Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 47

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2019/105 99 Guðrún Hreinsdóttir heimilislæknir Ljóðabókin er heildstæð hugvekja og hug- renningar höfundar í 30 ljóðum um mannkynið, ástina, draumana, veröldina og alheiminn. Hún sýnir vel virðingu og næmi skáldsins fyrir hinu mannlega og hugsanir hans um hvar við erum stödd í þessum heimi. Ljóðin geta í senn verið alvörugefin og kímin og í þeim eru líka skemmtileg sjónarhorn á við- fangsefnin. Öll ljóðin eru á ensku en með hátt- bundinni hrynjandi og rími. Við lesturinn fer maður inn í hin ólíku sögu- svið ljóðanna og finnur stemminguna og er hrifinn inn í annan heim. Inn á milli eru minn- ingarljóð um frelsishetjur og samferðamenn höfundar. Ljóðin fjalla um hinar smáu nálægu og hlýju tilfinningar og eðli mannsins en líka um smæð mannkynsins í hinum stóra alheimi, vís- indin og trúna. Ljóðin hafa fæst birst áður og eru skrifuð á nokkrum áratugum. Höfundurinn, Einar Guðmundsson, fékk fyrst ljóð birt í barnaskólablaðinu þegar hann var 7 ára. Það er mjög gleðilegt að höfundur hafi opn- að ljóðagluggann á ný með þessari fallegu bók. Heiti bókarinnar fellur vel að efni og efnistökum höfundar. Umsögn um ljóðabókina Poems that fell to Earth eftir Einar Guðmundsson ■ ■ ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað bárust rausn- arlegar gjafir frá Marel fyrir jól en það voru ungbarnavogir sem eru sérhannaðar og smíðaðar í vélsmiðju fyrirtækisins í Garðabæ. Tæknin sem stuðst er við kem- ur úr sjóvinnslu en sjóvogir eru einn af hornsteinum vöruframboðs Marel. Vog- irnar eru einstaklega nákvæmar, með 2 g skekkjumörk, og halda nákvæmni sinni þó svo nýburinn sé á hreyfingu með- an hann er vigtaður. Vogirnar koma að góðum notum þar sem nákvæmni í mæl- ingum skiptir oft miklu við mat á heilsu nýbura. „Þannig eru dæmi um að hægt sé að útskrifa börn fyrr þar sem vogin er notuð því auðveldara er að meta þyngd og þyngdaraukningu/tap af meiri nákvæmni en annars. Börnin eru til að mynda sett á vogina fyrir og eftir gjöf til að meta magn mjólkur sem þau innbyrða hverju sinni svo hægt sé að tryggja að þau nærist nægj- anlega vel fyrstu dagana,“ segir Óskar Veigu Óskarsson, sölustjóri hjá Marel. Vogunum fylgir eilífðarábyrgð og mun Marel sjá um allt viðhald á þeim. Marel gaf fjórar ungbarnavogir á fæðingardeildir Frá afhendingu ungbarnavogarinnar til fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Frá vinstri: Þórarinn Kristjánsson frá Marel, Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Sigrún Kristjánsdóttir yfir- ljósmóðir og Arndís Mogensen ljósmóðir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.