Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 23

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2019/105 75 R A N N S Ó K N rannsóknir mæla stöðuna einungis á einum tímapunkti og geta því aðeins sagt fyrir um tengsl en ekki hvort um orsakasamband sé að ræða. Það er því ekki hægt að skera úr um hvort mikil vinna ungmenna valdi stoðkerfiseinkennunum eða hvort þau ungmenni sem vinna mikið séu veikari fyrir eins og langtímarannsóknir gæfu möguleika á. Að auki var hér ekki beitt fjölbreytugreiningu heldur einungis tví- og þríbreytugreiningum og ekki hægt að segja til um hversu sterk áhrif ákveðinna áhættuþátta eru.22 Fjölbreyturannsóknir á vinnuslysum ungmenna sýna að lýð- fræðilegir þættir eru ekki sjálfstæðir áhættuþættir vinnuslysa heldur eru það fyrst og fremst vinnutengdir þættir á borð við vél- rænt vinnuálag og stuðning yfirmanns sem skýra áhættuna.26,27 Vélrænt vinnuálag af ýmsu tagi er líka áhættuþáttur vinnu- tengdra stoðkerfiseinkenna bæði hjá fullorðnum16 og ungu fólki.8,17 Líkur eru því á að hluta tengslanna milli stoðkerfiseinkenna og umfangs vinnu með skóla megi skýra með vinnutengdum þáttum á borð við vélrænt vinnuálag. Einnig eru tengsl á milli stoðkerfis- einkenna unglinga og sálrænna einkenna og talið að einkennin megi að hluta til skýra með því að þau séu birtingarmynd andlegs álags.3 Tengsl milli umfangs vinnu með skóla og stoðkerfisein- kenna gætu því, að minnsta kosti að einhverju leyti, skýrst af því að mikil vinna með skóla valdi andlegu álagi vegna hlutverka- togstreitu milli vinnu og annarra hlutverka í lífi hins unga starfs- manns og að það andlega álag birtist síðan í stoðkerfisverkjum. Í því sambandi er vert að hafa í huga að fyrri rannsóknir benda til að heildarvinnuvika skólafólks sé í sumum tilfellum mjög löng. Auk þess að sinna menntun sinni sem í flestum tilfellum fyllir „fulla vinnuviku“ æfir meirihluti þeirra íþróttir og/eða tónlist. Þegar vinna með skóla bætist við getur heildarvinnuvikan auð- veldlega farið yfir 70 klukkustundir.10 Frekari rannsókna er þörf þar sem fjölbreytugreining og/eða langtímarannsóknarsnið er notað til að skoða nánar hlut lýðfræðilegra þátta, þátta tengdum vinnustaðnum og þátta tengdum lífi unglinganna utan vinnu- staðarins í tengslum stoðkerfiseinkenna við vinnu ungmenna. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum að bæta þurfi (vinnu)að- stæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir vinnu- tengd stoðkerfiseinkenni. Slík einkenni eru ekki hvað síst alvarleg í ljósi þess að þau ógna ekki eingöngu heilsu hins unga starfmanns til skamms tíma heldur geta þau leitt til langvarandi heilsufars- vandamála og jafnvel til örorku.7 Ábyrgð atvinnurekanda er mikil en löggjafinn kveður á um skyldur hans til að tryggja heilsu starf- manna.23 Auðvelt ætti til dæmis að vera að koma í veg fyrir, eða að minnsta kosti draga úr líkum á því, að vinna unga fólksins bitni á bakheilsu þeirra með því að sjá til þess að ungir starfsmenn lyfti ekki og/eða beri þunga hluti.14 Ungu starfsmennirnir sjálfir og for- eldrar þeirra bera líka ábyrgð. Þau verða að hafa í huga að mikil vinna með skóla getur leitt til stoðkerfisvandamála og finna leiðir til þess að álagið verði ekki of mikið. Rannsóknin bendir til að það eigi sérstaklega við um stúlkur og foreldra þeirra. Ekki má gleyma ábyrgð stjórnvalda. Það er þeirra að tryggja öllum grunnskóla- börnum og framhaldsskólanemum lágmarks framfærslu þannig að þau þurfi ekki á eigin launatekjum að halda til þess að eiga fyrir skólagöngu og jafnvel í sig og á. 1. McBeth J, Jones K. Epidemiology of chronic musculoskel- etal pain. Best Pract Res Clin Rheumatol 2007; 21: 403-25. 2. Rathleff MS, Roos EM, Olesen JL, Rasmussen S. High prevalence of daily and multi-site pain – a cross-sectional population-based study among 3000 Danish adolescents. BMC Pediatr 2013; 13: 191. 3. Eckhoff C, Kvernmo S. Musculoskeletal pain in Arctic indigenous and non-indigenous adolescents, prevalence and associations with psychosocial factors: a population- based study. BMC Public Health 2014; 14: 617. 