Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 21

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 73 R A N N S Ó K N próf (32,0%) og börn foreldra sem hafa aðra menntunarsamsetn- ingu (61,4%). Kí-kvaðrat próf (χ2) var notað til að reikna tölfræðilega mark- tækni. Prófið metur hvort marktækur munur er á milli mismun- andi hópa í tíðnitöflum.22 Miðað var við 95% vikmörk. Tölfræði- greiningin var unnin í SPSS-tölfræðiforritinu. Niðurstöður Ríflega helmingur svarenda, eða 51,3%, unnu með skóla vetur- inn 2017-2018 og voru þrír fjórðu af þeim hópi í fastri vinnu en fjórðungur vann af og til. Atvinnuþátttaka með skóla jókst með hækkandi aldri og var algengari meðal stelpna (56,2%) en stráka (45,3%). Hins vegar mældist ekki marktækur munur á atvinnu- þátttökunni eftir menntunarstöðu foreldra. Tæplega fimmtungur vann við fleira en eitt starf með skóla en verslunarstarf var algeng- asta aðal starf þeirra (42,7%). Meðallengd heildarvinnuvikunnar var að jafnaði 12 klukkustundir og 38 mínútur en lengd hennar getur verið allt frá einni klukkustund upp í meira en 40 stundir. Hlutfall þeirra sem unnu í meira en 12 klukkustundir á viku að jafnaði var 40,6%. Stoðkerfiseinkennin fjögur sem spurt var um eru nokkuð al- geng meðal íslenskra ungmenna eins og tafla I sýnir. Samtals 34,4% ungmennanna sögðust stundum eða oft á síðustu 12 mánuðum hafa fundið fyrir því einkenni sem sjaldgæfast er (verkur í hálsi og herðum) og 44,0% fyrir því einkenni sem algengast er (verk- ir í liðum eða vöðvum). Marktækur munur mælist við umfang vinnu með skóla og allra stoðkerfiseinkennanna. Ungmenni sem vinna mikið með skóla eru almennt líklegri til að finna stundum eða oft fyrir stoðkerfiseinkennunum en þau sem ekki vinna með skóla. Munurinn er sérstaklega áberandi hvað bakverki varðar en tæplega þriðjungur þeirra sem ekki er í vinnu segist finna oft eða stundum fyrir bakverkjum, 42,7% þeirra sem eru í hóflegri vinnu en yfir helmingur þeirra sem vinna mikið með skóla. Tafla II sýnir greinilegan kynjamun hvað varðar tengsl stoð- kerfiseinkenna fjögurra við vinnu með skóla. Þegar tengslin eru greind eftir kyni haldast þau við öll fjögur stoðkerfiseinkennin hjá stelpunum en hverfa hjá strákunum ef frá eru taldir bakverkir. Mikil vinna með skóla bitnar þannig frekar á stoðkerfi stúlkna en á stoðkerfi stráka. Tafla III sýnir að þegar tengslin milli stoðkerfiseinkennanna og vinnu með skóla eru greind eftir aldri hverfa þau í öllum aldurs- hópunum hvað varðar verki í liðum og vöðvum og verki í hálsi og Tafla II. Hlutfall 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir stoðkerfiseinkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla og kyni, %. Einkenni Kyn Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf N Verkir í liðum og/eða vöðvum Stelpur 42,8 56,8 48,8 48,4 p = 0,011** 603 Strákar 38,6 37,1 42,7 38,8 p = 0,729 510 Bakverkur Stelpur 40,6 45,3 57,9 45,5 p = 0,006** 604 Strákar 23,0 39,1 46,7 30,7 p = 0,000** 512 Verkur í hálsi og herðum Stelpur 35,8 45,3 53,7 42,4 p = 0,002** 604 Strákar 22,0 29,3 29,3 25,0 p = 0,174 512 Vöðvabólga Stelpur 42,3 46,6 57,9 46,8 p = 0,016* 603 Strákar 19,5 21,8 24,0 20,8 p = 0,657 510 *p≤0,05, **p≤0,01. Tafla III. Hlutfall 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir stoðkerfiseinkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla og aldri, %. Einkenni Aldur Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf N Verkir í liðum og/eða vöðvum 13-15 ára 40,0 40,3 39,4 40,0 p = 0,995 582 16-17 ára 44,6 51,5 50,6 48,9 p = 0,530 323 18-19 ára 37,9 58,8 45,1 47,6 p = 0,055 208 Bakverkur 13-15 ára 31,5 28,0 45,5 31,6 p = 0,159 583 16-17 ára 35,1 50,8 59,3 47,4 p = 0,002** 325 18-19 ára 25,9 54,4 51,2 45,2 p = 0,002** 208 Verkur í hálsi og herðum 13-15 ára 26,8 27,2 42,4 27,7 p = 0,152 584 16-17 ára 33,6 45,4 44,4 41,0 p = 0,138 324 18-19 ára 34,5 47,1 45,1 42,8 p = 0,313 208 Vöðvabólga 13-15 ára 30,6 21,8 45,5 29,6 p = 0,020* 582 16-17 ára 26,5 42,3 42,0 36,7 p = 0,021* 324 18-19 ára 40,4 51,5 47,6 46,9 p = 0,457 207 *p≤0,05, **p≤0,01.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.