Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 15

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2019/105 67 R A N N S Ó K N á Íslandi. Þar sem óvíst er að viðkomandi einstaklingar hafi ver- ið útsettir fyrir sjúkdómnum, eins og greiningarskilmerkin gera ráð fyrir, er erfitt að segja að um staðfest tilfelli af Lyme-sjúkdómi sé að ræða. Almennt er þó ekki mælt með því að mótefni gegn B. burgdorferi sl. séu mæld við greiningu á Lyme-sjúkdómi hjá einstaklingum með erythema migrans vegna lágs næmis prófsins á þessu stigi sjúkdómsins. Börn 58 einstaklingar voru yngri en 18 ára, meðalaldur þeirra var 10,2 ár (staðalfrávik 4,7) og 58,6% voru stúlkur en 41,4% drengir. Fjórir einstaklingar (6,9%) reyndust vera með jákvæða mótefnamælingu fyrir B. burgdorferi sl., 15 (25,9%) með óræða mótefnamælingu og 39 (67,2%) með neikvæða mótefnamælingu (tafla I). Grunnupplýsingar um rannsóknarþýði, einkenni sem leiddu til mælingar á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. og faraldsfræðilegar upplýsingar er að finna í töflu II. Algengast var að einstaklingar væru með almenn einkenni (31%) eða stoðkerfiseinkenni (17,2%). Upplýsingar um ferðalög fengust fyrir 27 einstaklinga (46,6%) og höfðu 96,3% þeirra sögu um ferðalag fyrir upphaf einkenna. Ferðalög til Bandaríkjanna (25,9%) eða einhvers af Norðurlöndun- um (33,3%) voru algengust. Saga um mítilbit kom fram hjá 6 einstaklingum (20,7%). Upplýsingar um sýklalyfjameðferð fengust fyrir 45 einstaklinga (77,6%) og voru 10 (17,2%) þeirra meðhöndl- aðir með sýklalyfjum. Eins og hjá fullorðnum var nokkur munur á hlutfalli einstaklinga sem voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum eftir því hvort mótefnamæling reyndist vera jákvæð (n=2, 50%), óræð (n=4, 26,7%) eða neikvæð (n=4, 10,3%) en sá munur reyndist ekki vera tölfræðilega marktækur (p=0,169). Algengast var að am- oxícillín (40%) eða doxýcýklín (50%) væri notað til meðhöndlunar en einungis einn einstaklingur fékk ceftríaxón (10%). Fjórir einstaklingar (6,9%) uppfylltu greiningarskilmerki Lyme sjúkdóms. Þar af voru þrír (75%) með erythema migrans en einungis einn þeirra átti einnig mótefnamælingu sem var jákvæð með til- liti til IgM-mótefna gegn B. burgdorferi sl. Hinir tveir áttu annars vegar mótefnamælingu sem var óræð með tilliti til IgG-mótefna og hins vegar neikvæða mótefnamælingu og voru því greindir á klínískum forsendum eingöngu. Fjórði einstaklingurinn var með andlitslömun auk einkenna um heilahimnubólgu og var greindur með Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Sá einstaklingur var með hækkun á hvítum blóðkornum í mænuvökva og jákvæða mótefnamælingu fyrir bæði IgM- og IgG-mótefnum gegn B. burgdorferi sl. í blóði og mænuvökva. Allir einstaklingarnir höfðu sögu um ferðalög fyrir upphaf einkenna og tveir (50%) þeirra höfðu einnig sögu um mít- ilbit. Allir voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum. Einstaklingurinn Tafla II. Einstaklingar sem áttu mælingu á mótefnum í sermi gegn B. burgdorferi sensu latu á árunum 2011-2015. Grunnupplýsingar, einkenni og faraldsfræði. Flokkað eftir niðurstöðu mótefnamælingar og því hvort sjúklingar uppfylltu greiningarskilmerki Lyme-sjúkdóms. Fjöldi tilfella og hlutfall, n (%). Aldur er gefinn upp sem meðaltal og staðalfrávik. Fullorðnir Börn Mótefnamæling Mótefnamæling Jákvæð Óræð Neikvæð Lyme-sjkd. Jákvæð Óræð Neikvæð Lyme-sjkd. N 25 78 340 18 4 15 39 4 Karlar 8 (32) 32 (41) 132 (38,8) 7 (38,9) 1 (25) 7 (46,7) 16 (41) 0 (0) Konur 17 (68) 46 (59) 208 (61,2) 11 (61,1) 3 (75) 8 (53,3) 23 (59) 4 (100) Aldur 47,2 (14,6) 40,7 (13,7) 45,7 (16,6) 47,3 (13,7) 9,8 (4,6) 9,6 (5,3) 10,4 (4,5) 8 (4,1) Einkenni Almenn 5 (20) 21 (26,9) 51 (15) 2 (11,1) 1 (25) 1 (6,7) 16 (41) 0 (0) Húð 12 (48) 26 (33,3) 49 (14,4) 18 (100) 2 (50) 3 (20) 3 (7,7) 3 (75) EM 7 (28) 7 (9) 8 (2,4) 18 (100) 2 (50) 2 (13,3) 1 (2,6) 3 (75) Taugakerfi 7 (28) 34 (43,6) 111 (32,7) 1 (5,6) 1 (25) 0 (0) 5 (12,8) 1 (25) Stoðkerfi 4 (16) 9 (11,5) 31 (9,1) 0 (0) 0 (0) 2 (13,3) 8 (20,5) 0 (0) Hjarta 0 (0) 4 (5,1) 4 (1,2) 0 (0) 0 (0) 1 (6,7) 1 (2,6) 0 (0) Annað 3 (12) 2 (2,6) 19 (5,6) 0 (0) 0 (0) 3 (20) 3 (7,7) 0 (0) Vantar gögn 1 (4) 6 (7,7) 118 (34,7) 0 (0) 0 (0) 5 (33,3) 14 (35,9) 0 (0) Ferðalög 17 (68) 36 (46,2) 44 (12,9) 18 (100) 4 (100) 8 (53,3) 14 (35,9) 4 (100) Ekki ferðalög 1 (4) 6 (7,7) 7 (2,1) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 1 (2,6) 0 (0) Vantar gögn 7 (28) 36 (46,2) 289 (85) 0 (0) 0 (0) 7 (46,7) 24 (61,5) 0 (0) Mítilbit 3 (12) 7 (9) 11 (3,2) 3 (16,7) 1 (25) 5 (33,3) 6 (15,4) 2 (50) Ekki mítilbit 17 (68) 47 (60,2) 56 (16,5) 16 (83,3) 3 (75) 5 (33,3) 6 (15,4) 2 (50) Vantar gögn 5 (20) 24 (30,8) 273 (80,3) 0 (0) 0 (0) 5 (33,3) 27 (69,2) 0 (0) Sýklalyf 21 (84) 29 (37,2) 42 (12,3) 18(100) 2 (50) 4 (26,7) 4 (10,3) 4 (100) Ekki sýklalyf 4 (16) 43 (55,1) 194 (57,1) 0 (0) 1 (25) 8 (53,3) 26 (66,7) 0 (0) Vantar gögn 0 (0) 6 (7,7) 104 (30,6) 0 (0) 1 (25) 3 (20) 9 (23,1) 0 (0) EM - erythema migrans

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.