Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 28

Læknablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 28
336 LÆKNAblaðið 2019/105 S J Ú K R A T I L F E L L I vegna súrefnisskorts eða myóglóbínuppsöfnunar í kjölfar vöðva- niðurbrots. Þá er einnig þekkt að ópíóíðeitranir valdi skertum iðrahreyfingum (peristalsis), ofkælingu, bælingu á hóstaviðbragði, ógleði og uppköstum.5 Helstu mismunagreiningar ópíóíðaeitrunar eru ofskömmtun á geðrofs- og flogaveikilyfjum, etanóli og öðrum sefandi lyfjum. Þessi lyf geta valdið þröngum sjáöldrum og skertri meðvitund en öndunarbæling er hins vegar almennt ekki til staðar.5 Meðferð er gjöf naloxóns í æð en það er ópíóíðabælir og verkar nær sam- stundis. Naloxón er skammverkandi og hefur mun lægri helm- ingunartíma en flestir ópíóíðar, því þarf að gefa lyfið á minnst 2-4 klst fresti til að viðhalda áhrifum lyfsins. Í ofangreindu tilfelli fékk sjúklingurinn sídreypi eftir upphaflega inndælingu. Vegna fljótrar verkunar er naloxón einnig notað til greiningar á ópíóíða- eitrun. Einnig er hægt að nota naltrexón sem er einnig ópíóíðabæl- ir en hefur talsvert lengri helmingunartíma eða um 10 klst. Vórikónazól er sveppalyf frá azól-lyfjafjölskyldunni. Azól-lyf hindra 14α-demetýlasa en það er ensím sem umbreytir lanosteróli í ergosteról. Ergósteról er helsta sterasameind í frumuhimnu sveppa og veldur skortur á henni auknu gegndræpi frumuhimnunnar sem truflar starfsemi og frumuskiptingu sveppa. 14α-demetýlasi er náskyldur CYP3A4-ensími manna og því er helsta aukaverkun lyfjanna truflun á umbroti annarra lyfja vegna samhliða bælingar á CYP3A4-virkni í lifur. CYP3A4 umbrýtur fjölda lyfja, m.a. sum ópíóíð-lyf, eins og oxýkódon. Áhrifum vórikónazól á sermistyrk oxýkódons hefur verið vel lýst. Rannsókn á 12 heilbrigðum sjálfboðaliðum sýndi að sam- hliða gjöf vórikónazóls jók hámarkssermistyrk lyfsins (peak plasma concentration) um 70% samanborið við lyfleysuhóp. Að sama skapi jókst flatarmál undir blóðþéttniferli (area under curve) meira en þrefalt.9 Þá sýndi sjúkratilfellaröð að sex af níu sjúklingum sem tóku samhliða oxýkódon og vórikónazól fengu dæmigerðar auka- verkanir ópíóíðlyfja, þ.e. meðvitundarskerðingu, öndunarbælingu og/eða ógleði.10 Fyrir utan ofangreinda tilfellaröð hefur aðeins einu öðru sjúkratilfelli um milliverkun oxýkódon og vórikónazól verið lýst.11 Samhliða vórikónazól og oxýkódon-meðferð leiddi í því tilviki til skertrar meðvitundar, óráðs og vöðvakippa og gengu einkenni til baka eftir að oxýkódoni var skipt yfir í morfín. Aðeins tveimur tilfellum ópíóíðaeitrunar í kjölfar samhliða lyfjagjafar þessara lyfja hefur áður verið lýst.10,11 Oxykódon er fyrst og fremst niðurbrotið af CYP3A4 með N-metýleringu í noroxýkódon og noroxýmorfón og í minna mæli af CYP2D6 með O-metýleringu í oxýmorfón.12 Þessar afleiður eru síðan umbrotnar frekar með viðbót glúkúronýlhóps gegnum uríd- índífosfatglúkúrónósýltransferasa-2B7 (UGT2B7).13 Þó oxýmor- fón og noroxýmorfón séu einnig virkar morfínafleiður hafa þær takmarkað gegndræpi gegnum blóð-heilaþröskuldinn.12 Virkni oxýkódons útskýrist því fyrst og fremst af sermistyrk óumbrotna lyfsins (parent drug).12 Öfugt við oxýkódon er morfín óvirkjað beint gegnum UGT2B7.13 Morfín hefur því fáar milliverkanir við önnur lyf.13 Þó ber að nefna að samhliða notkun áfengis, andhistamína og benzódíazepína hefur samlegðaráhrif á slævandi virkni allra ópíóíða. Í ofangreindu tilviki fékk sjúklingur alvarlega ópíóíða- eitrun í kjölfar vórikónazólinngjafar sem útskýrist af bælingu á CYP3A4-ensíminu með samhliða aukningu á styrk oxýkódon í blóði. Í kjölfarið var skipt yfir í morfín sem er umbrotið óháð CYP- ensímkerfinu og hefur því ekki milliverkun við vórikónazól.13 Sjúklingur hafði auk þess tekið omeprazol í legu sem einnig getur bælt CYP3A4-ensímið. Lyfjaskammti þess var hins vegar haldið óbreyttum frá því fyrir legu og því ólíklegt að lyfið hafi haft veru- leg áhrif á skyndilega aukningu á sermistyrk oxýkódons. Ópíóíðar eru ein mest notuðu verkjalyf á Íslandi, einkum hjá langveikum sjúklingum. Inntaka fjölda lyfja er jafnan sammerkt með langveikum sjúklingum. Þetta flækir oft sjúkdómsmyndina þar sem milliverkanir lyfja geta ýmist örvað eða bælt umbrot, útskilnað og prótínbindingu lyfja. Sermistyrkur lyfja er því oft annar en gert er ráð fyrir miðað við gefna lyfjaskammta. Mikil- vægt er að hafa þetta í huga við val á ópíóíðaverkjalyfjum enda geta skyndilegar breytingar á lyfjastyrk í blóði haft umtalsverðar klínískar afleiðingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.