Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - aug. 2019, Side 23

Læknablaðið - aug. 2019, Side 23
LÆKNAblaðið 2019/105 331 Y F I R L I T S G R E I N Rannsóknir á áhrifum asbests á heilsufar Íslendinga Árið 1988 skrifuðu Vilhjálmur Rafnsson og samstarfsfólk grein í Scandinavian Journal of Work and Envoronmental Health.44 Greinin fjallaði um íslenska vélstjóra sem útskrifast höfðu úr skóla á ár- unum 1936 til 1955 og dánarorsakir þeirra og dánartíðni saman- borið við aðra Íslendinga. Rannsóknin byggði á gögnum Íslensku krabbameinsskrárinnar frá 1955 til 1982. Stuðst var við dánar- meinaskrá Hagstofu Íslands til að kanna dánarorsakir á árunum 1951 til 1982. Dánartíðni var hærri hjá vélstjórum en hjá almennu þýði. Krabbamein í barka, berkjum og lungum höfðu hærri dánar- tíðni hjá vélstjórum en í almennu þýði. Hvorki tíðni þessara né annara krabbameina var hærri hjá vélstjórum. Reykingar voru minni hjá vélstjórunum en hjá almennu þýði. Þær ályktanir voru dregnar að atvinnutengdir þættir eins og asbestútsetning gætu átt þátt í hærri dánartíði af völdum lungnakrabbameina. Árið 2016 birtist í tímaritinu Journal of Occupational Medicine and Toxicology grein eftir Kristin Tómasson og félaga um faralds- fræði illkynja miðþekjuæxla á Íslandi.18 Um var að ræða rannsókn sem byggði á gögnum Íslensku krabbameinsskrárinnar sem hefur verið til frá 1955. Hún skráir ekki tengsl við útsetningu við efni eins og asbest. Stuðst var við dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands til að kanna dánarorsakir. Hægt var að meta dánartíðni af völd- um miðþekjuæxlis á tímabilinu 1996 til 2014. Til að meta nýgengi miðþekjuæxla var nefnarinn sem notaður var fjöldi tilfella á 10 ára tímabili 1965–1974, 1975–1984, 1985–1994, 1995–2004, og 2005– 2014, með samsvarandi mannfjöldatölum 15 ára og eldri sem voru fengnar frá Hagstofu Íslands. Tíu ára tíðnitölurnar voru bornar saman við fyrsta tímabilið 1965–1974, og reiknuð út hlutfallsleg áhætta (RR), og 95 % öryggismörk (CI). Á sama hátt voru dánartöl- ur áætlaðar í átta ára og tíu ára tímabilum 1996-2004 og 2005-2014. Í töflu II sést fjöldi tilfella af illkynja miðþekjuæxlum, tíu ára árlegt nýgengi og 95% öryggismörk fyrir karla og konur. Hjá körlum var stöðug aukning í nýgengi yfir þessi 50 ár sem skoðuð voru en hjá konum voru tölurnar lágar og og ekki augljós aukning. Í töflu III sést aldursdreifing tilfella af illkynja miðþekjuæxlum etir kyni og sést að flestir voru í aldurshópnum 70 til 79 ára. Í töflu IV er sýnd- ur fjöldi tilfella í 10 ára tímabilum frá 1965 til 2014 og hlutfallsleg áhætta þar sem fyrsta tíu ára tímabilið 1965 til 1974 var viðmiðun. Hjá körlum jókst áhættuhlutfall marktækt með tímanum en ekki eins augljóslega hjá konum þótt áhættan ykist með árunum en var ekki tölfræðilega marktæk. Dánartíðni jókst ekki marktækt á 18 ára tímabilinu sem skoðað var. Nýgengi miðþekjuæxla á síð- asta tíu ára tímabili rannsóknarinnar var há og er í samræmi við háar nýgengitölur annarra landa í heiminum. Einungis Ástralía, Stóra-Bretland, Belgía og Holland voru með hærri tölur. Þetta er athyglivert í ljósi þess að það eru engar asbestnámur á Íslandi og það hefur heldur ekki verið asbestframleiðsla á Íslandi. Hins vegar var notkun mikil eins og innflutningstölurnar sýna. Í skýrslu um sjúkdómsbyrði vegna asbests í Evrópulöndum var aldursstöðluð dánartíðni af völdum illkynja miðþekjuæxlis hæst á Íslandi, eða 25 á milljón íbúa eins og sjá má í töflu V45. Það er svipuð tala eins og sást í rannsókn Kristins og félaga eða 22,2 tilfelli á milljón íbúa. Ekki eru til upplýsingar um tengsl asbests við önnur krabbamein á Íslandi. Lungnakrabbamein er mun algengara en miðþekjuæxli en erfitt að meta tengsl þess við asbest og einnig eru reykingar truflandi þáttur. Ef notast er við líkön sem gerð hafa verið til að meta tengsl asbests við lungnakrabbamein má áætla að 6,6 til 9,3% lungnakrabbameina á Íslandi tengist asbestútsetningu. Ekki er til nein vísindagrein um miðþekjuæxli í fleiðru á Ís- landi en í fylgiriti Læknablaðsins birtist útdráttur um frumkomin fleiðruæxli á Íslandi á tímabilinu 1985 til 2016.46 Þar kom fram að Mynd 5. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa sýnir umlykjandi óreglulega mjúkvefja- þykknun á brjóstveggs- og miðmætisfleiðru dæmigert fyrir miðþekjuæxli. Tafla II. Fjöldi illkynja miðþekjuæxla á tíu ára tímabilum flokkað eftir kyni ásamt árlegu nýgengi á milljón íbúa og 95% öryggisbili (ÖB). 1965-1974 1975-1984 1985-1994 1995-2004 2005-2014 Karlar Fjöldi tilfella 1 4 9 19 27 Nýgengi á milljón íbúa 1,4 4,8 9,4 17,6 21,4 95% ÖB 0,1-7,1 1,5-11,6 4,6-17,2 10,9-26,9 14,4-30,7 Konur Fjöldi tilfella 2 0 3 4 7 Nýgengi á milljón íbúa 2,9 - 3,1 3,7 5,6 95% ÖB 0,5-9,6 - 0,8-8,5 1,2-8,8 2,4-11,0 Tafla III. Fjöldi tilfella og andláta vegna illkynja miðþekjuæxlis eftir aldursflokkum og kyni. <50 50-59 60-69 70-79 >80 Samtals Karlar Tilfelli 3 8 16 20 13 60 Konur Tilfelli 2 1 4 5 4 16 Karlar Andlát 1 5 7 18 11 42 Konur Andlát 0 0 4 4 2 10

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.