Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 11

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 63 Inngangur Lyme-sjúkdómi var fyrst lýst árið 1977 í tengslum við rannsókn á faraldri barna með liðbólgur í bænum Lyme í Connecticut í Banda- ríkjunum.1 Það var svo snemma á níunda áratugnum sem tókst að einangra orsakavaldinn, bakteríuna Borrelia burgdorferi, frá sjúk- lingum með sjúkdóminn og mítlum sem eru hýslar bakteríunn- ar.2 Tengsl mítilbita og ákveðinna einkenna sjúkdómsins höfðu hins vegar verið þekkt áratugum saman í Evrópu en undir öðrum nöfnum eins og erythema chronicum migrans, acrodermatitis chronica atrophicans og Garin-Boujadoux-Bannwarth-heilkenni.3 Borrelia burgdorferi sensu latu (hér eftir B. burgdorferi sl.) er sam- heiti yfir þær tegundir Borrelia-baktería sem valda Lyme-sjúk- dómi en þekktar eru að minnsta kosti 5 tegundir sem geta valdið sjúkdómi í mönnum.3 Í Bandaríkjunum er það fyrst og fremst B. burgdorferi sensu strictu (hér eftir B. burgdorferi) sem valda sjúk- dómnum en í Evrópu finnast einnig B. garinii og B. afzelii.3,4 Lífs- ferlar bakteríanna og mítla af ættkvíslinni Ixodes eru nátengdir og geta bakteríurnar borist í menn með biti mítlanna. Í Bandaríkjun- um er það dádýramítillinn (Ixodes scapularis) sem er helsti hýsill B. burgdorferi sl. en í Evrópu er það skógarmítillinn (Ixodes ricinus).3,4 Mítlarnir, sem ganga í gegnum þrjú þroskastig og þurfa blóðmál- tíð á hverju stigi, smitast af B. burgdorferi sl. við það að sjúga blóð úr sýktu dýri.5 Hlutfall mítla sem eru smitaðir af Borrelia-bakterí- um er mjög mismunandi eftir landsvæðum en er að meðaltali um 13,7% (0-49,1%) í Evrópu og hvað Norðurlöndin varðar hefur tíðnin verið um 15% í Danmörku og 26% í Svíþjóð.6,7 Helstu hýslar Ixodes-mítla eru nagdýr og önnur lítil spendýr auk fugla. Þá leika stærri spendýr eins og dádýr og hreindýr einnig hlutverk í lífsferli Lyme-sjúkdómur á Íslandi faraldsfræði á árunum 2011-2015 Hannes Bjarki Vigfússon1 læknir Hörður Snævar Harðarson1,2 læknir Björn Rúnar Lúðvíksson3,4 læknir Ólafur Guðlaugsson5 læknir 1Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 2barnadeild Hringsins,3ónæmisfræðideild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5smitsjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ólafur Guðlaugsson, olafgudl@landspitali.is mítlanna og viðhaldi stofnsins.5 Útbreiðsla mítlanna, og þar með Lyme-sjúkdóms, er því háð því að þessar dýrategundir séu til stað- ar og dýrin nægilega mörg til að viðhalda mítlastofninum ásamt því að B. burgdorferi sl. sé nægilega algeng í þeim.3,5,8,9 Talsverður munur er á nýgengi Lyme-sjúkdóms eftir löndum og landsvæðum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (Centers for disea- se control and prevention, CDC) áætlar að upp komi um 300.000 tilfelli (30.000 staðfest tilfelli) árlega í Bandaríkjunum, eða 0-70 til- felli á 100.000 íbúa eftir fylkjum.10,11 Erfiðara er að nálgast ítarlegar tölur frá Evrópu þar sem mjög mismunandi er hvernig eftirliti og R A N N S Ó K N Á G R I P Inngangur Lyme-sjúkdómur stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) og smitast með biti Ixodes mítla. Sjúkdómurinn hefur ekki verið talinn landlægur á Íslandi og aldrei hefur verið lýst tilfelli af innlendum uppruna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Lyme-sjúkdómi hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að skoða far- aldsfræði Lyme-sjúkdóms á Íslandi með sérstakri áherslu á það hvort innlent smit hafi átt sér stað. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til allra einstaklinga á Íslandi sem áttu mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. eða höfðu fengið greininguna Lyme-sjúkdómur (ICD-10, A69.2) á Landspítala á árunum 2011-2015. Klínískum upplýsingum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá og gagna- grunni sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Niðurstöður 501 einstaklingur átti mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. á rannsóknartímabilinu og 11 einstaklingar voru greindir með Lyme- -sjúkdóm á klínískum forsendum eingöngu. 33 einstaklingar uppfylltu greiningarskilmerki fyrir staðfestu tilfelli af Lyme-sjúkdómi. 32 (97%) einstaklingar voru með erythema migrans og einn (3%) einstaklingur var með Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Að meðaltali greindust 6,6 tilfelli á ári (tvö tilfelli á 100.000 íbúa/ári) og áttu öll tilfellin sér erlendan upp- runa. Ályktanir Lyme-sjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali 6-7 tilfelli af sjúkdómnum hérlendis og er fyrst og fremst um að ræða staðbundnar sýkingar með erythema migrans útbrotum. Ekki fannst neitt tilfelli sem hægt er að segja að eigi sér innlendan uppruna og virðist tilfellum af sjúkdómnum ekki hafa farið fjölgandi seinustu árin. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.02.215

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.