Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 22

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 22
74 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N herðum. Tengslin milli þess að finna stundum eða oft fyrir bak- verkjum haldast hins vegar í tveimur eldri árgöngunum og milli þess að vera stundum eða oft með vöðvabólgu hjá tveimur yngri aldurshópunum. Þegar tengslin milli stoðkerfiseinkennanna og vinnu með skóla eru skoðuð eftir menntunarstöðu foreldra kemur í ljós að þau hverfa í öllum foreldrastöðuhópunum þremur varðandi verki í lið- um og vöðum eins og tafla IV sýnir. Marktæk tengsl mælast hins vegar milli bakverkja og mikillar vinnu með skóla í öllum hópun- um þremur og einnig hvað varðar bæði verk í hálsi og herðum og vöðvabólgu hjá hópum þar sem menntun foreldra er í meðallagi. Umræður Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna oft eða stundum fyrir stoðkerfis- einkennum heldur en ungmenni sem ekki vinna með skóla. Á það við allar tegundir einkenna sem spurt var um, verki í vöðvum og liðum, verki í hálsi og herðum, bakverki og vöðvabólgu. Tengslin eru sérstaklega áberandi í hópi stúlkna og hvað varðar bakverki. Þannig haldast tengslin hvað öll einkennin varðar hjá stelpunum þegar þau eru skoðuð eftir kyni en hverfa hjá strákum nema varð- andi bakverki. Tengslin haldast líka hvað varðar bakverki í tveim- ur eldri aldurshópunum og hjá öllum þremur foreldrastöðuhóp- unum. Tengslin við bakverki eru að auki í öllum tilfellum línuleg. Þannig eru þau ungmenni sem vinna ekki með skóla síst líkleg til að finna oft eða stundum fyrir bakverkjum en þau sem vinna mik- ið með skóla líklegust. Niðurstöðurnar eru samhljóða niðurstöð- um íslenskrar doktorsrannsóknar frá því fyrir hrun hvað varðar hvoru tveggja kynjamun og bakverki.10 Niðurstöðurnar benda þannig til að tengslin milli umfangs vinnu stúlkna og stoðkerfis- verkja almennt sem og milli umfangs vinnu ungmenna almennt og bakverkja séu nokkuð stöðug og óháð atvinnuháttum. Niður- stöður varðandi kynjamun eru samhjóða erlendum rannsóknum. Almennt eru konur og stúlkur líklegri til að finna fyrir stoðkerfis- verkjum en karlar og drengir1 og vinna kemur harðar niður á stoð- kerfi kvenna en á stoðkerfi karla.16 Rannsóknin sem hér er kynnt bendir til að það sama eigi við um vinnu stúlkna. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja einnig við niðurstöður erlendra rannsókna um að stoðkerfisverkir séu algengir meðal unglinga.1,4 Þó verður að hafa í huga að spurt var um einkenni frá stoðkerfi yfir nokkuð langt tímabil, eða síðastliðna 12 mánuði. Það leiðir til þess að fleiri svara játandi en ef spurt hefði verið um verki yfir styttra tímabil, til dæmis síðustu þrjá mánuði. Við fyrstu sýn gæti virst að það hve algeng stoðkerfiseinkennin eru almennt dragi úr mikilvægi tölfræðilega marktæks sambands milli vinnu með skóla og stoðkerfiseinkenna. Punnett16 hefur svarað sambæri- legri gagnrýni um samband vinnu fullorðinna við stoðkerfisein- kenni en stoðkerfisverkir eru líka algengir hjá fullorðnum. Punn- ett16 bendir á að erfiðara sé að mæla marktæk tengsl við algengt fyrirbæri en sjaldgæft. Algengi stoðkerfiseinkenna meðal fólks almennt renni því styrkari stoðum undir marktækni sambandsins milli slíkra einkenna og vinnu en ekki öfugt. Rök Punnett16 varpa ljósi á mikilvægi niðurstaðnanna sem hér eru kynntar. Rannsóknin hefur ákveðnar takmarkanir. Um úrtaksrannsókn er að ræða og svarhlutfall var frekar lágt sem dregur úr ytra rétt- mæti og alhæfingagildi niðurstaðna. Á móti kemur að úrtakið var tekið tilviljunarkennt úr þýði heillar þjóðar sem styrkir ytra rétt- mætið og auðveldar að alhæfa um þjóðina í heild. Slíkt er óvenju- legt í alþjóðlegu samhengi þar sem einungis Norðurlandaþjóðirn- ar fimm og Holland halda skrár yfir alla þjóðina. Í öðrum löndum verða rannsakendur að nota ófullkomnari skrár og geta því ekki tekið úrtak úr hópi allra íbúa, sem aftur dregur úr alhæfingar- gildi niðurstaðna.22,26 Það gæti hins vegar takmarkað innra rétt- mæti rannsóknarinnar að spurt var hvort ungmennin hefðu fund- ið fyrir einkennum frá stoðkerfi síðastliðna 12 mánuði, eða yfir lengra tímabil en sum þeirra hafa unnið með skóla. Í einhverjum tilfellum gætu niðurstöður því mælt tengsl milli stoðkerfisverkja og vinnu þar sem ekki er um slík tengsl að ræða.22 Það takmarkar einnig rannsóknina að um þversniðsrannsókn er að ræða. Slíkar Tafla IV. Hlutfall 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir stoðkerfiseinkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla og menntunarstöðu foreldra, %. Einkenni Menntun foreldra Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf N Verkir í liðum og/eða vöðvum Báðir með grunnskólamenntun 36,4 57,1 53,8 45,0 p = 0,326 60 Önnur samsetning menntunar 41,8 51,4 42,6 44,8 p = 0,108 605 Báðir með háskólamenntun 37,4 48,6 53,3 43,2 p = 0,063 324 Bakverkur Báðir með grunnskólamenntun 33,3 42,9 76,9 45,0 p = 0,027* 60 Önnur samsetning menntunar 32,8 46,9 48,4 40,0 p = 0,001** 607 Báðir með háskólamenntun 28,0 38,7 53,3 35,0 p = 0,004** 326 Verkur í hálsi og herðum Báðir með grunnskólamenntun 33,3 42,9 53,8 40,0 p = 0,428 60 Önnur samsetning menntunar 28,0 43,5 42,6 35,5 p = 0,001** 606 Báðir með háskólamenntun 28,6 34,0 46,7 32,8 p = 0,067 326 Vöðvabólga Báðir með grunnskólamenntun 30,3 28,6 38,5 31,7 p = 0,832 60 Önnur samsetning menntunar 26,9 41,8 45,9 35,1 p = 0,000** 607 Báðir með háskólamenntun 35,6 32,4 46,7 36,1 p = 0,244 324 *p≤0,05, **p≤0,01.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.