Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 28

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 28
80 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Í þessari rannsókn er kannað nýgengi bráðra kransæðaheil- kenna á Landspítala árin 2003-2012. Nýgengi var jafnframt skoðað eftir búsetu sjúklinga (eftir póstnúmerum) en áhugavert þótti að kanna hve hátt hlutfall sjúklinga með bráð kransæðaheilkenni á Landspítala kemur af landsbyggðinni. Efniviður og aðferðir Inn í rannsóknina voru teknir allir sjúklingar, yngri sem eldri, sem uppfylltu skilmerki bráðra kransæðaheilkenna og voru lagðir inn á Landspítala árin 2003-2012. Til bráðra kransæðaheilkenna teljast hvikul hjartaöng (unstable angina pectoris I20.0, I20.1), brátt hjartadrep án ST-hækkana á hjartariti, NSTEMI (Non-ST Elevation Myocardial Infarction I21.4) og brátt hjartadrep með ST- hækkun á hjartariti, STEMI (ST Elevation Myocardial Infarction I21.0, I21.1, I21.2, I21.3, I21.9). Notaðar voru útskriftargreiningar í sjúkraskrám. Sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni hafa að jafnaði, en ekki alltaf, hin dæmigerðu einkenni kransæðasjúkdóms, hjartaverk – hjartaöng. STEMI-sjúklingar eru að jafnaði með fleygdrep í gegn- um hjartavöðvann, hafa ST-hækkun á hjartariti og hækkun á TnT. Dæmigert er að NSTEMI-sjúklingar hafi drep undir hjartaþeli, hækkun á TnT og oft ST-lækkanir á hjartariti. Í hvikulli hjartaöng er ekki hækkun á TnT en vægar hjartalínuritsbreytingar geta verið til staðar. Sjúklingar með fyrri sögu um hjartadrep voru ekki úti- lokaðir. Sjúklingar sem voru lagðir inn eftir hjartastopp utan spít- ala sem rakið var til bráðs kransæðasjúkdóms voru teknir með í þessari rannsókn. Langflestir sjúklinganna voru greindir og með- höndlaðir á hjartadeild eða gjörgæsludeildum Landspítala. Stuðst var við gögn úr klínískum gagnagrunnum spítalans, einkum vöruhúsi gagna. Kannaður var fjöldi tilfella bráðra kransæðaheilkenna og skipt- ingin á milli STEMI og NSTEMI. Skipting eftir aldri og kyni var skoðuð. Könnuð var sjúkrahúsdánartíðni innan 30 daga frá inn- lögn, heildardánartíðni innan 30 daga frá innlögn svo og dánar- tíðni að einu ári liðnu. Hin næma TnT-rannsókn var tekin upp á fyrri hluta rannsóknartímabilsins og var fjöldi þeirra mælinga skráður fyrir hvert ár. Til höfuðborgarsvæðis teljast Reykjavíkurnúmerin 101-116, Sel- tjarnarnes 170, Kópavogur 200-203, Mosfellsbær 270-271, Garðabær 210, Hafnarfjörður 220-221 og Álftanes 225. Önnur póstnúmer eru af landsbyggðinni. Einu hjartaþræðingastofur landsins eru á Landspítala og hefur sólarhringsvakt fyrir kransæðaþræðingar verið þar frá árinu 2003. Tölfræðileg úrvinnsla: Nýgengi fékkst með því að deila heildar- íbúafjölda í hverjum aldurshópi upp í fjölda tilfella í þeim hópi (í heild, konur, karlar). Heildarfjöldi Íslendinga árið 2012 var notaður sem viðmið til að reikna aldursstaðlað nýgengi (Age standardized incidence rates, ASR). Poisson-aðhvarfsgreining var notuð til að meta aldursstaðlað nýgengi á tímabilinu. Þegar við átti var notuð neikvæð tvíliða aðhvarfsgreining (negative binomial regression). Leyfi fyrir þessari rannsókn var fengið hjá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og samþykki hjá Persónuvernd og siðanefnd spítalans. Niðurstöður Bráð kransæðatilfelli á Landspítala á árunum 2003-2012 voru sam- tals 7502 (mynd 1). Flest voru tilfellin á árinu 2008, eða 840. Við lok tímabilsins var heildarfjöldi bráðra kransæðaheilkenna um 10% hærri en við upphaf þess. Þegar tekið var tillit til fólksfjölgunar var heildarfjöldi fyrir hverja 100.000 íbúa á ári þó nánast sá sami, það er 208 árið 2003 og 206 árið 2012. Árið 2008 greindust flest til- felli með hvikula hjartaöng, eða 367, sem eru rúmlega tvöfalt fleiri tilfelli en við upphaf og lok tímabilsins. NSTEMI-tilfellin voru flest kransæðaheilkenna, eða samtals 2590. Flest voru NSTEMI-tilfellin árið 2005, eða 305. Eftir það var fjöldi NSTEMI- tilfella svipaður með ákveðnum frávikum. STEMI-tilfellin voru fæst á tímabilinu, eða 2333, flest 293 árið 2004 og fæst árið 2012, eða 202. Á mynd 2 er sýndur fjöldi kransæðaheilkenna á hverja 100.000 íbúa á ári, en íbúum hafði fjölgað úr 290.490 árið 2003 í 321.585 árið 2012. Þannig voru STEMI-tilfelli 98/100.000 íbúa árið 2003 og 63/100.000 árið 2012, eða 35,7% færri. NSTEMI-tilfellin voru 54/100.000 íbúa árið 2003 og 93/100.000 árið 2012, eða 72,2% fleiri. Flest voru NSTEMI-tilfellin þó árið 2005, eða 102 á 100.000 íbúa. TnT-mælingar jukust hratt snemma á tímabilinu. Þannig voru fjórfalt fleiri slíkar mælingar gerðar á Landspítala árið 2005 en árið 2004, eða 15.485, á móti 3886. Þeim fjölgaði svo enn frekar og voru að jafnaði um 20.000 mælingar á ári eftir það. Meðalaldur sjúklinga með NSTEMI var 72,2 ár, hjartaöng 66,7 ár og STEMI 66,2 ár (mynd 3). Konur voru hlutfallslega flestar með NSTEMI, eða 34,5%, með hjartaöng voru 28,5% og með STEMI Mynd 2. Bráð kransæðaheilkenni á hverja 100.000 íbúa. Mynd 1. Heildarfjöldi bráðra kransæðatilfella á Landspítala 2003-2012.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.