Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 30

Læknablaðið - feb. 2019, Blaðsíða 30
82 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N reynslan erlendis 4,5 Því hefði mátt búast við færri með hvikula hjartaöng. Hins vegar fjölgaði sjúklingum með hvikula hjartaöng stöðugt til ársins 2008 og voru þá rúmlega tvöfalt fleiri en við lok og upphaf rannsóknar. Til að skýra þá þróun þarf því að líta til annarra þátta, meðal annars væri áhugavert að skoða betur hugs- anleg áhrif andlegs álags í kjölfar hruns og náttúruhamfara sem urðu á Íslandi á þessu tímabili. Aldur og kyn NSTEMI-sjúklingar voru að meðaltali um 5 árum eldri en sjúk- lingar með STEMI og hvikula hjartaöng. Þekkt er að eldri sjúk- lingar eru líklegri en þeir yngri til að hafa NSTEMI og hefur það verið talið stafa meðal annars af því að sjúkdómurinn er í fleiri kransæðum og dreifðari en hjá þeim yngri. Þá eru þeir eldri oftar með fyrri sögu um hjartadrep, háþrýsting og aukna veggþykkt í vinstri slegli.11 Jafnan er rætt um að meðalaldur þjóðarinnar fari hækkandi með hverju ári. Það er því athyglisvert að meðalaldur sjúklinganna er ekki hærri við lok tímabils en við upphaf þess. Þegar aldurshópar voru skoðaðir sérstaklega (aldurssértækt ný- gengi) var sýnt fram á að fækkun STEMI-tilfella var mest áberandi í eldri aldurshópunum, sem gæti verið hluti skýringarinnar. Svip- aðar niðurstöður hafa verið birtar í Ástralíu, en þar kom jafnframt fram óvænt aukning í tíðni hjartadreps hjá ungum konum.12 Bráð kransæðaheilkenni eru mun algengari hjá körlum en kon- um. Karlar eru rúmlega 70% af sjúklingum með STEMI og hvikula hjartaöng en rúmlega 65% sjúklinga með NSTEMI. Af kransæða- heilkennum voru konur því hlutfallslega flestar meðal NSTEMI- sjúklinga. Í Grace-rannsókninni voru svipaðar niðurstöður hvað þetta varðar.11 Horfur STEMI-sjúklinga fara versnandi með hækk- andi aldri og gildir það um bæði kyn, eins og sýnt var fram á í víðtækri rannsókn frá Evrópu. Horfur kvenna hafa einnig verið taldar lakari en karla, en að miklu leyti skýrist sá munur af ólík- um grunnþáttum og færri kransæðavíkkunum hjá konum. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessum þáttum kemur ekki fram munur á dánartíðni karla og kvenna.13 Þekkt er að kransæðasjúkdómur- inn hefur nokkuð ólíka birtingarmynd hjá konum og hefur það að hluta til verið skýrt með verndandi áhrifum östrogens gagn- vart kölkun í æðakerfinu.14 Aðrir hafa bent á að östrogen virðist minnka bólgu í kalkskellum á innra borði kransæða, sem eykur stöðugleika þeirra.15 Áhrif lyfja á sjúkdómsferilinn Rannsóknir benda til þess að hafi sjúklingur sem er lagður inn með brátt kransæðaheilkenni verið á lyfjum sem innihalda acetylsalicylsýru, beta-blokka, ACE-hemla og statínlyf, eitt eða fleiri, séu marktækt minni líkur á að um STEMI sé að ræða en ef sjúklingur hefur ekki verið á neinum slíkum lyfjum fyrir. Þessi hjartalyf virðast því hafa mildandi áhrif á sjúkdómsferil hjá sjúk- lingum með bráð kransæðaheilkenni.16, 17 Því væri áhugavert að kanna hvort vísbendingar séu um að breytingar á notkun þessara lyfjaflokka á rannsóknartímabilinu gætu skýrt eitthvað af þeim breytingum í sjúkdómsmyndinni, sem við segjum frá hér. Hjartaþræðing – kransæðavíkkun Enda