Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 38

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 38
90 LÆKNAblaðið 2019/105 Embætti landlæknis, Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir og Runólfur Pálsson nýrnalæknir voru í samstarfi við Siggu Heim- is, Gagarín og fleiri um sýningu í Ásmundarsal sem er haldin í tilefni þeirra breytinga á lögum um líffæragjöf sem gengu í gildi um síðustu áramót. Nú má nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins manns til læknismeðferðar hafi sá hinn sami ekki lýst sig andvígan því og kallast með laganna bókstaf ætlað samþykki. Nánasti aðstandandi getur þó lagst gegn þessum gjörningi. Um 100 manns hafa gefið líffæri sín hérlendis síðan líf- færagjafir hófust, árið 1992 og um 30 Íslendingar þurfa ný líffæri árlega. Sýningin er óvenjuleg, mjög upplýsandi og listræn í senn. Með hnitmiðuðum skýringatextum um hvert líffæri og röntgenmynd- um og samspili þeirra við ægifögur glerlistaverk af nokkrum líffærum mannsins sem þó eru ekki öll tæk til gjafa. Mannslík- aminn er náttúrlega sköpunarverk sem slær allt út. Þessa dagana er dáldið rætt um nekt og listaverk. Í því samhengi má segja að varla sé til nokkuð naktara eða betur hannað í þessum heimi en innyfli. Á nýafstöðnu málþingi landlæknis á Hótel Natura fóru Alma Möller, Kristinn Sigvaldason, Salvör Nordal og Runólfur Pálsson í saumana á nýju löggjöfinni, sögu líffæragjafa og röktu samstarf okkar við Scandiatransplant. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir líffæragjafa sagði sögu sinnar fjölskyldu. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og hjartaþegi lýsti því þegar hann hélt hann væri kominn til himna með Ölmu Möller sem brosti við honum en svo gat það ekki verið því honum á aðra hönd var Felix Valsson svæf- ingalæknir. VS Allir Íslendingar eru nú líffæragjafar Runólfur Pálsson, Steinunn Rósa Einarsdóttir, Kristinn Sigvaldason, Jóhannes Kristjánsson og Alma Möller að loknu málþingi um líffæragjafir laugardaginn 26. janúar. Mynd/Védís. Auga, lungu, hjarta og heili, - glerlistaverk á sýningunni LÍFfærin. Þau voru munnblásin á Corning-glersafninu í New York-fylki að forsögn Siggu Heimis. Kristján Kristjánsson hannaði lýsinguna og er raunar einnig nýrna- þegi. Myndir/Védís.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.