Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 12

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 12
64 LÆKNAblaðið 2019/105 skráningu er háttað þar en nýgengi getur verið frá minna en einu tilfelli á 100.000 íbúa og yfir í fleiri en 350 tilfelli á 100.000 íbúa á mestu áhættusvæðunum.12 Þau lönd þar sem nýgengi hefur verið hvað hæst (>100 tilfelli á 100.000 íbúa) eru meðal annars Slóvenía, Þýskaland, Austurríki og Suður-Svíþjóð auk eyja þar í grennd.3,6,12 Einkenni sjúkdómsins koma gjarnan fram um 3-30 dögum eftir mítilbit. Líkurnar á því að smitast af Lyme-sjúkdómi eru í beinu samhengi við það hversu fljótt mítillinn er fjarlægður og þær eru mestar sé mítillinn ekki fjarlægður innan 48-72 klukkustunda frá biti.8,13 Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru í flestum tilfellum nokkuð dæmigerð útbrot sem kallast erythema migrans og eru hringlaga, rauð og minna á skotskífu. Þessum útbrotum geta fylgt almenn einkenni eins og hiti, slappleiki, höfuðverkur og stoðkerfisverk- ir. Sé sýkingin ekki meðhöndluð á þessu stigi getur hún breiðst út um líkamann með einkennum frá öðrum líffærakerfum eins og taugakerfi, stoðkerfi og hjarta.3,4,8 Í Evrópu eru einkenni frá taugakerfi algengasta birtingarmynd útbreidds sjúkdóms, til dæmis heilahimnubólga, lamanir á heilataugum eða sársaukafull tauga rótarbólga (painful radiculitis).6,14 Stoðkerfiseinkenni hafa hins vegar verið algengari í Bandaríkjunum og koma þá yfirleitt fram sem viðvarandi eða endurteknar bólgur í stórum liðum, algengast í hnjálið.4,11 Þessi munur á birtingarmynd sjúkdómsins hefur verið rakinn til algengis mismunandi Borrelia-tegunda eftir heimsálfum en B. burgdorferi, sem er algengust í Bandaríkjunum, veldur frekar stoðkerfiseinkennum og B. garinii, sem er algengust í Evrópu, veldur frekar taugakerfiseinkennum.8,14 Þá hafa húðeinkenni eins og acrodermatitis chronica atrophicans og borrelial lymphocytoma sér- staklega verið tengd við smit með B. afzelii.8,14 Önnur einkenni um útbreiddan sjúkdóm geta til dæmis verið útbreiddari eryt- hema migrans útbrot eða leiðslutruflanir í hjarta. Síðkomin sýking er sjaldgæf en getur meðal annars komið fram sem viðvarandi heilahimnubólga eða heilabólga, stoðkerfiseinkenni sambærileg þeim sem lýst er að ofan eða húðbreytingar eins og acrodermatitis chronica atrophicans. 3,4,8 Þá er einnig rétt að taka fram að rannsókn- ir á algengi Borrelia-mótefna hjá einkennalausum einstaklingum í löndum þar sem Lyme-sjúkdómur er landlægur benda til þess að stór hluti sýkinga gefi lítil eða engin einkenni.15 Greining Lyme-sjúkdóms er fyrst og fremst klínísk og byggir á samspili sögu, skoðunar og mælingar á mótefnum gegn B. burgdorferi sl.14 Ræktun er í flestum tilvikum ekki gagnleg þar sem hún er ekki nógu næm rannsóknaraðferð og er flókin í fram- kvæmd. Kjarnsýrumögnunaraðferðir eru fyrst og fremst notaðar í rannsóknarskyni og þá til að leita að erfðaefni B. burgdorferi sl. í lið- vökva eða húðsýnum frá sjúklingum með erythema migrans. Næmi kjarnsýrumögnunar er hins vegar ekki nógu gott til að aðferðin sé notuð að staðaldri við greiningu á Lyme-sjúkdómi.16,17 Sú rann- sóknaraðferð sem algengast er að sé notuð til greiningar er því mæling á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. en meirihluti einstak- linga er kominn með mælanleg mótefni um tveimur til fjórum vikum eftir smit og nánast allir eftir 6 vikur.6 Einstaklingar með erythema migrans eru hins vegar greindir á klínískum forsendum þar sem útbrotin geta komið fram áður en mótefni verða mæl- anleg og næmi mótefnamælingar á því stigi sjúkdómsins því einungis um 50-60%.6,14 Næmi mótefnamælingar á seinni stigum