Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Aug 2019, Page 44

Læknablaðið - Aug 2019, Page 44
352 LÆKNAblaðið 2019/105 „Það er kristaltært að læknar eiga að til- einka sér þessa aðferðafræði,“ segir Alda Sigurðardóttir einn reyndasti mark- og stjórnendaþjálfi landsins. Samskipta- tæknin nýtist sérstaklega í stjórnun. „Með því að nýta markþjálfun má ná því besta fram í fólkinu sínu, ná að hámarka af- köstin án þess að fólk brenni út, heldur þannig að því líði vel. Þetta er einfaldlega aðferð sem virkar.“ Alda segir markþjálfun kennda í læknanámi Harvard. „Þar eru læknar þjálfaðir í þessari samtalstæki,” segir Alda. „Markmiðið með markþjálfun al- mennt er að auka skuldbindingu þess sem talað er við. Læknar sem eiga samskipti við sjúklinga vilja væntanlega hafa sem mest áhrif á líf þeirra og auka skuld- bindingu þeirra til þess að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þar af leiðandi er þetta aðferð sem virkar mjög vel á sjúklinga,“ segir hún. „Sjúklingarnir þurfa sjálfir að koma með hugmyndir að því hvað þeir geta sjálfir gert til að bera ábyrgð á heilsu sinni.“ Læknar í markþjálfun Alda var í vor á ráðstefnu hjá Institute of Coaching eða rannsóknarstofnun í mark- þjálfun sem er við McLean sjúkrahúsið, undirstofnun Harvard. Hún bendir á að stofnunin sé ekki tengd sálfræðigreininni eða viðskiptafræði, eins og margur gæti haldið, heldur læknaháskólanum. Tölur sýni einfaldlega að samtalsaðferðin hafi jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. „Á ráðstefnunni sýndu læknar rann- sóknarniðurstöður um hvernig markþjálf- un hefur til dæmis virkað vel þegar unnið er með sjúklinga sem eiga við kvíða og þunglyndi að stríða. Líka til að fyrirbyggja kulnun ungra lækna,“ segir hún. „Því saman finna stjórnendur og unglæknarnir leiðir sem henta hverjum og einum til að ná stjórn á vinnuaðstæðum sínum, sem dregur úr streitu í starfi. Alda segir lækna í Bandaríkjunum opna fyrir markþjálfun og þeim fjölgi í Evrópu sem nýti þessa tækni. „Ég hef unnið með læknum hér á landi, í Svíþjóð og Sviss. Læknar eru vel menntaðir og þeir vita að það er hægt að mennta sig í samskiptum eins og öðru. Upplifun mín er að þeir séu opnir fyrir samskiptatækni sem hjálpar þeim að ná meiri árangri í starfi,“ segir hún. Rétt samtal auki vellíðan Alda, sem er stundakennari í MBA námi Háskólans í Reykjavík, sótti meðal annars aukna þekkingu í markþjálfun til Judith E. Glaser, sem lést á síðasta ári. Sú vann með mörgum af stærstu fyrirtækjum í heimi, eins og City Bank, Pfizer og Burberry. Hún þjálfaði einnig fatahönnuðinn Donnu Kar- an, gerði rannsóknir í atferlisfræði, mann- fræði og stofnunarfræði og ritaði tengdar bækur. Læknar sérhæfi sig í markþjálfun Nýta má markþjálfun til að fyrirbyggja kulnun hjá unglæknum, einnig til að fá sjúklinga til að taka í auknum mæli ábyrgð á eigin bata. Þetta segir Alda Sigurðardóttir, eigandi ráðgjafastofunnar Vendum sem sérhæfir sig í stjórnendaþjálfun. Alda með Dr. Daniel Coleman á ráðstefnunni. Hann er sálfræðingur og oft nefndur faðir tilfinningagreindar, en hann hefur gefið út fjölda bóka um tilfinningagreind og leiðtogafærni. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.