Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 4

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 4
63 Hannes Bjarki Vigfússon, Hörður Snævar Harðarson, Björn Rúnar Lúðvíksson, Ólafur Guðlaugsson Lyme sjúkdómur á Íslandi – Faraldsfræði á árunum 2011-2015 Síðustu ár hafa mítlar fundist í auknum mæli á norðlægari slóðum og er hnattræn hlýnun talin eiga þar þátt í máli. Lyme-sjúkdómur hefur hingað til ekki verið talinn landlægur á Íslandi þó tilfelli af sjúkdómnum greinist af og til hérlendis. Skógarmítlar hafa fundist hér í litlum mæli en vitað er að þeir berast hingað með farfuglum. Frá árinu 2005 hefur tilkynnt- um mítlum fjölgað hér en þeir hafa þó ekki enn fundist á öllum þroskastigum hérlendis sem er nauðsynlegt til þess að fullyrða að skógarmítillinn sé búinn að taka sér bólfestu á Íslandi. 71 Margrét Einarsdóttir Tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla Stoðkerfisverkir eru algengir meðal unglinga. Í danskri rannsókn sagðist þriðjungur 12-19 ára ungmenna finna fyrir verkjum og fimmtungur finna daglega fyrir einhverjum verkjum. Tengsl eru milli stoðkerfiseinkenna og lýðfræðilegra þátta. Hjá fullorðnum er tilhneiging til þess að einkenni aukist með hækkandi aldri. Konur eru útsettari fyrir stoðkerfiseinkennum en karlar, bæði í hópi fullorðinna eða unglinga, og lág félagsleg og efnahagsleg staða eyk- ur líkur á stoðkerfisverkjum meðal fullorðinna. 79 Gestur Þorgeirsson, Birna Björg Másdóttir, Þórarinn Guðnason, María Heimisdóttir Bráð kransæðaheilkenni á Landspítala á árunum 2003-2012 Á árunum 2003-2012 varð 5% árleg tölfræðilega marktæk lækkun í nýgengi bráðs hjarta- dreps án ST-hækkunar en á sama tíma var tilhneiging til aukningar á nýgengi bráðs hjarta- dreps með ST-hækkun, sem í lok tímabilsins var orðið algengasta heilkennið. Nýgengi hvikullar hjartaangar þróaðist með óvenjulegum hætti og er umhugsunarefni hvort andlegt álag í þjóðfélaginu á rannsóknartímabilinu hafi haft þar áhrif. 56 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 2 . tölublað ● 105. árgangur ● 2019 59 Sigurður Guðmundsson Taktur og tregi Kjarni úttektar landlækn- is snýr að öldruðum. Það er þjóðarskömm að sumir aldraðir dvelji síðustu skeið ævinnar við kringumstæður sem eru ekki sæmandi. Þessi kynslóðin er fædd um miðja síðustu öld og lagði grunninn að velsældinni sem hér ríkir. Hún á annað skilið en þetta. 61 Hulda Hjartardóttir Kvennadeild Landspítala 70 ára Á deildinni fæðast nú 75% allra barna á landinu og nær allar aðgerðir vegna krabbameina í kvenlíffærum fara þar fram auk annarra aðgerða vegna sjúkdóma í kvenlíffærum, fósturláta og þungunarrofa. L E I Ð A R A R Kápumyndin á febrúarblaðinu Á kápunni er mynd af fullþroska blóðfylltu kvendýri skógarmítils (Ixodes ricinus). Það er 10 mm að stærð. Myndin er tekin í Reykjahlíð í Mývatnssveit í september 2016. Mynd/Erling Ólafsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.