sjúkdómsins er hins vegar á bilinu 80-100%, eftir því hversu lengi einkenni hafa varað, og er æskilegt að mótefnamæling sé notuð til staðfestingar í þeim tilvikum.6,14 Þá er einnig vert að nefna að ef einstaklingar eru meðhöndlaðir á fyrstu stigum sjúkdómsins er ekki öruggt að það myndist mælanleg mótefni gegn B. burgdorferi sl. Hins vegar geta bæði IgM- og IgG-mótefni líka verið mælanleg mánuðum og jafnvel árum saman eftir smit, jafnvel eftir viðeig- andi sýkla lyfjameðferð.16,17 Við grun um Lyme-sjúkdóm í tauga- kerfi er mænuvökvi sendur í frumutalningu og mælingu á mótefn- um gegn B. burgdorferi sl. en slík sýking veldur yfirleitt hækkun á hvítum blóðkornum í mænuvökva og myndun mótefna gegn B. burgdorferi sl. í mænuvökva og blóði.14,16 Lyme-sjúkdóm er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum úr flokki beta-laktamlyfja, tetracýklína eða makrólíða. Við alvar- legri einkennum, svo sem frá taugakerfi eða hjarta, er mælt með meðferð með doxýcýklíni eða ceftríaxóni í 14-21 dag. Við öðrum birtingarmyndum sjúkdómsins er meðferð með sýklalyfjum um munn í 10-14 daga yfirleitt nóg. Mælt er með notkun doxýcýklíns, penicillíns eða cefúroxíms sem fyrstu línu meðferð en makrólíða eins og azithrómýcín sem annarrar línu meðferð.18,19 Seinustu árin hafa mítlar verið að finnast í auknum mæli á norðlægari slóðum og er hnattræn hlýnun talin eiga þar hlut að máli.20,21 Lyme-sjúkdómur hefur hingað til ekki verið talinn land- lægur á Íslandi þó tilfelli af sjúkdómnum greinist af og til hér- lendis. Skógarmítlar hafa fundist hér í litlum mæli að minnsta kosti síðan árið 1967 og vitað er að þeir berast hingað með farfugl- um.22,23 Frá árinu 2005 hefur orðið aukning á tilkynntum mítlum hér en þeir hafa þó ekki enn fundist á öllum þroskastigum hér- lendis, sem er nauðsynlegt til þess að fullyrða að skógarmítillinn sé búinn að taka sér bólfestu á Íslandi.22,24 Stór hluti mítla hefur fundist á farfuglum en einnig hafa fundist mítlar á mönnum og gæludýrum eins og hundum og köttum sem bendir vissulega til þess að einhver hætta sé á biti hérlendis.24 Margt er þó á huldu varðandi mögulegan lífsferil skógarmítilsins hérlendis og alls óvíst að aðstæður hvað varðar veðurfar og villt dýralíf séu þess eðlis að hann geti yfirhöfuð tekið sér bólfestu á Íslandi.22,24 Lunda- lús (Ixodes uriae) er hins vegar landlæg hér og finnst á sjófuglum og í nágrenni við aðsetur þeirra.22 Þekkt er að lundalúsin getur borið Borrelia-bakteríur og hafa þær meðal annars fundist í lunda- lús hérlendis.25,26 Lundalúsin bítur menn fái hún tækifæri til þess en hvergi hefur verið lýst tilfelli af Lyme-sjúkdómi í kjölfar bits hennar og alveg er óljóst hvort lundalúsin getur yfirhöfuð smitað menn af Borrelia-bakteríum.26 Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Lyme-sjúkdómi á Íslandi til þessa. Tveimur tilfellum hjá börnum hefur verið lýst í Læknablað- inu, 1999 og 2011.27,28 Bæði þau tilfelli áttu uppruna sinn erlendis. Ekki er vitað til þess að greinst hafi tilfelli af sjúkdómnum sem á sér öruggan innlendan uppruna. Lyme-sjúkdómur er skráningar- skyldur sjúkdómur hérlendis en sú skráning byggir á sjálfvirkum tilkynningum úr rafrænu sjúkraskrárkerfi (Saga) án meðfylgjandi klínískra upplýsinga eða staðfestingar rannsóknarstofu. Upplýs- ingarnar sem þetta gefur eru það ónákvæmar að lítið er hægt að byggja á þeim og hafa þær ekki verið gefnar út undanfarin ár. Það er því nánast ekkert vitað um faraldsfræði Lyme-sjúkdóms á Íslandi og engar tölur til um fjölda tilfella sem upp hafa komið hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að reyna að afla R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.