Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - aug. 2019, Side 45

Læknablaðið - aug. 2019, Side 45
LÆKNAblaðið 2019/105 353 „Hún var gift lækni sem hvatti hana til að rannsaka áhrif samtalstækninnar á heilann og önnur líkamleg viðbrögð. Hún notaði aðferð sem kallast samtalsgreind (Conversation intelligence) og er markmiðið að lágmarka framleiðslu kortisóls streitu- hormónsins, og ýta undir framleiðslu ser- atóníns og annarra boðefna sem hafa áhrif á vellíðan hjá viðmælendum,“ lýsir Alda. „Lykilatriðið er að eiga samskipti og hreyfa fólk áfram án þess að vekja upp varnarviðbrögð líkamans, halda framheil- anum virkum með skýrri rökhugsun og kveikja í innri hvatningu og löngun hvers og eins til aðgerða, því þannig næst meiri árangur.“ Alda segir gefandi að hjálpa fólki að finna öryggi þannig að það hafi hugrekki og vilja til að taka þeim áskorunum sem bíði þess. „Hjá sjúklingum er það klárlega að taka ábyrgð á eigin heilsu og hegðun tengdri henni. Hjá starfsmönnum er það að passa að brenna ekki út, passa upp á samskipti, laða fram það besta, passa upp á starfsþróun og álag.“ Hún játar aðspurð að samtal í anda markþjálfunar taki lengri tíma en hefð- bundið samtal milli læknis og sjúklings. „Það er einn þátturinn sem heldur aftur af læknum að nýta tæknina. En hafa þarf í huga að þeir sem ná tökum á aðferðinni þurfa ekki meira en fimm eða tíu mínútur í hvert viðtal. Það má ná heilmiklum ár- angri á fimm mínútum,“ segir hún. „Ábat- inn getur haft mikil áhrif á líf fólks.“ Fólk í fórnarlambshlutverki Alda segir að hafa verði í huga að mark- þjálfun virki misvel á fólk. „Sumir eru lokaðri en aðrir. Það er erfiðara að ná til þeirra sem eru í fórnarlambshlutverkinu, því þeir vilja síður taka ábyrgð á eigin lífi,“ segir hún og að hún bendi því ávallt á að sækja sér aðstoð hjá sálfræðingum. „En engu að síður vekur áhugaverð spurn- ingatækni fólk alltaf til umhugsunar.“ Hún segir þó hægt að þjálfa flesta með þessari aðferð, enda styrkleiki aðferðar- innar miðaður að þörfum hvers og eins. „Við vitum öll að hreyfing er lífs- nauðsynleg en við segjum ekki endilega við sjúkling sem á við offituvandamál að stríða að fara beint í að hreyfa sig. Við þurfum að byrja á að vekja viðkomandi til vitundar um áhrif hegðunar sinnar á líkamann og hjálpa viðkomandi að bera ábyrgð á sinni heilsu. Hann þarf að byrja í smáum skrefum. Þetta er einstaklings- miðuð nálgun en stóra málið er að búa til þessa skuldbindingu og þekkingu fólks á því hvernig það nær markmiðum sínum,“ segir Alda. Alda segir markþjálfun fyrst og fremst samtalstækni sem byggir á djúphlustun og kraftmikilli spurningatækni þar sem áhersla sé lögð á opnar aðgerðadrifnar spurningar. Hún lýsir því hvernig fólki er hjálpað að leita að svörum við spurning- um sínum. „Ég er hvorki sálfræðingur né læknir og samkvæmt siðareglum sem ég starfa eftir vísa ég þeim sem eiga við slík vanda- mál ávallt til réttra fagaðila. Sérhæfing mín liggur í stjórnun og í að kenna öðrum fagstéttum markþjálfun,“ segir Alda. „En það eru oft sömu áskoranirnar milli ólíkra aðstæðna því allt snýst þetta um hegðun og hugarfar.“ Alda með Marshall Goldsmith sem er einn frægasti markþjálfi í heimi. Hann hefur til að mynda þjálfað Alan Mullaly sem er í stjórn Google og var forstjóri Boeing og svo síðar Ford. Alda Sigurðardóttir er sérfræðingur í stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun og starfar með fólki á alþjóðavísu. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í að þjálfa fagstéttir eins og lækna í að ná tökum á tækninni. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.