Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 19

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2019/105 71 R A N N S Ó K N Inngangur Stoðkerfisverkir og önnur einkenni frá stoðkerfi eru algengir með- al unglinga. Þess verður þó að geta að tölur um algengi eru nokkuð á reikni vegna ólíkra skilgreininga auk þess sem gera má ráð fyrir einhverjum mun milli þjóða og landa.1 Í danskri þversniðsrann- sókn sagðist þriðjungur 12-19 ára ungmenna finna fyrir margþátta verkjum og fimmtungur finna nær daglega fyrir einhverjum verkj- um.2 Tengsl eru milli stoðkerfiseinkenna og lýðfræðilegra þátta. Meðal fullorðinna er tilhneiging til þess að einkenni aukist með hækkandi aldri. Þá eru stoðkerfiseinkenni algengari meðal ung- linga en barna.1 Konur eru almennt útsettari fyrir stoðkerfisein- kennum en karlar, hvort sem er í hópi fullorðinna eða unglinga,3-5 og lág félagsleg og efnahagsleg staða eykur líkur á stoðkerfisverkj- um meðal fullorðinna.1,6 Stoðkerfiseinkenni á unglingsárum geta haft margvíslegar fé- lagslegar og efnahagslegar afleiðingar. Stoðkerfisverkir geta haft hamlandi áhrif á daglegt líf ungmennis sem fyrir þeim finnur, dregið úr árangri í námi og úr líkamlegri og félagslegri virkni.6 Stoðkerfisverkir í æsku geta einnig verið undanfari frekari stoð- kerfisvandamála á fullorðinsárum og þannig ógnað félagslegri og efnahagslegri framtíð hins unga einstaklings.7,8 Efnahagslega byrðin til framtíðar gæti einnig orðið samfélagsins. Stoðkerfis- vandamál eru þannig helsta orsök örorku í Evrópu8 og samkvæmt gögnum TR eru þau önnur algengasta orsök örorku hjá fullorðn- um hér á landi.9 Það er algengt að ungmenni vinni launaða vinnu samhliða skóla og vinna íslensk ungmenni áberandi mikið, sérstaklega yfir sumartímann. Sökum skólagöngu eru ungmennin hins vegar yfirleitt í hlutavinnu og/eða tímabundinni vinnu. Vinnutími þeirra er gjarnan óreglulegur og þau skipta oft um vinnu.10,11 Sam- band er á milli vinnu ungs fólks með skóla og lýðfræðilegra þátta. Umfang vinnunnar vex með hækkandi aldri og það er algengara að stelpur vinni með skóla en strákar.10 Þá eru börn íslenskra for- eldra sem bæði hafa grunnskólamenntun líklegri til að vinna með skóla en börn foreldra sem bæði hafa háskólamenntun og þau eru að jafnaði yngri þegar þau byrja í sumarvinnu.12 Rannsóknir sem skoðað hafa ástæðurnar að baki vinnu ung- menna sýna að unga fólkið sækjast eftir tekjunum sem vinnan Tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla Á G R I P Inngangur Einkenni frá stoðkerfi eru algeng meðal unglinga og vitað er að slík einkenni á unglingsárum geta leitt til langvarandi stoðkerfisvandamála á fullorðinsárum. Stoðkerfisvandamál eru vaxandi meðal vinnandi fullorðins fólks og með algengari orsakaþáttum örorku, sérstaklega meðal kvenna. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum stoðkerfisein- kenna ungmenna og vinnu með skóla. Markmið Rannsóknin skoðar tengsl milli fjögurra tegunda stoðkerfisvandamála (verkja í baki, í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og vöðvabólgu) við umfang vinnu með skóla meðal íslenska ungmenna eftir kyni, aldri og menntunarstöðu foreldra. Efniviður og aðferðir Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem var framkvæmd á fyrri hluta árs 2018. Tilviljunarkennt úrtak 2800 ungmenna á aldrinum 13-19 ára var valið úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau hefðu fundið fyrir verkjum síðasta árið og skipt í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru í hóflegri vinnu með skóla (≤12 klst./viku og/eða hafa ekki fastan vinnutíma) og í mikill vinnu (>12 klst./viku með skóla og hafa fastan vinnutíma). Kí-kvaðrat próf var notað til að mæla marktækni. Niðurstöður Rannsóknin sýnir að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru lík- legri til að finna stundum eða oft fyrir öllum tegundum stoðkerfis- einkennanna en þau sem vinna ekki með skóla. Tengslin haldast við bakverki óháð lýðfræðilegum þáttum og við öll stoðkerfiseinkennin fjögur hjá stúlkum. Ályktun: Bæta þarf vinnuaðstæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir einkenni frá stoðkerfi. Huga þarf sérstaklega að vinnuaðstæðum stúlkna og að þáttum sem ýta undir bakverki. Margrét Einarsdóttir1 félagsfræðingur 1Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Margrét Einarsdóttir, margrei@hi.is https://doi.org/10.17992/lbl.2019.02.216 gefur þeim til þess að geta keypt og gert ýmislegt sem tengist ung- lingamenningu samtímans. Auk þess þarf hluti þeirra á eigin tekj- um að halda til að eiga fyrir nauðsynjum á borð við kostnað við skólagöngu, mat til heimilisins og jafnvel fyrir húsnæði.13 Á hinn bóginn getur vinnan haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Ungmenni eru þannig allt að tvisvar sinnum líklegri til að lenda í vinnuslysum en eldri starfmenn. Hluti vinnuslysanna veldur alvarlegum áverkum og jafnvel dauðsfalli.14 Þá sýna rannsóknir að neikvæð tengsl eru milli umfangs vinnu með skóla og námsár- angurs.15 Lítið er hins vegar vitað um tengsl vinnu ungmenna við einkenni frá stoðkerfi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.