þótt bráð hjartaþræðing með víkkun hafi verið gerð af og til, einkum að deginum, sem fyrsta meðferð við STEMI, hófst eig- inleg sólarhringshjartaþræðingarvakt á Landspítala ekki fyrr en í desember 2003. Eftir að sú vakt komst á hefur langstærsti hluti sjúklinga með STEMI, hvar sem þeir hafa verið staddir á landinu, verið fluttir með hraði á Landspítala, sem er eina stofnunin sem framkvæmir hjartaþræðingar og kransæðaaðgerðir á landinu. Þegar þetta er skoðað nánar á Landspítala eru heldur færri STEMI- sjúklingar af landsbyggðinni en af höfuðborgarsvæðinu sem nem- ur um 13 sjúklingum/100.000 á ári að jafnaði. STEMI-sjúklingar utan af landi höfðu í mörgum tilvikum fengið segaleysandi með- ferð vegna langs flutningstíma og var þá reynt að þræða þá innan 24 klukkustunda.18 Stór hluti þeirrra sem hafa NSTEMI og hvikula hjartaöng hafa að jafnaði einnig verið sendir á Landspítala til þess að undirgangast hjartaþræðingu og frekari meðferð. Í þeim tilvik- um var yfirleitt ekki þörf á bráðri þræðingu en sú aðgerð gjarnan gerð innan eins til tveggja sólarhringa.19 Þannig virðist mega álykta að langflestir sjúklingar á landinu með bráð kransæðaheilkenni, einkum þó STEMI, sem ekki hafa leitt til skyndidauða á vettvangi séu lagðir inn á Landspítala til meðferðar og rannsókna. Meginástæða þess er væntanlega sú að rétt þykir að vera nærri hjartaþræðingarstofu meðan ástand er jafn óstöðugt og búast má við þegar um brátt kransæðaheilkenni er að ræða. Sá munur sem er þó til staðar á fjölda sjúklinga á Landspít- ala með bráð kransæðaheilkenni af höfuðborgarsvæðinu annars vegar og af landsbyggðinni hins vegar getur skýrst af ýmsum ástæðum. Beint liggur við að nefna landfræðilegar og veðurfars- legar ástæður. Sjúklingur getur verið fjarri heilbrigðisþjónustu þannig að ekki er tiltæk bráðaþjónusta við til dæmis losti eða hjarta- og öndunarstöðvun. Í vissum tilvikum kann sjúklingur að hafa verið of veikur og hrumur til að flytjast á milli landshluta. Sjúkrahúsdánartíðni Sjúkrahúsdánartíðni STEMI-sjúklinga innan 30 daga frá innlögn var að meðaltali 10,3%, það er 8,9% hjá körlum og 13,8% hjá konum. Töluverður breytileiki er í dánartíðni milli ára. Í samanburði við erlendar rannsóknir er vert að hafa í huga að í mörgum þeirra eru hjartastopp og sjúklingar í losti oft ekki teknir með eins og hér var gert, auk þess sem upptökusvæði Landspítala er stórt og dreift, sem getur seinkað því um nokkrar klukkustundir að kransæða- víkkun eða segaleysandi meðferð geti hafist. Þá er dánartíðni að jafnaði lægri í vísindarannsóknum þar sem inntökuskilyrði eru takmörkuð samanborið við rannsókn eins og þessa, þar sem niðurstöður eru fengnar frá öllum innlögðum sjúklingum óháð aldri og fyrra heilsufari.20 Hrun fjármálakerfis, náttúruhamfarir og andleg áföll Árið 2008 hefur verið nefnt ár hrunsins á Íslandi. Borið saman við önnur ár á tímabilinu 2003-2012 voru flestir sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni lagðir inn á Landspítala árið 2008. Hvort það er í einhverju samhengi við hamfarir í náttúrunni eða af manna völdum verður ekki afráðið með þessari rannsókn, en þann 29. maí 2008 reið mikill jarðskjálfti yfir Suðurland og ill tíðindi af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.