á meðal íslensk rannsókn sem náði til 720 sjúklinga á Landspítala sem skornir voru á tímabilinu 2001-2006, hafa ein- blínt á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni.15,24,25 Færri rannsóknir hafa litið á langtímaárangur og niðurstöður þeirra sem birst hafa verið misvísandi hvað árangur varðar.26-29

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.