Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Aug 2019, Page 48

Læknablaðið - Aug 2019, Page 48
356 LÆKNAblaðið 2019/105 Hvað á einn vesæll útslitinn bóndi og fjöl- skyldufaðir að gjöra þegar allskyns kveisur herja á hann? Ekki er lengur hægt að leita til munkanna því klaustrin eru lokuð og eydd. Enn er hálf önnur öld í að Bjarni Pálsson verði landlæknir svo það er úr vöndu að ráða. Píetisminn allsráðandi í kirkjunni sem sinnir engu nema syndum og illgjörðum almenn- ings. Æ, hvað skal til bragðs taka? Þannig hefur honum eflaust liðið þessum sem lá í bæli sínu um 1600 og vafði um sig kveisustrengnum sem hér má sjá. Á hann er margt ritað beggja megin á íslensku, latínu og grísku, Biblíutextar á latínu í bland við særingar á íslensku. Þeim stöðum þar sem textinn er mergjaðastur var komið fyrir við þau líffæri sem ollu mestu verkjunum. Eng- um sögum fer af því hvort strengir sem þessir hefðu tilætluð áhrif á heilsufar manna, en allt var betra en að veslast upp og deyja svo eflaust hafa ýmsir reynt þetta. Frá klaustrum til nútíma læknisfræði Tíminn eftir siðaskipti og fram á átjándu öld hefur ekki verið auðveldur þeim sem áttu við vanheilsu að stríða. Rannsóknir Steinunnar Kristjánsdóttur og fleiri fornleifafræðinga á íslenskum klaustrum hafa sýnt fram á að þau voru í raun velferðarkerfi Íslendinga, þangað leituðu sjúkir lækninga og líkna og fengu ef- laust margir góða þjónustu eins og það heitir núna. Með siðaskiptunum um miðja 16. öld hverfur þetta velferðarkerfi eins og dögg fyrir sólu. Hin nýju kirkjuyfirvöld sáu enga ástæðu til þess að framlengja líf þessa pápíska fyrir- komulags. En fólk hélt áfram að veikjast og verða fyrir slysum. Hvað átti það að gera? Engin voru læknavísindin og kirkjan leit það í raun óhýru auga að fólk væri að fást við kukl og galdur sem margir sóttu í þegar hallaði und- an fæti. Um þetta vitnar svonefnd Kýrauga- staðasamþykkt sem Oddur biskup Einarsson gaf út árið 1592 en þar stóð meðal annars: „þeir sem fara með kukl, töfra og rúnir, svo sem eru ristingar eður aðrar þess konar sær- ingar og kveisublöð, og annan þvílíkan djöf- ulskap, með hverjum þeir látast lækna mein og kránkdæmi manna, straffist af prestinum […] því oss virðist þvílíku fylgja stór guð- löstun.“ Þessi samþykkt er nokkuð merkileg því svo er að sjá sem yfirvöldin hafi mörg hver hneigst til þess að líta á svonefndan hvíta- galdur sem varnarviðbragð sem ekki væri ástæða til að amast við. Öðru máli gegndi um svartagaldur sem var sannanlega af illum rót- um runninn og því bannfærður. Þetta breyttist árið 1617 þegar Kristján IV konungur gefur út konungsbréf um galdra- menn og vitorðsmenn þeirra. Þar er allur galdur, hvítur jafnt sem svartur, settur í sama hólf og skyldi straffað fyrir með útlegð, húðláti eða brennu. Þetta er upphafsstefið í ís- lenska galdrabrennutímanum sem hefst með fyrstu brennunni árið 1625 í Svarfaðardal. Næstu áratugina voru 23 karlar til viðbótar brenndir í málum þar sem galdrar komu við sögu, en aðeins ein kona, sem er alveg öfugt við það sem gerðist í öðrum löndum álfunn- ar. Á mótum tveggja tíma Þrátt fyrir þessa myrku tíma í lífi Evrópubúa má merkja að gerjun sé hafin víða um álfuna. Ofurtök hinnar refsiglöðu kirkju á daglegu lífi valda því þó að þeir sem hugsa öðruvísi verða að fara leynt með sitt sýsl. Menn eru samt byrjaðir að fikra sig inn á þá braut að skoða náttúruna á hennar eigin forsendum en ekki í gegnum trúarbrögðin. Íslendingar áttu sína fulltrúa í þessari hreyfingu og þar má telja Jón lærða Guð- mundsson sem fæddist árið 1574 athyglis- verðasta fulltrúa Íslendinga í henni. Hann stendur á mótum tveggja tíma, er á kafi í gömlu hjátrúnni, trúir á drauga og álfa og skrifar kveisustrengi og fjandafælur. Sam- hliða því stundar hann vísindarannsóknir og skrifar lýsingar á dýrum, steintegundum, jurtum og þess háttar. Þetta var ekki eins- dæmi hér á landi. Jón var heldur eldri en Særi ég kveisu allra handa kyns… Kveisustrengur frá mótum miðalda og nútíma segir sögu um „læknisfræði“ fortíðar Kveisustrengur, sá eini sem varðveist hefur. Lengdin er 58,4 og breiddin 10,8 sentimetrar. Lbs fragm. 14. Mynd: Handritadeild Lands- bókasafns. ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.