Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - aug. 2019, Síða 38

Læknablaðið - aug. 2019, Síða 38
346 LÆKNAblaðið 2019/105 „Þarftu aðstoð við að hengja þig,“ spurði sænskur félagi Björns Zoëga þegar hann frétti að þessi fyrrum forstjóri Landspítala hefði tekið við stjórnartaumum Karolinska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð. Björn sagði frá þessu í sænska læknablaðinu, Läkartidningen, og Læknablaðið spyr hann um málið. „Þetta er Gautaborgarhúmor,“ segir Björn sem hringir í blaðamann af annarri skrifstofu sinni á sjúkrahúsunum tveimur sem hann nú rekur, annað glænýtt í Solna en hitt í Huddinge. Hann er rétt fimm mínútum á eftir dagskipaninni og við fáum því tæpan hálftíma í spjallið. „Ég varð að reka gesti út svo ég næði þessu,“ segir hann og hlær. Við ræðum hve hrikalega neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um nýja spítalann hafi verið og allt í kringum rekstur hans, uppbygginguna og sparnaðaraðgerðir. „Spurning þessa félaga míns er frekar venjuleg hérna og talið kamikaze (sjálfs- morðsleiðangur) að taka þetta verk að sér. Ég er spurður hvaða vitleysingur ég sé að taka þetta að mér. Þetta sé ómögulegt og ég muni brenna upp í rugli og vitleysu,“ segir Björn en er brattur. Tilkynnt var í lok janúar að hann tæki við og hóf hann störf í byrjun apríl. „Hingað til, eftir níu vikur í starfi, hef ég ekki haft þetta á tilfinningunni. Hægt er að breyta miklu. Mér sýnist að við séum að ná að taka handbremsubeygju. Við vorum á snarvitlausri leið hér með fjár- haginn,“ segir Björn. Nýtt skipurit og uppsagnir Meðal stórra verka næstu vikna Björns sem forstjóra Karoliska verður að kynna nýtt skipurit, fækka yfirmönnum og ein- falda boðleiðir. „Við stefnum að því að fækka þessum gráu svæðum innan spítal- ans, þar sem fólk rífst um sjúklingana og hvað eigi að gera við þá.“ Spurður hvort breytingarnar skapi ótta meðal starfs- manna segir hann það misjafnt. „Það eru ótrúlega margir stjórnendur á þessum spítala og yfirbyggingin hefur stækkað síðustu þrjú til fjögur árin. Þegar ég sá það og skoðaði tölurnar leiddi það til þess að við sögðum upp 550 manns í stjórnsýslunni hjá okkur, sem vinna ekki nálægt sjúklingum. Svo verðum við að fækka öðru starfsfólki,“ segir Björn en starfsmenn sjúkrahússins eru um 15.600. Að hluta til verði fækkað með starfs- mannaveltunni og að hluta komi til upp- sagna. Björn fetar í fótspor Birgis Jakobssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, sem var forstjóri sænsku sjúkrahúsanna á ár- unum 2007-2014. Hamlaði það honum eða hjálpaði þegar hann landaði stöðunni? „Tilfinning mín er að ef það hafi haft áhrif hafi það heldur hjálpað mér. Birgir Jakobsson hafði svo gott orð á sér þegar hann var hér sem stjóri. Það var því já- kvæð forvitni um mig, en ég hef aldrei unnið hér og enginn þekkti mig hér,“ segir hann en Björn vann sem læknir í fjölda ára í Gautaborg í kringum aldamótin. „Hér á Karolinska vinna margir Íslendingar og orðspor þeirra er ekkert nema jákvætt.“ Landspítalinn nýti reynsluna Björn segir að enn sé glímt við verkina og vandræðin í kringum það að flytja í glæ- nýtt fullkomið húsnæði í Solna árið 2016 með allri nýjustu tækni og enn sé verið að breyta og bæta við í Huddinge þar sem hinn helmingur sjúkrahússins sé. „Það tekur alltaf dálítinn tíma að ró- ast, flytja inn og ná fullum afköstum. Björn tekur handbremsubeygju í rekstri Karolinska sjúkrahússins Það var ekki í sjálfsmorðshugleiðingum, eins og hann er oft spurður, sem Björn Zoëga ákvað að taka við starfi forstjóra Karolinska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð. Fjárhagserfiðleikar sjúkrahússins hafa verið miklir og fjölmiðlaumfjöllunin súr en hann sér tækifæri í rekstrinum. Hann ætlar að taka handbremsubeygju í rekstri og skipulagi spítalans og hefur þegar sagt upp yfir fimm hundruð manns Barkaígræðslumálið hangi enn yfir Karolinska Barkaígræðslumálið svokallaða, þar sem skurðlæknirinn Paolo Macchiarini blekkti fjölda sérfræðinga til þátttöku og vísindaskrifa við ígræðslu plast- barka í sjúklinga við sjúkrahúsið vofir enn yfir Karolinska. „Það er alltaf stutt í að það lyftist upp á yfirborðið,“ segir Björn Zoëga, nýr forstjóri spítalans, spurður um málið. „Það er að einhverju leyti líka vegna þess að enn er í skoðun hjá sak- sóknara hvort eigi að höfða mál gegn einhverjum aðilum í þessu máli.“ Málið teygir, eins og þekkt er, anga sína til Íslands og hefur mikið verið fjallað og ritað um það í fjölmiðlum. Spurður hvort aðkoma íslenskra lækna að því hamli honum segir hann svo ekki vera. „Það er ekkert sérstaklega mikil þekking á að Ísland hafi komið þar að.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.