Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 41

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2019/105 93 einingar hafa náð yfir 90% og nokkrar 100%. Það er því ekki skoðun okkar að inflúensubólusetningarhlutfall Landspít- ala sé lágt, en það er hins vegar alveg ljóst að æskilegra er að þátttakan sé almennt ennþá betri og markmið spítalans náist.“ Hann segir starfsmannaheilsuvernd Landspítala og sýkingarvarnardeild ásamt fleirum hafa unnið markvisst að umbót- um á þessu sviði og sú vinna hafi skilað árangri. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að kanna þátttöku starfsmanna Landspítala í inflúensubólusetningum og einnig að meta afstöðu starfsmanna og nema á Landspítala til þeirra, en bólusetn- ingar hafa dregið verulega úr dauðsföllum af völdum smitsjúkdóma í heiminum. Samkvæmt rannsókninni eru tæp 89% sammála því að bólusetning veiti vörn gegn inflúensu, 72,5% telja hana betri en að fá náttúrulega sýkingu og eru rúm 87% sammála því að bólusetning hindri útbreiðslu inflúensu. Þá telur tæpt 91% hana minnka áhættu á að smita sjúklinga. Þá eru rúm 73% ósammála því að óttast aukaverkanir bólusetninga. Helena sagði að borið hefði á því hér áður að bólusetningar starfsmanna hefðu ekki verið skráðar. „Það skekkir aðeins niðurstöðurnar. En síðustu ár hefur Þótt bólusetningar starfsmanna Landspítala fari vaxandi eru þær enn sagðar undir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Helena X. Jóhannsdóttir hjá læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/gag 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2012 2015 2016 2017 80 60 40 20 0 Hlutfall bólusettra starfsmanna á Landspítala frá 2008-2017 Heimild: Rannsókn á þátttöku og afstöðu starfsfólks Landspítala til bólusetninga gegn inflúensu. skráningin verið bætt og fólk skráir þetta í sameiginlegt skjal,“ sagði hún. Páll bendir á að bólusetning sé ekki eina leiðin til að verjast smiti, því sé áskorun að fyrirbyggja flensusmit á hverj- um vetri. Allar færar leiðir séu nýttar. „Við bólusetjum sjúklinga og starfs- menn, tökum sýni ef minnsti grunur er um flensu og einangrum strax, gefum Tamiflu í meðferðarskyni og jafnvel í fyrirbyggjandi skyni, þrífum og biðjum aðstandendur með flensueinkenni um að koma ekki í heimsókn,“ nefnir hann: „Með því að samþætta þessar aðgerðir náum við bestum árangri.“ „Almennt má segja að lág þátttaka heilbrigðisstarfs- manna í bólusetningu geti skapað hættu fyrir starfs- manninn sjálfan og eins fyrir sjúklinga þeirra.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.