Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - aug 2019, Qupperneq 27

Læknablaðið - aug 2019, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2019/105 335 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Lyfjaumbrot fara að mestu fram í lifur en einnig í minna magni í nýrum og lungum. Almennt eru lyf brotin niður í tveimur skref- um. Í fyrra skrefinu er lyfið gert vatnsleysanlegra, oft með mynd- un hydroxýlhóps. Í seinni fasanum er síðan vatnsleysanlegri sam- eind bætt á hydroxýlhópinn. Fyrra skrefið er hraðatakmarkandi og er oftast hvatað af cytochrome P450 (CYP) ensímum. Í manninum hafa fundist 57 gen sem tjá fyrir CYP-ensímum, þar af eru tólf sem tilheyra CYP-genafjölskyldu 1, 2 og 3 og sjá um lyfjaumbrot.1 Töluverður einstaklingsbreytileiki er á virkni einstakra CYP-ensíma. Stór hluti þessa breytileika útskýrist af erfðafjöl- breytileika (polymorphism).1 Milliverkanir lyfja geta einnig valdið umtalsverðum breytileika í umbrotshraða lyfja í CYP-ensímkerf- inu. Samkeppnishindun getur orðið ef tvö lyf keppa um bindiset á sama niðurbrotsensíminu og valdið því að blóðstyrkur lyfjanna eykst. Auk þess geta lyf ýmist örvað eða hamlað tjáningu CYP- ensíma með tilheyrandi breytingu á blóðstyrk lyfja. Þá geta lyf ýmist aukið eða skert frásog, dreifingu, prótínbindingu og út- skilnað annarra lyfja. Milliverkanir lyfja geta þannig valdið því að blóðstyrkur og virkni lyfja er allt annar en meðferðaraðili gerði ráð fyrir við lyfjagjöf. Fjöllyfjameðferð (polypharmacy) er vaxandi vandamál, einkum hjá öldruðum og langveikum sjúklingum.2 Mikilvægt er að hafa milliverkanir lyfja í huga við meðhöndlun slíkra sjúklinga. Tilfelli 67 ára gömul kona, áður greind með stig IIIA flöguþekjukrabba- mein í lungum, lagðist inn á krabbameinsdeild vegna vaxandi mæði, slappleika og nýtilkominna ofskynjana og rugls. Hún hafði klárað geisla- og lyfjameðferð fimm mánuðum fyrir núverandi komu. Í kjölfar meðferðar fékk hún geislalungnabólgu (radiation pneumonitis) og Guillain-Barré heilkenni og hafði nýlega útskrifast af endurhæfingardeild taugalækninga. Hún var á langverkandi oxýkódon, 20 mg tvisvar á dag, vegna langvarandi verkja í brjóst- kassa. Auk þess tók sjúklingur omeprazól, clópidógrel, metó- prólol, doxýcýclín, amitryptilín og acetýlcýstein. Þeim lyfjagjöfum var haldið óbreyttum út legu. Aspergillus hafði áður ræktast úr Ópíóíðaeitrun í kjölfar vórikónazólmeðferðar Arnar Bragi Ingason kandídat1 Magnús Karl Magnússon læknir1 Gunnar Bjarni Ragnarsson læknir2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Lyflækningar krabbameina, Landspítala. Fyrirspurnir: Magnús Karl Magnússon, magnuskm@hi.is Á G R I P 67 ára gömul kona, sem tók langverkandi ópíóíðalyf (oxýkódon) vegna langvarandi brjóstverkja, varð fyrir bráðri ópíóíðaeitrun eftir að hafin var meðferð með vórikónazóli. Vórikónazól er sveppalyf sem getur bælt virkni CYP3A4 sem er niðurbrotsensím í lifur og gegnir lykilhlut- verki í umbroti ýmissa lyfja. Í þessu tilfelli jókst sermisstyrkur oxýkó- dons sem olli alvarlegri ópíóíðaeitrun. hráka. Á tölvusneiðmynd sáust breytingar í heila sem gátu sam- rýmst heilameinvörpum en ekki var hægt að útiloka Aspergillus- -sýkingu. Meðferð með vórikónazóli í æð, 300 mg tvisvar á dag, var því hafin. Tveimur dögum síðar var sjúklingur sjáanlega sljórri, svaf mik- ið og var þvoglumælt. Síðar um daginn versnaði sjúklingi mikið, ekki tókst að vekja hana, hún svaraði hvorki áreiti né sársauka og öndunartíðni og blóðþrýstingur voru lækkuð. Sjúklingur svaraði naloxóngjöf mjög vel og var naloxóndreypi sett upp í kjölfarið. Í framhaldinu var skipt yfir í morfíntöflur og var ástand sjúklings stöðugt næstu daga. Umræða Morfín og önnur ópíóíð-lyf eru verkjastillandi og miðla áhrifum gegnum svokallaða ópíóíð-viðtaka. Fjórar tegundir ópíóíð-viðtaka eru þekktar: µ, κ, δ og ORL-1.3 Þeir eru allir G-prótín-tengdir við- takar af undirgerðinni Gi/Go og virkja því allir sömu innanfrumu- boðleiðina. Ópíóíðar hafa mismikla sækni og sértækni í þessa við- taka og geta ýmist verið örvi (agonist), hlutörvi (partial agonist) eða bælir (antagonist). Þannig er morfín til dæmis hlutörvi á μ-viðtaka.4 Helstu einkenni ópíóíðaeitrunar eru öndunarbæling, skert meðvitund og mjög þröng sjáöldur (pin-point pupils). Þessi einkenni þurfa ekki öll að vera til staðar en hins vegar er öndunarbæling skilyrði fyrir greiningu á ópíóíðaeitrun.5 Öndunarbæling verður vegna virkjunar á μ-viðtökum sem bæla svörun öndunarmið- stöðvar, í mænukylfu og brú, við hækkuðum hlutþrýstingi koldí- oxíðs (PCO2).6 Þrenging sjáaldra er talin verða vegna sefkerfisboða (parasymphatetic output) frá Edinger-Westphalen kjarna.7 Ferill meðvitundarskerðingar er ekki að fullu ljós en virðist að minnsta kosti að hluta til skýrast af bælingu á hypocretín-taugungum í undirstúku gegnum virkjun μ-viðtaka en hypocretín gegnir lykil- hlutverki í miðlun árvekni og einbeitingar.8 Lifrarskemmdir geta orðið, til dæmis vegna súrefnisskorts. Langvarandi hreyfingarleysi vegna meðvitundarleysis get- ur valdið rákvöðvasundrun (rhabdomyolysis) og rýmisheilkenni (compartment syndrome). Nýrnaskemmdir geta einnig fylgt, ýmist https://doi.org/10.17992/lbl.2019.0708.242

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.