4. King S, Chambers CT, Huguet A, MacNevin RC, McGrath PJ, Parker L, et al. The epidemiology of chronic pain in children and adolescents revisited: A systematic review. PAIN 2011; 152: 2729-38. 5. Mangerud WL, Bjerkeset O, Lydersen S, Indredavik MS. Chronic pain and pain-related disability across psychiatric disorders in a clinical adolescent sample. BMC Psychiatry 2013; 13: 272. 6. Huguet A, Tougas ME, Hayden J, McGrath PJ, Stinson JN, Chambers CT. Systematic review with meta-analysis of childhood and adolescent risk and prognostic factors for musculoskeletal pain. PAIN 2016; 157: 2640-56. 7. Hestbaek L, Leboeuf-Yde C, Kyvik KO, Manniche C. The course of low back pain from adolescence to adulthood: Eight-year follow-up of 9600 twins. Spine 2006; 31: 468-72. 8. Hanvold TN. Mechanical Workload and Neck and Shoulder Pain at the Start of Working Life. University of Oslo, Osló 2014. 9. Tryggingastofnun. Helsta orsök örorku eftir sjúkdóma- flokkum 2015. tr.is/media/tolfraedigreining/Helsta-orsok- ororku-eftir-sjukdomaflokkum_2015.pdf - október 2018. 10. Einarsdóttir M. Paid Work of Children and Teenagers in Iceland: Participation and protection. Unpublished doct- oral thesis. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands 2014. 11. Hanvold TN, Kines P, Nykänen M, Ólafsdóttir S, Thomée S, Holte KA, et al. Young workers and sustainable work life: Special emphasis on Nordic conditions. Norræna ráðherranefndin 2016. 12. Einarsdóttir M. Launavinna ungmenna og staða foreldra. Tímarit félagsráðgjafa 2015; 9: 13-8. 13. Einarsdóttir M. Happy without money of their own? The case of Iceland. In: Marklund C, editor. All Well in the Welfare state? Welfare, well-being and the politics of happiness. Nordic Centre of Excellence NordWel, Helsinki 2013: 103-34. 14. Einarsdóttir M, Rafnsdóttir GL, Einarsdóttir J. Vinnuslys 13-17 ára íslenskra ungmenna: Orsakir og alvarleiki. Læknablaðið 2014; 100: 587-91. 15. Mortimer JT. The benefits and risks of adolescent employ- ment. Prev Researcher 2010; 17: 8. 16. Punnett L. Musculoskeletal disorders and occupational exposures: How should we judge the evidence concerning the causal association? Scand J Pub Health 2014; 42: 49-58. 17. Mikkonen P, Viikari-Juntura E, Remes J, Pienimäki T, Solovieva S, Taimela S, et al. Physical workload and risk of low back pain in adolescence. Occup Environm Med 2012; 69: 284-90. 18. Feldman DE, Shrier I, Rossignol M, Abenhaim L. Risk factors for the development of neck and upper limb pain in adolescents. Spine 2002; 27: 523-8. 19. Feldman DE, Shrier I, Rossignol M, Abenhaim L. Risk fact- ors for the development of low back pain in adolescence. Am J Epidemiol 2001; 154: 30-6. 20. Feldman DE, Shrier I, Rossignol M, Abenhaim L. Work is a risk factor for adolescent musculoskeletal pain. J Occup Environm Med 2002; 44: 956-61. 21. Garðarsdóttir Ó. Working children in Urban Iceland 1930 - 1990. In: de Coninck-Smith N, Sandin B, Schrumpf E, editors. Industrious Children: Work and Childhood in the Nordic Countries 1850 - 1990. Odense University Press, Óðinsvéum 1997a: 160-85. 22. Neuman WL. Social Research Methods: Qualitative and Quantitative approaches (Sixth Edition). Lasser J, editor. Pearson, Allyn and Bacon, Boston 2006. 23. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (með áorðnum breytingum). 24. Lindström K, Elo A, Skogstad A, Dallner M, Gamberale F, Hottinen V, et al. QPSNordic: General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work: User‘s Guide. Norræna ráðherranefndin, Kaupmannahöfn, 2000. 25. Mortimer JT. Working and Growing up in America. Brooks-Gunn J, editor. Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts 2003. 26. Rasmussen K, Hansen CD, Nielsen KJ, Andersen JH. Incidence of work injuries amongst Danish adolescents and their association with work environment factors. Am J Ind Med 2011; 54: 143-52. 27. Breslin FC, Day D, Tompa E, Irvin E, Bhattacharyya S, Clarke J, et al. Non-agricultural work injuries among youth: A systematic review. Am J Prevent Med 2007; 32: 151-62. Heimildir Barst til blaðsins 14. nóvember 2018, samþykkt til birtingar 22. janúar 2019.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.