Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 3

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildurarna@gmail.com Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1950 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 55 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is „Sjálfstraust er lykillinn að góðu starfsumhverfi. Ég vil sjá sjálfstraust hjá hverjum einasta starfs- manni stofnunarinnar. Ég trúi því að við vinnum öll í sama liði og ef stjórnandi ákveði að stýra fólki, missi það sköpunargáfu sína. Það mun að- eins vinna innan rammans sem þú setur. Alltaf,“ sagði Per Skaugen Bleikelia, forstjóri Martina Hansens sjúkrahússins í Osló í upphafi Lækna- daga 2019. Þeir voru haldnir í Hörpu dagana 21.- 25. janúar. Hann sagði góð sambönd grundvöll góðs árangurs. „Við þurfum sambönd. Við þurfum að tala við hvert annað,“ segir Bleikelia sem ferðast gjarna um á hlaupahjóli innan stofnunar sinnar „og seg- ir hæ“ svo fólkið viti að hann sé á staðnum. „Bein samskipti fara aldrei úr tísku. Þeim verður ekki skipt út fyrir samfélagsmiðla.” Fyrrum ráðuneytisstjóri Bleikelia stýrði heilbrigðisráðuneyti Noregs á árum áður á tíma 6 heilbrigðisráðherra. Hann kom að stjórn við björgun á ungmennunum sem urðu fyrir hryðjuverki Breiviks 22. júlí 2011 og stýrði björgunarsveit Norðmanna þegar flóð- bylgjan skall á Asíu um jólin 2004. „Treystu böndin,“ sagði hann. „Gefðu fólki tækifæri til að tala frjálslega og vertu viss um hvert þú vilt stefna,“ sagði Per. „Og ef þú vilt verða leiðtogi, þarftu að hafa margt fram að færa. Ekki verða leiðtogi ef þú hefur ekkert að bjóða.“ Bleikelia sagði mikilvægt að hlusta á ólík sjón- armið. „Fólk sem tjáir sig óheft er mikilvægast innan spítalans.“ Hann fari að ráðum föður síns: „Ég hlusta á fólk sem hefur aðrar skoðanir en ég. Faðir minn sagði mér að ég yrði að hlusta. Ef ég væri leiðtogi þyrfti ég að taka ákvarðanir sem yrðu betri ef ég þekkti öll sjónarmið.“ Allir hlekkir í mikilvægri keðju Bleikelia sagði hvert starf innan spítalans skipta máli. Öll væru þau hlekkir í að lækna fólk. Markmið hans væri að starfsfólk sæi að það væri partur af liðsheild sem þyrfti að skilja hvert grundvallarmarkmiðið væri: Að líkna sjúkum. Hann sagði mikilvægt að mæla árangurinn. Sýna fólki hvernig það stendur sig. „Fólk tekur ríkari þátt ef þú segir þeim hver árangurinn er. Ef þú segir þeim það ekki mun það ekki vinna með þér. Þú verður að eiga samskipti. Ef þú gerir það ekki, vinnur fólk ekki fyrir þig,“ sagði hann. „Virðið hvert annað og vinnið saman. Búið til sambönd og hafið skýr markmið. Gerið ein- falda hluti,” sagði Per sem hefur hlotið verðlaun sem stjórnandi. „Ég stjórna ekki til þess að vera vinsæll, ég stjórna vegna þess að ég hef trú á verkefninu og tel að ég vinni í mikilvægasta geira heimsins: að hjálpa fólki. Læknar vinna gull- fallegt starf,“ sagði Per Bleikelia að lokum. „Ég stjórna ekki til þess að vera vinsæll, ég stjórna vegna þess að ég hef trú á verkefninu og tel að ég vinni í mikilvægasta geira heimsins: að hjálpa fólki.“ Gefa þarf starfsfólki sjálfstraust í starfi Þetta segir Per Skaugen Bleikelia, forstjóri Martina Hansens sjúkrahússins í Osló Per Bleikelia forstjóri hefur vakið athygli fyrir góða stjórn og hlotið fjölda verðlauna fyrir. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir PP-XAR-IS-0001-1 Nóvember 2018 XARD0188 – Bilbo ▼ a.  NOAC: non-vitamin K antagonist oral anticoagulant/segavarnarlyf til inntöku sem ekki er K vítamín hemill. b.  Sjúklingar með gáttatif án lokusjúkdóms. Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non-valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto, uppfært 08/2018. 3. SmPC fyrir Eliquis, uppfært 06/2018. 4. SmPC fyrir Pradaxa, uppfært 06/2018. 5. SmPC fyrir Lixiana, uppfært 07/2017. Vörn gegn heilaslagi með einni töflu á dag2 GÁTTATIF ÁN LOKUSJÚKDÓMS Hvaða NOACa þegar hætta á heilaslagi er mikil?1 Xarelto hefur staðfesta virkni og öryggi hjá gáttatifssjúklingumb með hærra CHADS2-skor en nokkuð annað NOAC1–5 Í 3. stigs klínísku rannsókninni ROCKET AF voru 87% sjúklinga með CHADS2-skor 3 eða hærra1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.